24 stundir - 06.05.2008, Page 29

24 stundir - 06.05.2008, Page 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 29 Til eru fjölmargir slæmir og beinlínis lífshættulegir vegir í heiminum. Einn sá allra hættu- legasti er talinn vera hinn svo- kallaði North Yungas Road í Bólivíu sem beinlínis setji fólk í mikla lífshættu. Vegurinn liggur í Andes-fjöllunum og sums stað- ar er nærri 3.600 m þverhnípi niður af veginum sem er fullur af afar þröngum beygjum og mörgum stöðum þar sem erfitt er að halda bíl á veginum. Þarna verða fjölmörg banaslys á ári og hafa þarna horfið á ferðum sín- um á milli 100 til 200 manns. Ógnvænleg göng Guoliang-göngin sem liggja í gegnum Taihang-fjöllin í Kína eru ekki sérlega árennileg. Göng- in eru mjög ójöfn og á þeim eru 30 op af ýmsum stærðum og gerðum, sum þeirra eru hring- laga og önnur ferköntuð en stærð þessara opa eða glugga er einnig mismunandi. Sagt er ógn- vænlegt að líta út um þessa glugga og sjá ekkert nema botn- lausa gryfju fyrir neðan sig. maria@24stundir.is Hættulegustu vegir í heimi Þverhnípi og krappar beygjur Í Bólivíu Er sagður vera hættulegasti vegur heims og hverfa þar um 200 manns á hverju ári. Guoliang-göngin ógurlegu. Ef þú hefur hug á umhverfisvænum bíl sem lítur út eins og geimskip þá ætti Aptera-bíllinn að vera sá rétti fyrir þig. Aptera hefur það umfram aðra slíka bíla að hann verður í raun framleiddur en biðtíminn eftir ein- taki er um ár. Tveir farþegar komast með góðu móti í bílinn auk farang- urs en fararskjótinn ku komast í tæplega 100 km hraða á tíu sek- úndum og í honum má finna allan staðlaðan útbúnað. Umhverfisvænt geimskip Bílar geta verið til margra hluta nytsamlegir eins og t.d. við að koma fólki og ýmiss konar farangri á áfangastað. Hér má sjá sannkall- aðan ávaxtabíl sem eigandinn hef- ur beinlínis ákveðið að troðfylla af girnilegum, grænum eplum. Kannski ekki öruggasta leiðin til að flytja slíkan farm þar sem útsýnið um bak- rúðuna er ekkert, en engu að síður litrík og skemmtileg flutningaleið. Sannkallaður ávaxtabíll Þessir skrautlegu skór voru hann- aðir árið 1965 af Katharinu Denz- inger fyrir Herbert Levine. Skórnir eru úr plasti sem gaf hönnuðum frjálsar hendur við að skapa ýmiss konar skrautleg mynstur. Skórnir eru með dekkjum, framrúðu og númeraplötu að aftan. Kappakstursskór

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.