24 stundir - 17.05.2008, Side 4

24 stundir - 17.05.2008, Side 4
 100 sóttu um fjármálaráðgjöf í apríl  Greiðsluaðlögun aldrei verið brýnni, segir formaður Neytendasamtakanna Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, harmar að frumvarp um greiðsluaðlögun skuli ekki hafa verið tekið fyrir á þingi í vetur. „Það hefur sennilega aldrei verið brýnna að fá þessi lög í gegn en nú. Það er mjög bagalegt að þetta skuli dragast vegna þess ástands sem ríkir nú.“ Jóhannes bendir á að Neytenda- samtökin hafi barist fyrir greiðslu- aðlögun í um 15 ár. „Þegar við tók- um upp baráttuna hafði svona fyrirkomulag verið um langan tíma annars staðar á Norðurlöndum.“ Ítrekaðar tilraunir Ítrekaðar tilraunir Jóhönnu Sig- urðardóttur, félags- og trygginga- málaráðherra, til að fá frumvörp um greiðsluaðlögun afgreidd á þingi á undanförnum árum báru ekki ár- angur. Í mars í fyrra skipaði hins vegar Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, nefnd til að vinna drög að frumvarpi til sérstakra laga um greiðsluaðlögun einstaklinga. Róðurinn að þyngjast Ásta S. Helgadóttir, forstöðumað- ur Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna, átti sæti í nefndinni sem lauk vinnu sinni um áramótin. „Það er mikil nauðsyn á að koma þessu úr- ræði á á Íslandi,“ segir Ásta sem bætir því við að mikið annríki hafi verið hjá ráðgjafarstofunni undan- farna mánuði. „Það er greinilegt að róðurinn er að þyngjast. Yfirleitt bóka 40 til 60 manns á mánuði tíma hjá okkur. Í apríl síðastliðnum óskuðu yfir 100 manns eftir viðtali og það er full- bókað út maí. Þeir sem panta tíma núna þurfa að bíða fram í júní. Það er mjög slæmt að fólk skuli þurfa að bíða svona lengi loksins þegar það hefur samband við okkur.“ Þeir sem leita til ráðgjafarstof- unnar eru í sumum tilfellum tækni- lega gjaldþrota, eins og Ásta orðar það, þótt þeir hafi ekki verið úr- skurðaðir gjaldþrota. „Greiðslu- byrði fólks hefur aukist. Fólk hefur verið að kaupa á 100 prósenta lán- um og getur svo ekki borgað af lán- unum.“ Allir hagnast Formaður Neytendasamtakanna tekur það fram að hafi greiðslumat ekki verið þeim mun betra hljóti ábyrgðin einnig að liggja hjá lánveit- endum. „Að sjálfsögðu verða þeir að gefa eftir með greiðsluaðlögun en þegar upp er staðið fá þeir meira heldur en þegar einstaklingar verða gjaldþrota. Það munu allir hagnast á þessu.“ Bið eftir fjár- málaráðgjöf ➤ Magnús Stefánsson, fyrrver-andi félagsmálaráðherra, sagði mikilvægt að tryggja skuldurum samningsrétt, rétt til að halda eftir ákveðnu lág- marki tekna til framfærslu og heimilisrétt sem tryggði hús- næði sem uppfyllti lágmarks- kröfur. ➤ Félagsmálaráðherra ræddiþetta við viðskiptaráðherra sem skipaði nefnd um málið í mars í fyrra. GREIÐSLUAÐLÖGUN 24stundir/Þorkell Þyngri róður Lántakendur ráða ekki við afborganir. 4 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, boðar endurskoðun á reglugerð um bif- reiðamál hreyfihamlaðra en fjár- hæðir uppbóta og styrkja hafa ekki hækkað í mörg ár. Í ávarpi á þingi Sjálfsbjargar í gær kvaðst hún reiðubúin að ræða hvort rétt væri að útvíkka skilgreiningu á hugtak- inu „hreyfihömlun“ og jafnframt skoða mögulegar breytingar á skil- yrðum fyrir styrk sem nú byggjast á því að viðkomandi eða annar heimilismaður hafi ökuréttindi. Benti ráðherrann á að slíkt gæti komið sér illa fyrir ungt fólk sem býr á sambýli. „Svo má velta fyrir sér allt öðru fyrirkomulagi, til dæmis að binda greiðslur til hreyfi- hamlaðra einstaklinga ekki við ökutæki, heldur tengja þær ein- staklingum sem uppfylla tiltekin skilyrði.