24 stundir - 17.05.2008, Síða 25

24 stundir - 17.05.2008, Síða 25
24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 25 Úr yfirheyrslum 28. ágúst 2002 og 29. ágúst 2002. Þegar Tryggvi var beðinn um að taka afstöðu til sakarefnisins sagði hann „þetta sakarefni ekki eiga við rök að styðjast. Hann kveðst ekki hafa átt þátt í neinum fjárdrætti eða umboðssvikum. Hann segir mál- ið byggja á persónulegu hatri Jóns Geralds Sullenberger í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.“ „Tryggvi kveðst telja að árið 1996 eða 1997 hafi kviknað hjá þeim Jóni Ásgeiri og Jóni Gerald sú hugmynd að kaupa bát á Flórída sem þeir hafi ætlað að eiga sam- an, sem persónulega eign. Jón Ás- geir hafi sagt sér frá því að hann ásamt Jóhannesi Jónssyni hafi lagt fram fjármuni, að hann minni um 20 milljónir króna vegna kaupa á bátnum og Jón Gerald lagt fram fjármuni á móti. Þannig kveðst Tryggvi halda að þeir feðgar hafi átt að eiga helm- ingshlut í bátnum á móti Jóni Geraldi … Þeir feðgar hafi með þeim peningasendingum eignast kröfu í bátinn sem síðar hafi átt að breyta í hlutafé í bátnum. Að- spurður kveðst Tryggvi ekki vita hvaðan peningarnir frá feðg- unum komu … Nánar aðspurður kveðst Tryggvi ekki vita til þess að þær greiðslur hafi runnið úr sjóðum Bónus-verslananna, enda segir hann þessi viðskipti með bátinn hafa verið persónulega eign þeirra feðga og ekki hafa neitt með Bónus að gera.“ Varðandi Nordica-reikningana segir Tryggvi „alla þá reikninga sem Baugi hafi borist frá Nordica Inc vera lögmæta og ekkert sak- næmt í tengslum við þá“. Þegar hann var spurður um þá 12 þúsund dollara sem greiddust mánaðarlega til Jóns Geralds og hann hélt fram að væri vegna bátsins sagðist Tryggvi „ekki sjá betur en að þetta séu þær 12.000,- USD sem … varði greiðslurnar til Jóns Geralds sem fyrst og fremst hafi verið ætlaðar til að mæta launakostnaði Jóns Geralds og snúi að hans umsýslu fyrir Baug hf.“ Undir lok einnar yfirheyrsl- unnar segist Tryggvi „ekki hafa komið oft í þennan bát. Hann segir starfsmenn Baugs hf. ekki hafa aðgang að bátnum, þeir Jó- hannes, Jón Ásgeir og Jón Gerald eigi hann og noti hann sjálfir.“ Tryggvi Jónsson Neitar fjárdrætti og umboðss- vikum Úr yfirheyrslum 29. ágúst 2002, 10. febrúar 2003, 11. mars 2003. Jón Ásgeir sagðist neita sök varðandi fjárdrátt vegna Thee Vik- ing. „Hann kveðst ekki geta séð það hvernig hann geti verið grunaður um fjárdrátt í tengslum við rekstur báts sem hann eigi ekkert í … Jón Ásgeir segir að Fjárfestingafélagið Gaumur ehf. hafi lánað Jóni Ger- aldi u.þ.b. 38 milljónir króna vegna viðskipta Jóns Geralds, meðal ann- ars vegna fjármögnunar á þessum báti … þessi fjárhæð 38 milljónir standi sem skuld á viðskipta- mannareikningi Jóns Geralds hjá Gaumi ehf. … Hann telur þó rétt að það komi fram að Jón Gerald sé búinn að hafa í hótunum við sig og fjölskyldu sína, eftir að Baugur-Að- föng hf. sleit viðskiptum við fyr- irtæki hans Nordica Inc.“ Varðandi föstu mánaðarlegu greiðslurnar til Nordica sagði Jón Ásgeir að rekstur Nordica hefði ekki gengið sem best og að Baugur hefði viljað „virkja hann áfram til að koma Baugi hf. í sambandi við nýja viðskiptamenn í Bandaríkjun- um … Þannig hafi verið gert sam- komulag við Jón Gerald þess efnis að Baugur hf. styrkti Jón Gerald í sínum rekstri með beinum fjár- framlögum gegn því að hann veitti þeim þá þjónustu að leita áfram að vænlegum viðskiptatengslum í Bandaríkjunum. Jón Ásgeir segir að þessar greiðslur sem bornar hafi verið undir hann séu styrkur sem Jón Gerald hafi fengið frá Baugi hf. Jón Ásgeir kveðst ekkert vita hvernig Jón Gerald hafi ráðstafað þessum fjármunum, hann hafi ráð- ið því sjálfur. Þess vegna kveðst Jón Ásgeir ekkert vita um það hvort Jón Gerald hafi notað þessa fjár- muni í bátinn eða eitthvað ann- að … Jón Ásgeir segir alveg ljóst að þeir feðgar hafi aldrei átt neitt í þessum báti.