24 stundir


24 stundir - 17.05.2008, Qupperneq 8

24 stundir - 17.05.2008, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Umræða um Evrópusambands- aðild virðist vera að vakna, eða öllu heldur koma upp á yfirborðið, í Sjálfstæðisflokknum. Stefna Sjálfstæðisflokksins gagn- vart Evrópusambandsaðild hefur hingað til verið sú að hún sé ekki á dagskrá. Á undanförnum misser- um hafa kröfur atvinnulífsins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan haft mikinn skilning á, um aðild að Evrópusambandinu orðið æ há- værari. Í vikunni kom í ljós ólík afstaða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns flokksins, og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til málefnisins. elias@24stundir.is Umræða um Evrópusambandsaðild hefur verið áberandi í Sjálfstæðisflokknum í vikunni Hver er stefnan í ESB-málum? 1 Stefnan Á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins 12.-15. apríl í fyrra var eftirfarandi stefna gagnvart Evr- ópusambandinu samþykkt: „Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins og mál- um er háttað. Mikilvægt er að sí- fellt sé í skoðun hvernig hags- munum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.“ Þjóðaratkvæði Þogerður Katr- ín Gunnarsdóttir hefur lýst því yfir að hún vilji opinskáa um- ræðu um Evrópusambandsaðild þar sem gallar séu metnir til jafns við kostina. Hún viðraði í upp- hafi vikunnar að hún vildi að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild, þó ekki fyrr en á næsta kjörtímabili, auk þess sem hún telur að breyta þurfi stjórnarskrá í tengslum við það. 2 3 Ekki tímabært Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra sagði hins vegar í vikunni að það væri ótímabært að ræða þjóð- aratkvæðagreiðslur og stjórn- arskrárbreytingar í tengslum við Evrópusambandsmál. Undir þetta hefur Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins, tekið þó að hann segi það liggja fyrir að ekki verði gengið í Evrópusam- bandið án þjóðaratkvæðis. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Reglugerðin sem dómsmálaráð- herra vinnur nú eftir er ekki einu sinni í samræmi við lögin frá Al- þingi og þar af leiðandi er hún and- stæð vilja Alþingis,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um nýlega reglugerð Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra um skil- yrði gjafsóknar. „Þetta eru slík vinnubrögð að þetta er með ólíkindum. Það er líka með ólíkindum að Alþingi skuli ekki bregðast við þegar það sam- þykkir lög og leyfir framkvæmda- valdinu að þrengja réttindi borgar- anna sem eru þó í lögunum.“ Tekjumörkin of lág Atli Gíslason, þingmaður og lög- fræðingur, tekur undir með Ragn- ari. „Þessi reglugerð hefur ekki laga- stoð,“ segir hann. „Af því að ráðherra gengur lengra en lögin heimila. „Lagagreinin heimilar ekki tekjumörk með þessum hætti. Hann er í rauninni að setja þarna nýjar reglur,“ útskýrir Atli. Hann segir tekjumörkin í reglugerðinni vera allt of lág miðað við lögin. „Reglan samkvæmt lögunum er að fjárhag þess sem sækist eftir gjaf- sókn sé þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í dóms- máli yrði honum fyrirsjáanlega of- viða,“ segir Atli og bætir við: „En nú er búið setja reglur þannig að það er búið að skerða þessa heimild.“ Fellur að lögum Björn Bjarnason svaraði þessari gagnrýni Atla á Alþingi á fimmtu- dag: „Ráðuneytið telur að hún falli að lögum enda hefði hún ekki verið sett nema vegna þess að ráðuneytið telur að hún falli að lögum.“ Treystir ráðherra „Ég er á móti öllum tilburðum til þess að þrengja rétt fólks til gjaf- sóknar og var mjög ósammála þeim breytingum sem gerðar voru á lög- unum á sínum tíma og er enn ósátt- ur við það fyrirkomulag sem nú er,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður og varaformaður Samfylk- ingarinnar. „Auðvitað þarf þingið að vera á tánum hvað þetta varðar, eins og allir ef einhver vafi er á að reglugerðir standist lög. Ég verð þó að geta treyst því að dómsmálaráð- herra fari að lögum, ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að hann hafi gert það.“ Hefur ekki lagastoð Gegn vilja Alþingis Ragnar Aðalsteinsson gagnrýnir reglugerð dómsmálaráðherra. ➤ Árið 2005 var heimild til aðveita gjafsókn þrengd mikið með lögum. ➤ Ingibjörg Sólrún Gísladóttirvar ein þeirra sem gagnrýndu breytinguna harðlega. LAGABREYTING 2005  Ragnar Aðalsteinsson segir reglugerð dómsmálaráðherra vinna gegn vilja Alþingis Vegagerðin hefur lagt fram til- lögu að matsáætlun til Skipu- lagsstofnunar fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hvera- gerði. Verkfræðistofan Línu- hönnun verkstýrir mati á um- hverfisáhrifum fyrir hönd framkvæmdaraðila, en byggja á svonefndan 2+2-veg með mislægum vegamótum á allt að sjö stöðum. Gert er ráð fyr- ir að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Í áætluninni kemur fram að gert sé ráð fyrir mislægum gatnamótum við Bolaöldur, við vegamót Þrengslavegar, við Hellisheiðarvirkjun og við Hverahlíðarvirkjun á Hellis- heiði. aí Suðurlandsvegur Sjö mislæg gatnamót Þinglýstum fasteignakaup- samningum heldur áfram að fækka og í vikunni, sem er að líða, var 45 slíkum samn- ingum þinglýst á höfuðborg- arsvæðinu, þremur á Akureyri og fjórum á Árborgarsvæðinu. Vikuna á undan var 62 samn- ingum þinglýst á höfuðborg- arsvæði, tólf á Akureyri og átta á Suðurlandi. Heild- arveltan á markaði á höf- uðborgarsvæði var 1,4 millj- arðar króna í vikunni. mbl.is Fasteignamarkaður Kaupsamn- ingum fækkar HEIMASÍMI NET GSM EITT MÍNÚTUVERÐ BARA 14,90 KR. Hjá Tali borgar þú bara eitt mínútugjald í alla GSM innanlands. Þú getur líka verið með allan pakkann frá 3.990 kr. á mánuði – 0 kr. úr heimasíma í alla heimasíma innanlands, 14,90 kr. í alla GSM innanlands og ótakmarkað niðurhal.* Ef þú kaupir allan pakkann á www.tal.is og greiðir með kreditkorti færðu fyrsta mánuðinn frían. www.tal.is | Síðumúla 32, 108 Reykjavík | Þjónustuver 1817 | Skrifstofa 445 1600 | tal@tal.is *S am kv æ m t sk ilm ál um .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.