24 stundir - 17.05.2008, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Þeir sem hafa kvartað undan aðgerðaleysi stjórnvalda vegna efna-
hagsvandans að undanförnu hafa nú fengið það sem þeir biðu eftir.
Seðlabankinn einkum og sér í lagi tók myndarlega til hendinni í gær
er sagt var frá gjaldmiðlaskiptasamningum, sem bankinn hefur gert
við norræna seðlabanka.
Þessir samningar auka ekki einvörðungu svigrúm Seðlabankans til
að styðja við bakið á íslenzku bönkunum. Þeir sýna að þrátt fyrir oft
og tíðum óábyrga umræðu um íslenzkt efnahagslíf í nágrannalöndum
okkar hafa seðlabankar þessara ríkja trú á hagkerfinu.
Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um breytingar á Íbúðalánasjóði og
aðhald í opinberum fjármálum eru líka til bóta. Það var löngu tíma-
bært að gera breytingar á íbúðalánastarfsemi ríkisins, en vaxtastefna
sjóðsins hefur iðulega unnið gegn markmiðum Seðlabankans í barátt-
unni við verðbólguna. Verði félagslegt hlutverk sjóðsins aðskilið betur
frá annarri lánastarfsemi, þýðir það væntanlega eðlilegra samkeppn-
isumhverfi á fasteignalánamarkaðnum, sem er reyndar ekki beysinn
nú um stundir.
Hvað yfirlýsing forsætisráðherra um að „styrkja umgjörð fjár-
málastefnunnar“ þýðir nákvæmlega, er ekki ljóst. Væntanlega þýðir
hún sparnað og aðhald í ríkisrekstrinum og að staðið verði gegn kröf-
um um áframhaldandi aukningu ríkisútgjalda. Kannski hefði mátt
orða það skýrar.
Viðbrögð markaðarins við þessum aðgerðum og yfirlýsingum voru
mjög jákvæð; gengi krónunnar snarhækkaði, hluta-
bréf hækkuðu í verði og skuldatryggingarálag rík-
issjóðs og íslenzku bankanna á útlendum mörk-
uðum lækkaði, sem þýðir að erlendir fjárfestar telja
áhættuna í íslenzku viðskiptalífi hafa minnkað.
Það á eftir að koma í ljós hvort þessi jákvæðu
áhrif haldast. Hitt er klárt mál, að hér er fyrst og
fremst um aðgerðir til skemmri tíma að ræða.
Spurningin sem þarf að ræða til lengri tíma litið
er hvort krónan, sveiflukennd og veik fyrir spá-
kaupmennsku og utanaðkomandi áföllum, dugir
íslenzku efnahagslífi til frambúðar eða hvort trú-
verðugri gjaldmiðill þarf að koma til.
Aðgerðir til
skemmri tíma
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Ef íhaldið í Reykjavík byggi yfir
sömu viðbragssnerpu og sama
innri styrk og Gunnar bakari og
hans lið á Skag-
anum sýndu í
þessu máli væri
borgarstjórn-
arflokkur Sjálf-
stæðisflokksins
ekki rjúkandi
rúst. Það eru
greinilega miklu
reyndari menn og
staðfastari við stjórnvöl flokksins
á Skaga en í Reykjavík. Kannski
Sjálfstæðisflokkurinn í borginni
geti frelsað sjálfan sig úr eymd-
inni sem Styrmir Gunnarsson
hefur lýst af dæmafárri innsýn og
þrótti í Morgunblaðinu með því
að fá Gunnar bakara í framboð í
næstu borgarstjórnarkosningum.
Össur Skarphéðinsson
eyjan.is/goto/ossur
BLOGGARINN
Skarpir á Skaga
Tíminn til að fjalla um frum-
varpið í heilbrigðisnefnd er afar
stuttur og því greip formaðurinn
til þess ráðs að
senda málið til
umsagnar í eigin
nafni áður en það
hafði verið rætt í
þingsölum. Þetta
er ótrúlegt dóm-
greindarleysi og
sýnir valdhroka
gagnvart þinginu.
