24 stundir - 17.05.2008, Side 1
„Núna sýnist mér augljóst að aðstæður hafi breyst á þann veg að samn-
ingsstaða okkar sé farin að versna. Þá getum við ekki beðið lengur. Ég
held að óhætt sé að segja að það sé hætt við því að íslensk fjármálafyr-
irtæki og stórfyrirtæki, þar á meðal útrásarfyrirtæki, fari að flytjast frá Ís-
landi. Það væri skelfilegt slys,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrver-
andi formaður Framsóknarflokksins.
24stundir /RAX
„Skelfilegt slys ef fyrirtæki færu frá landinu“
»38
24stundirlaugardagur17. maí 200892. tölublað 4. árgangur
Dr. Gunni heldur úti Okursíðu enda
segist hann vera talsmaður þess að
Íslendingar ættu að sniðganga dýr-
ustu fyrirtækin. „Ef þjófur kemst
upp með að stela er hætt við að
hann haldi því áfram.“
Þjófar stela áfram
VIÐTAL»46
Ágústa Johnson opnar myndaal-
búm sitt fyrir lesendur að þessu
sinni en Ágústa hefur verið tákn-
mynd heilsu og hreysti í fjölda
ára auk þess að vera eiginkona
og móðir.
Táknmynd hreysti
MYNDAALBÚM»37
77% verðmunur
á brjóstapúðum
NEYTENDAVAKTIN »4
Sextug rúmensk kona hefur
fengið vottorð frá kven-
sjúkdómalækni sem sannar að
hún sé hrein mey. Rodica
Trandafir sendi öllum ná-
grönnum sínum afrit af vott-
orðinu til að hindra frekari
slúðursögur um sig. „Þeir
héldu því fram að stöðugur
straumur karlmanna lægi
heim til mín dag sem nótt.
Fólkið er að tala um ættingja
mína sem hafa aðstoðað mig
við framkvæmdir í húsinu.
Það er fásinna að halda því
fram að ég sé lauslát.“ aí
Rúmeni fær
skírlífisvottun
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
USD 74,66 -4,16
GBP 146,10 -3,51
DKK 15,61 -3,60
JPY 0,72 -3,34
EUR 116,47 -3,62
GENGISVÍSITALA 149,94 -3,70
ÚRVALSVÍSITALA 4.862,52 1,35
»14
6
7
3
5 5
VEÐRIÐ Í DAG »2
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar-
lögmaður segir nýlega reglugerð
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra um skilyrði gjafsóknar
þrengja aðgengi einstaklinga að
dómstólum enn frekar en gert var
með lagabreytingu árið 2005.
„Tekjumörkin í reglugerðinni eru
bara út í hött. Höfundur þessarar
reglugerðar, hver sem hann er, er
greinilega algjörlega á móti gjaf-
sóknarfyrirbrigðinu yfirhöfuð,“
segir Ragnar.
130 þúsund króna tekjumörk
Í reglugerðinni er gert ráð fyrir
að aðeins einstaklingar með tekjur
upp á 130 þúsund krónur og
minna eigi möguleika á gjafsókn.
„Þetta er til þess að draga úr rétt-
arvernd borgaranna gagnvart rík-
inu,“ segir Ragnar.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri
grænna og lögmaður, tekur undir
með Ragnari. „Flestar málsóknir
eru ofviða mönnum sem hafa und-
ir 300 þúsund krónur í tekjur og
stærri málsóknir kalla á meiri
tekjur,“ segir hann.
Til að draga úr útgjöldum
Atli spurði dómsmálaráðherra
út í markmið og tilgang tekju-
markanna á Alþingi á fimmtudag.
Því svaraði dómsmálaráðherra
meðal annars: „Það hefur lengi ver-
ið gagnrýnt að það séu of há út-
gjöld úr ríkissjóði til þessara þátta
og þetta er viðleitni af hálfu ráðu-
neytisins til að taka utan um þann
málaflokk þannig að það samrým-
ist þeim heimildum sem sam-
þykktar eru hér á þingi um fjár-
útlát.“
Atli segir að ekki eigi að skerða
mannréttindi vegna fjárhagssjón-
armiða. „Aðgengi einstaklinga að
dómstólum telst til mannréttinda.
Þau hafa á síðustu árum verið
skert,“ segir hann.
Þrengt að
réttinum til
gjafsóknar
Hæstaréttarlögmaður segir reglugerð
skerða aðgengi einstaklinga að dómstólum
Brot á mannréttindum, segir þingmaður
HEFUR EKKI LAGASTOл8
➤ Gjafsókn nýtist einkum ískaðabótamálum þar sem
deilt er um skaðbótaskyldu.
Sumir einstaklingar leggja
ekki út í skaðbótamál ef vafi
er um sök.
➤ Í forræðisdeilumálum semfara fyrir dómstóla hefur gjaf-
sókn verið mikið notuð.
➤ Gjafsókn hefur einnig veriðmikið notuð í vinnulauna-
málum.
GJAFSÓKN
Samkvæmt nýrri athugun slökkvi-
liðsins hefur verið brotist inn í þrjú
auð hús í miðborg Reykjavíkur, frá
því að eigendum þeirra var gert að
loka þeim. Nágranni vill að eig-
endur verði skikkaðir til
að vakta auð hús sín.
Enn hústaka í
miðborginni
»2
„Greiðsluaðlögun hefur aldrei ver-
ið brýnni,“ segir formaður Neyt-
endasamtakanna. Hann harmar að
frumvarp þar um hafi ekki verið
tekið fyrir á Alþingi. Greiðslubyrði
þyngist og sóttu 100 um
ráðgjöf í apríl.
Bið eftir fjár-
málaráðgjöf
»4
Listhúsinu Laugardal
Reykjavík
Sími: 581 2233
Dalsbraut 1
Akureyri
Sími 461 1150
Eftir að ég fékk mér IQ-CARE
hef ég ekki fundið til í bakinu!
Sölvi Fannar Viðarsson
Framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar
Ég mæli hiklaust með
6 mán.
vaxtalausa
r raðgr.
! Getum
ekki
beðið
lengur