24 stundir - 17.05.2008, Page 8

24 stundir - 17.05.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Umræða um Evrópusambands- aðild virðist vera að vakna, eða öllu heldur koma upp á yfirborðið, í Sjálfstæðisflokknum. Stefna Sjálfstæðisflokksins gagn- vart Evrópusambandsaðild hefur hingað til verið sú að hún sé ekki á dagskrá. Á undanförnum misser- um hafa kröfur atvinnulífsins, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan haft mikinn skilning á, um aðild að Evrópusambandinu orðið æ há- værari. Í vikunni kom í ljós ólík afstaða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns flokksins, og Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til málefnisins. elias@24stundir.is Umræða um Evrópusambandsaðild hefur verið áberandi í Sjálfstæðisflokknum í vikunni Hver er stefnan í ESB-málum? 1 Stefnan Á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins 12.-15. apríl í fyrra var eftirfarandi stefna gagnvart Evr- ópusambandinu samþykkt: „Sjálfstæðisflokkurinn telur aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins og mál- um er háttað. Mikilvægt er að sí- fellt sé í skoðun hvernig hags- munum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.“ Þjóðaratkvæði Þogerður Katr- ín Gunnarsdóttir hefur lýst því yfir að hún vilji opinskáa um- ræðu um Evrópusambandsaðild þar sem gallar séu metnir til jafns við kostina. Hún viðraði í upp- hafi vikunnar að hún vildi að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild, þó ekki fyrr en á næsta kjörtímabili, auk þess sem hún telur að breyta þurfi stjórnarskrá í tengslum við það. 2 3 Ekki tímabært Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra sagði hins vegar í vikunni að það væri ótímabært að ræða þjóð- aratkvæðagreiðslur og stjórn- arskrárbreytingar í tengslum við Evrópusambandsmál. Undir þetta hefur Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins, tekið þó að hann segi það liggja fyrir að ekki verði gengið í Evrópusam- bandið án þjóðaratkvæðis. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Reglugerðin sem dómsmálaráð- herra vinnur nú eftir er ekki einu sinni í samræmi við lögin frá Al- þingi og þar af leiðandi er hún and- stæð vilja Alþingis,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður um nýlega reglugerð Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra um skil- yrði gjafsóknar. „Þetta eru slík vinnubrögð að þetta er með ólíkindum. Það er líka með ólíkindum að Alþingi skuli ekki bregðast við þegar það sam- þykkir lög og leyfir framkvæmda- valdinu að þrengja réttindi borgar- anna sem eru þó í lögunum.“ Tekjumörkin of lág Atli Gíslason, þingmaður og lög- fræðingur, tekur undir með Ragn- ari. „Þessi reglugerð hefur ekki laga- stoð,“ segir hann. „Af því að ráðherra gengur lengra en lögin heimila. „Lagagreinin heimilar ekki tekjumörk með þessum hætti. Hann er í rauninni að setja þarna nýjar reglur,“ útskýrir Atli. Hann segir tekjumörkin í reglugerðinni vera allt of lág miðað við lögin. „Reglan samkvæmt lögunum er að fjárhag þess sem sækist eftir gjaf- sókn sé þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í dóms- máli yrði honum fyrirsjáanlega of- viða,“ segir Atli og bætir við: „En nú er búið setja reglur þannig að það er búið að skerða þessa heimild.“ Fellur að lögum Björn Bjarnason svaraði þessari gagnrýni Atla á Alþingi á fimmtu- dag: „Ráðuneytið telur að hún falli að lögum enda hefði hún ekki verið sett nema vegna þess að ráðuneytið telur að hún falli að lögum.“ Treystir ráðherra „Ég er á móti öllum tilburðum til þess að þrengja rétt fólks til gjaf- sóknar og var mjög ósammála þeim breytingum sem gerðar voru á lög- unum á sínum tíma og er enn ósátt- ur við það fyrirkomulag sem nú er,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður og varaformaður Samfylk- ingarinnar. „Auðvitað þarf þingið að vera á tánum hvað þetta varðar, eins og allir ef einhver vafi er á að reglugerðir standist lög. Ég verð þó að geta treyst því að dómsmálaráð- herra fari að lögum, ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að hann hafi gert það.“ Hefur ekki lagastoð Gegn vilja Alþingis Ragnar Aðalsteinsson gagnrýnir reglugerð dómsmálaráðherra. ➤ Árið 2005 var heimild til aðveita gjafsókn þrengd mikið með lögum. ➤ Ingibjörg Sólrún Gísladóttirvar ein þeirra sem gagnrýndu breytinguna harðlega. LAGABREYTING 2005  Ragnar Aðalsteinsson segir reglugerð dómsmálaráðherra vinna gegn vilja Alþingis Vegagerðin hefur lagt fram til- lögu að matsáætlun til Skipu- lagsstofnunar fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hvera- gerði. Verkfræðistofan Línu- hönnun verkstýrir mati á um- hverfisáhrifum fyrir hönd framkvæmdaraðila, en byggja á svonefndan 2+2-veg með mislægum vegamótum á allt að sjö stöðum. Gert er ráð fyr- ir að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Í áætluninni kemur fram að gert sé ráð fyrir mislægum gatnamótum við Bolaöldur, við vegamót Þrengslavegar, við Hellisheiðarvirkjun og við Hverahlíðarvirkjun á Hellis- heiði. aí Suðurlandsvegur Sjö mislæg gatnamót Þinglýstum fasteignakaup- samningum heldur áfram að fækka og í vikunni, sem er að líða, var 45 slíkum samn- ingum þinglýst á höfuðborg- arsvæðinu, þremur á Akureyri og fjórum á Árborgarsvæðinu. Vikuna á undan var 62 samn- ingum þinglýst á höfuðborg- arsvæði, tólf á Akureyri og átta á Suðurlandi. Heild- arveltan á markaði á höf- uðborgarsvæði var 1,4 millj- arðar króna í vikunni. mbl.is Fasteignamarkaður Kaupsamn- ingum fækkar HEIMASÍMI NET GSM EITT MÍNÚTUVERÐ BARA 14,90 KR. Hjá Tali borgar þú bara eitt mínútugjald í alla GSM innanlands. Þú getur líka verið með allan pakkann frá 3.990 kr. á mánuði – 0 kr. úr heimasíma í alla heimasíma innanlands, 14,90 kr. í alla GSM innanlands og ótakmarkað niðurhal.* Ef þú kaupir allan pakkann á www.tal.is og greiðir með kreditkorti færðu fyrsta mánuðinn frían. www.tal.is | Síðumúla 32, 108 Reykjavík | Þjónustuver 1817 | Skrifstofa 445 1600 | tal@tal.is *S am kv æ m t sk ilm ál um .

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.