24 stundir - 06.05.2008, Page 33

24 stundir - 06.05.2008, Page 33
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 33 Íslenski fjallahjólaklúbburinn fagnar vor- inu í kvöld með því að fara í fyrstu hjólaferð sumarsins. Lagt er af stað frá Mjóddinni, þar sem strætó stoppar, kl. 20 og hjólaðar valdar fallegar leiðir um borgina. Fjölskylduferð Ferðirnar eru miðaðar við þátttöku fjöl- skyldufólks og verður hjólað til að njóta. Um leið hefst líka keppnin um mætingarbikar- inn, sem er eina hjólreiðakeppnin sem stunduð er innan raða Fjallahjólaklúbbsins. Til þess að ná þessum eftirsótta bikar, þarf að eiga flestar mætingar í þriðjudagshjólaferðir sumarsins. Að þessu sinni verður að sjálfsögðu hjólað frá Mjódd og í klúbbhús Íslenska fjallahjóla- klúbbsins í Vesturbænum þar sem boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur og meðlæti. „Hjólað í vinnuna“ að hefjast Úr Mjóddinni eru ótal skemmtilegar hjólaleiðir vestur í bæ. Hvort heldur hjólað er um Elliðarárdalinn og Sæbraut vestur í bæ, eða farið um Kópavog og Kársnesið eða einfaldlega í gegnum Fossvoginn og eftir Ægisíðustígnum sem stendur til að stækka og breikka og gera að fyrsta alvöru hjólastíg borgarinnar. Þessi fyrsta kvöldhjólaferð er einmitt daginn fyrir upphaf vinsælustu hjól- reiðakeppni allra landsmanna, Hjólað í vinnuna. Nú er um að gera að taka hjólið úr geymslunni og koma vöðvunum aftur í form. iris@24stundir.is Fjallahjólaklúbburinn fagnar sumrinu Hjólreiðamenn hjóla um borgina í kvöld *Vörur fylgja ekki með • Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal er mjög vel rannsökuð húðlína og þróuð í samvinnu við norræna húðlækna. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu þurra húð. KAUPAUKI Glæsileg rauð snyrtitaska fylgir ef keypt er fyrir 2500 kr. eða meira. Tilboðið gildir til 10. maí eða meðan birgðir endast.* Decubal húðvörurnar fást í öllum apótekum. Ferðahandbók utanlandsfara Ferðaskrifstofan Ferðalangur gaf nýverið út glænýja ferðahandbók sem hægt er að nálgast á vefsíð- unni www.ferdalangur.is. Bókin er 30 síður og uppfull af upplýs- ingum handa þeim sem undirbúa ferðalög til útlanda. Meðal efnis eru ábendingar varð- andi farangur og pökkun, geng- ismál, heilsuna á ferðalagi og margt fleira. Áhugasamir geta prentað bókina út og haft hana með í ferðalagið en öllum er frjálst að eiga hana og gefa hana öðrum. Aðdáendur Sex and the City- þáttanna ættu að kynna sér Sex and the City-skoðunarferðina sem boðið er upp á í New York. Í ferðinni er rúntað um borgina og komið við á merkum stöðum eins og byggingunni sem Carrie bjó í, galleríinu sem Charlotte starfaði í og húsgagnaversluninni hans Aidans. Pantanir fara fram á vefsíðunni www.screentours.com en um þessar mundir er einnig boðið upp á ferðir tengdar Sex and the City-kvikmyndinni, t.d. sérstaka ferð í lok maí þar sem farið verður á sérstaka sýningu á kvikmyndinni og þaðan á einn flottasta bar borgarinnar. iav Sex and the City-ferðin

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.