24 stundir - 06.05.2008, Side 32
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Rhodos
7. júní
frá kr. 57.945
Ath. aðeins 8 íbúðir í boði!
Bjóðum nú frábært sértilboð í viku á Sun Beach Resort á Rhodos.
Sun Beach Resort er frábær valkostur fyrir þá sem vilja gististað með mikilli
þjónustu og frábærri aðstöðu. Hér getur þú valið um tvo garða, strönd,
íþróttaaðstöðu, verslun, veitingastaði, íþróttadagskrá, skemmtidagskrá á
daginn og á kvöldin. Í boði eru stúdíóíbúðir og íbúðir með 1 svefnherbergi.
Góðar íbúðir með baðherbergi, eldhúskrók, loftkælingu, sjónvarpi, síma og
svölum. Í stofu er svefnsófi fyrir tvö börn. Íbúðir eru innréttaðar á látlausan
en smekklegan hátt. Mikið af veitinga- og skemmtistöðum eru í næsta
nágrenni við hótelið og strætó sem gengur inní miðbæ Rhodos stoppar við
hótelið.
Ath. Mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Tryggðu þér
starx þetta einstaka tilboð og skelltu þér með fjölskylduna til Rhodos óg
njóttu góðs aðbúnaðar í fríinu eyju sólarinnar.
Verð kr. 57.945 - 1 vika
Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Sun Beach Resort í viku.
M
bl
1
00
20
10
Sértilboð á Sun Beach Resort
Frábær gisting
****
Verð kr. 68.445 - 2 vikur
Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Sun Beach Resort í 2 vikur.
32 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Elínu Albertsdóttur
elin@24stundir.is
Unnið hefur verið að því í langan
tíma að semja við kanadísk flug-
málayfirvöld um áætlunarflug til
Toronto og voru því miklir fagn-
aðarfundir hjá Icelandair þegar
þeir samningar voru í höfn. Flug til
Halifax hefur verið á áætlunarleið
um nokkurra ára skeið en að sögn
Þorsteins Egilssonar, svæðisstjóra
Icelandair í Norður-Ameríku, er
mikill áhugi meðal Íslendinga að
ferðast til Kanada. „Viðtökurnar
hafa verið mjög góðar og algjörlega
í takt við það sem við höfðum búist
við. Það er því með mikilli ánægju
sem við bjóðum upp á ferðir til To-
ronto,“ segir Þorsteinn, sem stund-
aði framhaldsnám í verkfræði í
Halifax og er öllum hnútum kunn-
ur í Kanada.
Toronto er stórborg. Hún minn-
ir um margt á New York og þá sér-
staklega hinir fjölmörgu skýjakljúf-
ar sem liggja þétt í miðborginni.
Fyrir þá sem hafa gaman af stór-
borgarferðum er Toronto enn einn
möguleikinn því borgin hefur upp
á flest það að bjóða sem aðrar stór-
ar borgir hafa. Mjög litríkt mann-
líf, stórar verslanamiðstöðvar, góð
veitingahús og skemmtileg kenni-
leiti.
Eitt það merkilegasta er CN-
turninn sem allt fram til ársins í
fyrra var hæsti turn heims, um 554
metrar á hæð. Um tvær milljónir
manna koma í turninn á ári hverju
til að virða fyrir sér útsýnið en á
góðum dögum má sjá yfir til New
York úr turninum. Í 350 metra hæð
er glæsilegt veitingahús sem snýst
hraðar en Perlan meðan menn
gæða sér á veitingum. Það er gríð-
arlega skemmtilegt að virða fyrir
sér útsýnið yfir borgina meðan set-
ið er yfir góðum mat, sérstaklega á
björtum sumarkvöldum.
Í Toronto búa mörg þjóðarbrot
eins og annars staðar í Kanada. Í
borginni eru þrjú Kínahverfi og þar
er einnig Litla-Ítalía og skemmti-
legt grískt hverfi þar sem kvik-
myndin My Big Fat Greek Wedd-
ing var tekin upp en Toronto er
einnig oft kölluð Litla-Hollywood
vegna þess hversu margar kvik-
myndir eru teknar upp þar. Sumir
þættir CSI hafa einnig verið teknir
þar upp. Fyrir ferðalanga er gaman
að rölta um þessi hverfi, skoða fjöl-
breytt mannlífið og versla.
Í aðeins eins og hálfs klukkutíma
fjarlægð eru hinir ægifögru Niag-
ara-fossar sem enginn ætti að
sleppa að skoða. Hótelin útvega
miða í ferðir þangað svo og í sigl-
ingar og fleira sem ferðamenn hafa
áhuga á. Þótt veturnir séu kaldir í
Toronto þá eru sumrin hlý og heit.