“ ibs Bifreiðamál hreyfihamlaðra Styrkir endurskoðaðir Verð á vörukörfu ASÍ breyttist lít- ið í flestum verslunum milli síð- ustu viku aprílmánaðar og ann- arrar viku í maí. Mest hækkaði verð vörukörfunnar í Nóatúni, um 1,9%, í 11-11 um 1,5% og í Samkaupum-Úrval um tæpt 1%. Mest lækkaði verð körfunnar í Nettó, um 2,7%. Litlar breytingar urðu á verði vörukörfunnar í öðrum versl- anakeðjum, en þar reyndist breytingin innan við 0,5% á tíma- bilinu en ASÍ hefur á síðustu vik- um fylgst með verðbreytingum í matvöruverslunum. Litlar verðbreytingar samkvæmt könnun ASÍ Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að ís- lenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart Hópbílaleigunni vegna missis hagnaðar, sem fyrirtækið hefði notið, hefði Vegagerðin ekki ákveðið að hafna tilboðum Hóp- bílaleigunnar í sérleyfisakstur og skólaakstur bæði á Suðurlandi og Suðurnesjum árið 2005. Jóhannes Karl Sveinsson, lög- maður Hópbílaleigunnar, segir dóminn sterka áminningu til verkkaupa sem bjóða út verk að vísa ekki bjóðendum og verktök- um frá á hæpnum forsendum. „Það getur komið hressilega nið- ur á þeim eins og í þessu máli.“ Að sögn Jóhannesar Karls er nú verið að reikna út þessar kröfur og þær verða kynntar ríkinu á næstu vikum. Í dómsorðum segir að á sínum tíma hafi ekkert komið fram um að Hópbílaleigan hafi ekki upp- fyllt þau skilyrði um fjárhagslegt og tæknilegt hæfi sem fólust í út- boðsgögnum um aksturinn á Suðurlandi og Suðurnesjum. Hópbílaleigan hafi verið með hagstæðasta tilboðið í aksturinn og því hafi Vegagerðinni ekki ver- ið heimilt að hafna tilboði fyrir- tækisins á þeim forsendum að það hefði ekki fjárhagslega og tæknilega burði til að standa við tilboð sitt. Ákvörðun Vegagerð- arinnar hafi því brotið gegn ákvæðum laga um útboð. atlii@24stundir.is Rútufyrirtæki fær bætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjá ökumenn í gær sem allir voru á bílum á nagladekkj- um en það er með öllu óheimilt á þessum árstíma. Nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk og því kemur trassa- skapurinn verulega við pyngjuna hjá áðurnefndum ökumönnum. Það sem af er vikunni hefur á þriðja tug ökumanna verið stöðv- aðir í umdæminu fyrir þessar sakir. Fimm þúsund fyrir hvert dekk Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Samtökin gerðu könnun á einnota brjóstapúðum, frá Natracare í 25 stykkja pakkningum. Verðmunur er töluverður eða 77% sem er 277 króna munur á lægsta og hæsta verði, þar sem Hagkaup komu ódýrast út en Lyfja var dýrust. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæmandi. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 77% munur á brjóstapúðum Ingibjörg Magnúsdóttir NEYTENDAVAKTIN Natracare brjóstapúðar 25 stk. Verslun Verð Verðmunur Hagkaup 359 Melabúðin 395 10,0 % Fjarðarkaup 416 15,9 % Lyf & heilsa 566 57,7 % Lyfjaver 569 58,5 % Lyfja 636 77,2 %

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.