Það er ölllum ljóst að frumvarpið
er sannkallað „óskabarn“ for-
mannsins, Ástu Möller sem hefur
talað meira fyrir einkarekstri í
heilbrigðiskerfinu en nokkur
annar þingmaður. Það dugar
henni þó ekki til að fara á svig við
þingskaparlög.
Valgerður Sverrisdóttir
valgerdur.is
Óskabarn Ástu
Með skattalækkun er fé fært frá
ríkinu, sem kann lítt með það að
fara, og til einstaklinganna, sem
nýta það miklu
betur, annað-
hvort til eigin
ánægjuauka eða í
sparnað og með
honum fjárfest-
ingu. Ríkisstjórn-
in hefur þegar til-
kynnt, að tekju-
skattur á fyrir-
tæki verði lækkaður úr 18% í
15% frá og með næstu áramót-
um. Það er skref í rétta átt, en
vegna fyrirsjáanlegs samdráttar
ætti að ganga enn lengra og lækka
tekjuskattinn niður í 12%. Jafn-
framt ætti að lækka tekjuskatt á
einstaklinga verulega, til dæmis
um 2%.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
hannesgi.blog.is
Skattalækkanir
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Hvað gerir embættismaður þeg-
ar stjórnmálin eru í rugli og
framkvæmdavaldið kann ekki fótum sínum forráð?
Flestir ganga til vinnu sinnar eins og vant er og gera
það sem þeim er sagt. Sumir geta það ekki og segja upp
störfum. En ef þeir eru spurðir af hverju, vísa þeir til
þagnarskyldunnar og þess hlutverks embættismanna
að vera trúr því að framfylgja stefnu stjórnvalda án
þess að æmta – hversu vitlaus sem hún er – jafnvel þótt
hún standist ekki lög og sé almenningi til skaða. Holl-
ustan við skyldur embættismannsins nær fram í and-
látið hjá þeim sem telja sig trúustu þjónana. Af hátt í
tuttugu embættismönnum sem 24 stundir ræddu við,
vildi aðeins einn fyrrverandi embættismaður tala und-
ir nafni. Sumir vildu alls ekki segja neitt en margir
vildu lýsa aðstæðum án þess að láta nafns síns getið.
Púa á leikreglur lýðræðisins
Embættismenn borgarkerfisins bera sig illa þessa
dagana. Þeir segja mikið af vinnutíma sínum fara í að
útbúa auglýsingabrellur fyrir formenn fagráða sem róa
lífróður fyrir pólitískri framtíð sinni. Stefnumótun sé
unnin fyrir ruslafötur. Stjórnsýslan sé sjúskuð og
ómarkviss og oft teknar pólitískar skyndiákvarðanir án
þess að minnsta tilraun sé gerð til að feta leið lýðræð-
isins. „Borgarfulltrúar stýra fjölskipuðu ráði. Þeir
mega ekki taka ákvarðanir framhjá ráðinu, en sumir
púa bara á það,“ segir NN í Reykjavík. „Formennirnir
eiga ekki að vera einráðir, en við embættismennirnir
getum ekki farið að munnhöggvast við þá eða lýsa per-
sónulegum skoðunum opinberlega. Skyldur okkar
gagnvart stjórnmálamönnum eru skýrar. Við verðum
að fylgja pólitískri stefnu hverju sinni og gangi það
gegn sannfæringu okkar er ekki annað að gera en að
láta af störfum,“ segir NN.
Setja mál í hægagang
Annar NN sem einmitt lét af störfum í Reykjavík af
slíkum ástæðum segir embættismenn hafa nokkrar
leiðir til að láta ekki ráðskast með sig. Þeir geta rætt við
stjórnmálamanninn í trúnaði og útskýrt fyrir honum
hvers vegna þessi eða hin ákvörðunin gangi ekki upp.
Taki stjórnmálamaðurinn ekki rökum eða skilji ekki
dæmið, lendi mál gjarnan í hægagangi og bið eftir því
Já ráðherra – já borgarfulltrúi
SKÝRING