Þá draga veitingahúsin borð og
stóla út undir bert loft og skemmti-
leg stemning myndast.
Skýjakljúfar Toronto er vinsæl
borg meðal kvikmyndagerð-
armanna og margar frægar kvik-
myndir hafa verið teknar upp þar.
Icelandair býður áætlunarflug til Toronto
Iðandi mannlíf
undir skýjakljúfum
Icelandair hefur opnað Ís-
lendingum dyr að einni
stærstu borg Norður-
Ameríku, Toronto í Kan-
ada, en flug þangað hófst
sl. föstudag og verður
fimm sinnum í viku í sum-
ar. Sérstök móttöku-
athöfn var fyrir gesti og
áhöfn á flugvellinum
þegar lent var í Toronto
en meðal fyrstu farþega
var Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráð-
herra.
➤ Toronto er oft kölluð Litla-New York.
➤ CN-turninn var hæsta bygg-ing heims þar til í fyrra er
byggt var hærra í Dubaí.
➤ Fyrir utan borgina eru 70 litl-ar eyjar sem er vinsælt að
heimsækja.
➤ Í Toronto búa mörg þjóð-arbrot, t.d. frá Asíu, Írlandi,
Englandi, Afríku og Kar-
íbahafinu.
TORONTO
Flughræðsla er án efa ein algeng-
asta tegund hræðslu enda þekkja
flestir einhvern sem þjáist af flug-
hræðslu á einhverju stigi.
Icelandair hefur um árabil hald-
ið námskeið fyrir þá sem þjást af
flughræðslu og hafa námskeiðin
gefið mörgum þátttakendum alveg
nýtt tækifæri í lífinu. Tækifæri til
þess að ferðast áhyggjulaust og sjá
hvað heimurinn hefur að bjóða.
Námskeiðin eru haldin í sam-
vinnu við Sálfræðistöðina en Álf-
heiður Steinþórsdóttir sálfræðing-
ur er einn af leiðbeinendum
námskeiðisins ásamt Páli Stefáns-
syni flugstjóra.
Á námskeiðinu eru kenndar að-
ferðir til að vinna bug á kvíða og
hræðslu og farið yfir þætti sem
tengjast flugvélinni og fluginu
sjálfu. Að lokum fer hópurinn í
flugferð til eins af áfangastöðum
Icelandair í Evrópu.
Nánari upplýsingar um nám-
skeiðin er að finna á www.salfraed-
istodin.is en skráning fer fram með
tölvupósti á flug@icelandair.is.
iris@24stundir.is
Fjöldi Íslendinga þjáist af flughræðslu
Lærðu að takast á við hræðsluna
Martröð? Margir upp-
lifa skelfingu í hvert sinn
sem þeir fljúga.
Ítalía – Njóttu hennar betur er
einkar áhugavert og gagnlegt
námskeið fyrir ferðalanga á leið
til Ítalíu.
Auðvelt að skrá sig
Námskeiðið er í tveimur hlut-
um og fer fram í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi, Breið-
holti. Margrét Gunnarsdóttir
fararstjóri leiðir námskeiðið sem
fer fram 13. og 15. maí og skrán-
ing fer fram í gegnum tölvupóst á
ferdalangur@simnet.is. Áhuga-
samir þurfa aðeins að senda póst
með nafni, netfangi og síma á
netfangið. Að námskeiði loknu
munu þátttakendur fá tækifæri til
að spyrja spurninga og fá ráð-
leggingar um staði og leiðir.
Þetta námskeið hentar sérstak-
lega vel þeim sem: eru að ferðast
til Ítalíu í fyrsta sinn eða þekkja
landið lítið, ætla að aka um á
bílaleigubíl, vilja fá hugmyndir
um eftirsóknarverða staði og
akstursleiðir, vilja kunna að lesa
úr ítölskum matseðlum, vilja
fróðleik á léttum nótum um land
og þjóð, venjur og siði, vilja læra
einföld orð og setningar (heilsast
og kveðja, búðaráp, á veitinga-
staðnum, tölurnar o.fl.) sem og
þeim sem vilja kynnast nokkrum
af fegurstu svæðum Ítalíu s.s.
Gardavatninu, Toskana, Umbriu
og Le Marche og eyjunum Sard-
iníu og Sikiley.
Allt um Ítalíu á vefnum
Innifalið í námskeiðsverði er
kaffi og te, námskeiðsgögn og að-
gangur að sérstökum vef sem
fylgir námskeiðinu.
iris@24stundir.is
Hvað viltu vita um Ítalíu?
LÍFSSTÍLLFERÐIR
ferdir@24stundir.is a
Viðtökurnar hafa verið mjög
góðar og algjörlega í takt við
það sem við höfðum búist við.