24 stundir - 17.05.2008, Síða 10

24 stundir - 17.05.2008, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Önnur umferð forsetakosning- anna í Simbabve mun fara fram þann 27. júní. Frá þessu var greint í gær. Kosið verður milli Roberts Mugabe, núverandi for- seta, og Morgans Tsvangirai, frambjóðanda stjórnarandstöð- unnar, sem hlaut flest atkvæði í fyrri umferðinni. Tsvangirai hafði áður hótað að sniðganga kosningarnar. aí Kosningar í Simbabve Seinni umferðin verður 27. júní Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Kínversk stjórnvöld hyggjast hefja rannsókn á því hvers vegna mikill fjöldi skólabygginga hrundi til grunna í jarðskjálftanum í Sichu- an-héraði á mánudaginn. Jafn- framt hefur verið gefin út viðvörun um að þeim sem ábyrgð báru á óvönduðum vinnubrögðum við byggingu skólabygginganna verði refsað. Áætlað er að um sjö þúsund skólar hafi eyðilagst í héraðinu í skjálftanum sem mældist 7,9 stig á Richterskvarða. Þúsundir barna grófust undir rústum skóla sinna, en þau voru ýmist í tíma eða sof- andi í skólanum sínum er skjálft- inn reið yfir. Öflugur eftirskjálfti, sem mæld- ist 5,9 stig á Richter, skók hamfara- svæðið í gær og hafði aurskriður í för með sér sem lokuðu vegum og skemmdu símalínur. Engin miskunn Kínverska fréttastofan Xinhua segir að ráðuneyti húsnæðismála hafi fyrirskipað sveitarstjórnum að rannsaka orsakir þess að skóla- byggingar hrundu í skjálftanum. Menntamálaráðherrann Han Jin segir að ef gallar séu í skólabygg- ingum þá muni stjórnvöld mis- kunnarlaust taka á þeim sem ábyrgðina bera og gefa almenningi viðunandi svör. „Við viljum votta öllum kennurum og nemendum sem misstu dýrmæt líf sín í skjálft- anum okkar dýpstu virðingu.“ Fréttir hafa borist af því að hundruð barna hafi orðið undir rústum fjölda skóla í héraðinu. Vegna þeirrar stefnu Kínastjórnar að hjón megi einungis eignast eitt barn er staðreyndin sú að mikill fjöldi foreldra hefur misst sitt eina barn. Brestir í stíflu Tugþúsundir kínverskra her- manna eru nú að störfum á ham- farasvæðunum. Hafa stjórnvöld búið til sérstakar rýmingaráætlanir vegna hættu á að stíflur á svæðinu bresti, haldi úrhellisrigningin áfram, en hún hefur gert hjálpar- starfsmönnum mjög erfitt fyrir í vikunni. Að sögn er ástandið á stíflum hvað verst í Wenchuan, Beichuan og fleiri stöðum næst upptökum jarðskjálftans. Íslendingar veita stuðning Fljótlega eftir skjálftann lýstu stjórnvöld í Kína yfir að þau hygð- ust þiggja alla þá erlendu aðstoð vegna jarðskjálftanna sem berst. Bæði Japanar og Taívanar hafa boðið fram aðstoð, en samskipti þeirra og Kínastjórnar hafa ekki verið sem best síðustu ár. Íslensk stjórnvöld ákváðu á fimmtudaginn að veita Kínverjum aðstoð upp á 7,8 milljónir króna vegna hamfaranna. Rennur féð til hjálparstarfs kínverska Rauða krossins sem sinnt hefur neyðar- hjálp í kjölfar skjálftans. Í tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu segir að ákvörðun um fjárframlagið hafi verið tekin að höfðu samráði við kínversk stjórnvöld. Kínverjar rannsaka illa reist skólahús  Þúsundir kínverskra skólabarna létust er þau grófust undir rústum illa byggðra skóla ➤ Jarðskjálftinn reið yfirskömmu eftir hádegi á mánu- daginn og mældist hann 7,9 stig á Richterskvarða. ➤ Kínversk stjórnvöld óttast aðrúmlega 50 þúsund manns hafi farist í skjálftanum. ➤ Áætlað er að fimm milljónirmanna hafi misst heimili sín. SKJÁLFTINN NordicPhotos/AFPHarmleikur Fjöldi fullorðinna missti sitt eina barn í skjálftanum. Tæplega fimmtug bandarísk kona hefur verið ákærð fyrir þátt sinn í að blekkja 13 ára stúlku á MySpace-vefnum sem leiddi til þess að stúlkan svipti sig lífi. Í ákæru segir að Lori Drew hafi búið til MySpace-síðu þar sem hún þóttist vera 16 ára strákur og átti í samskiptum við Megan Meier um fjögurra vikna skeið. Megan hengdi sig á heimili sínu í St. Louis í Mis- souri-ríki síðla árs 2006, innan við klukkustund eftir að hafa fengið skilaboð frá „stráknum“ um að heimurinn væri betri staður ef hennar nyti ekki við. Að sögn þjáðist Megan af þung- lyndi og hafði lélegt sjálfstraust og segir móðir Megan að Drew hafi verið fullkunnugt um veikindi Megan, en Drew bjó í næsta ná- grenni við þær mæðgur. Saksókn- arar segja Drew upphaflega hafa stofnað síðuna til að komast að því hvað Megan hefði um dóttur sína að segja. Drew neitar sök í málinu en á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði hún fundin sek. aí Kona villti á sér heimildir á MySpace Ákærð fyrir blekkingu Blekkingar Megan átti við þunglyndi að stríða. STUTT ● Verkfall Flugvellirnir í Björg- vin, Molde og Kristiansand í Noregi voru allir lokaðir í gær vegna verkfalls flugvallarstarfs- manna. ● Stríð John McCain, forseta- frambjóðandi Repúblík- anaflokksins í Bandaríkjunum, sagðist á fimmtudag telja að sigur gæti unnist í Íraksstríðinu fyrir lok 2013. ● Koddaslagur Lögregla í Leeds reynir nú að koma í veg fyrir að fjöldakoddaslagur eigi sér stað í borginni um næstu helgi, eftir að íbúar nærri fyr- irhuguðum „vígvelli“ lögðu fram kvörtun. Koddaslagurinn hefur verið í undirbúningi á Facebook-síðunni og hafði fjöldi fólks boðað komu sína með kodda í hönd. Síðustu meðlimir dómsdags- safnaðarins, sem lokuðu sig af í helli í rússnesku óbyggð- unum í nóvember, hafa gefist upp. Söfnuðurinn beið enda- loka alheimsins í hellinum, sem er 650 kílómetrum suð- austur af Moskvu. Átta menn og ein kona gáfu sig fram á fimmtudaginn, en upphaflega höfðu 35 manns komið sér fyrir í hellinum. Að sögn lagði mikinn óþef frá hellinum, en þar voru lík tveggja meðlima. Dó annar úr hungri og hinn úr krabba- meini. aí Dómsdagssöfnuðurinn Þeir síðustu gáfust loks upp Osama bin Laden, leiðtogi al- Qaeda, segir í ávarpi sem birt var á vefsíðu í gær að þau muni halda áfram heilögu stríði sínu gegn Ísrael og bandamönnum þar til Palest- ína verði frelsuð. Bin Laden segir einnig að baráttan fyrir málstað Palestínu sé mikil- vægasti hvatinn að stríði al- Qaeda gegn Vesturlöndum. aí Ný upptaka með Osama Stríð áfram

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.