24 stundir - 17.05.2008, Síða 19
24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 19
Áætlað er að fjármagns-
tekjuskattur skili ríflega 30
milljörðum króna í ríkis-
sjóð í ár en skatturinn hef-
ur skipað æ stærri sess í
tekjum ríkissjóðs frá því
hann var tekinn upp 1997.
Í vefriti fjármálaráðuneyt-
isins kemur fram að fjár-
magnstekjuskatturinn, sem
hefur frá upphafi verið
flatur 10 prósenta skattur,
hafi í upphafi verið 1,7
prósent af tekjum ríkissjóðs en 6 prósent árið 2006.
Stofn fjármagnstekjuskattsins, sem leggst fyrst og fremst á ein-
staklinga, eru eignatekjur hvers konar, svo sem vaxtatekjur, arður,
leigutekjur og söluhagnaður. Dregið hefur úr hlut vaxtatekna þrátt
fyrir mikinn vöxt þeirra á undanförnum árum. Í dag eru vaxtatekj-
urnar aðeins liðlega fimmtungur skattstofnsins og rúmur helmingur
þar af eru vextir af bankainnistæðum. ibs
Skilar 30 milljörðum í ríkissjóð
Háskólinn á Bifröst býður nú
upp á nýja þjónustu við fyrirtæki
sem eru í leit að starfsfólki og
nemendur í leit að starfi, svokall-
að Framatorg. Fyrirtækjum býðst
að birta starfsauglýsingar sér að
kostnaðarlausu en atvinnuaug-
lýsingarnar eru eingöngu að-
gengilegar nemendum sem eru
innskráðir á vef skólans,
www.bifrost.is. Einnig geta fyr-
irtæki óskað eftir samstarfi við
nemendur vegna misserisverk-
efna eða lokaverkefna. ibs
Störf auglýst á
Framatorgi
Samkomulag hefur orðið um að
Sigurður Jónsson láti af störfum
framkvæmdastjóra Samtaka
verslunar og þjónustu hinn 1.
júní næstkomandi. Andrés Magn-
ússon, fyrrum framkvæmdastjóri
Félags íslenskra stórkaupmanna,
tekur við af starfinu af Sigurði,
sem mun taka að sér önnur verk-
efni fyrir atvinnurekendur.
Þá mun Guðbjörg Sesselja Jóns-
dóttir taka við starfi skrifstofu-
stjóra SVÞ af Óskari Björnssyni í
lok mánaðarins. aí
Andrés tekur
við af Sigurði
Skrifstofa borgarstjóra
• Tungumálakunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu
og riti.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum,
metnaður til að ná árangri í starfi.
Um er að ræða spennandi og krefjandi starf fyrir
metnaðarfullan einstakling sem er reiðubúinn að sýna
frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Æskilegt er
að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Borgarstjóri er næsti yfirmaður mannréttindastjóra.
Laun eru samkvæmt ákvörðun Kjaranefndar
Reykjavíkurborgar. Umsóknir skal færa inn á heimasíðu
Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is eigi síðar en 26.
maí nk. Upplýsingar um starfið veita
Anna G. Ólafsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu
borgarstjóra, og Hallur Páll Jónsson, mannauðsstjóri
Reykjavíkurborgar, í síma 411 1111.
Hlutverk mannréttindaráðs er að sjá til þess að mann-
réttindastefnu Reykjavíkurborgar sé fylgt eftir og hún
kynnt. Í því felst vinna að sérstakri framkvæmdaáætlun
mannréttindamála í samvinnu við svið og skrifstofur
borgarinnar og hagsmunahópa, samhliða starfs- og
fjárhagsáætlunum. Enn fremur ber mannréttindaráði að
stuðla að þekkingaröflun og miðlun upplýsinga á sviði
mannréttindamála.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar
endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heima-
síðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar
upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsemenn sem þú þarft að ná í.
Staða mannréttindastjóra laus
til umsóknar
Hlutverk og ábyrgðarsvið
• Standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað
vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða, aldurs,
stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, efna-
hags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar
stöðu.
• Undirbúa fundi mannréttindaráðs og fylgja eftir
ákvörðunum ráðsins.
• Vinna, ásamt mannréttindaráði, framkvæmda-
áætlun mannréttindamála.
• Efla samráð innan borgarinnar í þeim málum sem
mannréttindastefnan nær til.
• Eiga samvinnu við stofnanir, félög og önnur
sveitarfélög um mannréttindamál.
• Leiða samráð við tilnefnda mannréttindafulltrúa á
sviðum Reykjavíkurborgar.
• Taka þátt í samstarfi stjórnenda hjá
Reykjavíkurborg.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Þekking á eða reynsla af störfum á þessu sviði
æskileg.
• Víðtæk reynsla og þekking af opinberri
stjórnsýslu æskileg.
• Stjórnunar-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
Auglýsingasíminn er 510 3744
FIMLEIKASAMBAND ÍSLANDS 40 ÁRA Míla sendir Fimleikasambandi Íslands
hamingjuóskir á 40 ára afmælisdaginn
og óskar sambandinu heilla í framtíðinni.
Míla er aðalstyrktaraðili Fimleikasambands Íslands.
Kraftur, tækni, sveigjanleiki - virðing, forysta, traust ...
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
33
71
6