“ Þegar Jón Ásgeir var spurður á hverju kreditreikningurinn frá SMS byggði sagði hann að „þetta byggðist held ég á einhverjum fyr- irhuguðum kaffiviðskiptum. … þetta var reikningur sem fór bara inn og út held ég.“ Síðar sagði Jón Ásgeir að hann haldi að „þetta hafi verið fyrirframgreiddur af- sláttur, held ég, ég þekki þetta mál ekki nógu mikið til þess að geta tjáð mig um það, frekar en ég þekki kreditfærslur hingað og þangað í fyrirtækinu. Um það sem kemur inn á borð hjá mér og ég tek ákvörðun um, skal ég segja ykkur alla söguna.“ Síðar segir hann að hann viti „fyrir „fakt“ að SMS pen- ingurinn kom aldrei og það varð aldrei af þessum viðskiptum vegna þess að kaffi-„dílerar“ hérna heima stoppuðu þá og þess vegna var hann færður út.“ Þegar Jóni Ásgeiri er sagt að feðgarnir sem reka SMS hafi báðir sagt við yfirheyrslur að kredit- reikningurinn hafi verið tilhæfu- laus segir hann að „það er ekki það sem ég hef fengið frá þeim … en þú veist „bottomline“ er að mér er ekki sögð þessi saga svona. Það er allavega það sem ég hef heyrt í mín eyru og heyrt Níls [Niels] segja frá í mín eyru, að þá sé þetta ekki svona.“ Síðar segir hann varðandi Jón Gerald að hann sé „maður sem er búinn að ljúga upp á mig og hóta mér morði og ég gef bara ekki mikið fyrir hans orð þó þið gerið það.“ Jón Ásgeir Jóhannesson Gef ekki mikið fyrir orð manns sem hótaði mér morði Úr yfirheyrslum 10. september 2002. Niels, sem var framkvæmda- stjóri SMS í Fær- eyjum, sagði að Tryggvi hefði óskað eftir kred- itreikningi frá SMS um mitt ár 2001 upp á tæplega 47 milljónir. Niels sagði einnig að þeir hefðu rætt þetta mál áður. „Hann segir Tryggva ekki hafa skýrt sér frá því hvernig hann hygðist nota kred- itreikninginn í þágu Baugs hf. Niels segir að það hafi aldrei hvarflað að honum að Baugur hf myndi nota kreditreikninginn í bókhald Baugs hf., enda kveðst Niels vita að Tryggvi er löggiltur endurskoðandi.“ Síðar vildi Niels fá að breyta framburði sínum og skýra frá því hvernig þetta raun- verulega átti sér stað. Hann segir að Tryggvi hafi hringt í sig og „ósk- að eftir tilhæfulausum kreditreikn- ingi frá SMS stíluðum á Baug … Hann segir föður sinn hafa útbúið kreditreikninginn að beiðni og for- skrift Tryggva og sent hann með símbréfi til Íslands … Niels tekur það fram að Baugur hf. eigi 50% í SMS og því séu þeir mjög háðir Baugi hf. á margan hátt.“ Niels sagði að 2. september 2002, stuttu eftir húsleitina í höfuðstöðvum Baugs, hafi Tryggvi hringt í sig og viljað fund. Hann segir að á þeim fundi hafi Tryggvi „óskað eftir því að Niels gæfi lögreglu ranga skýr- ingu á tilurð kreditkortareiknings- ins ef lögregla kæmi til með að spyrja hann út í þennan kreditkortareikning...Niels kveðst hafa gefið honum vilyrði fyrir því að gefa lögreglu þær skýringar.“ Niels Heine Mortensen Breytti framburðinum Úr yfirheyrslum 29. ágúst 2002 og 3. apríl 2003. Varðandi Thee Viking sagðist Jóhannes „ekki hafa nýtt sér umræddan bát nema í 6 vikur frá því að hann var keypt- ur fyrir u.þ.b. 4 árum, en Jón Gerald hafi ann- ast bátinn og nýtt hann mjög mikið í eigin þágu. Jóhannes segir að allir fjármunir sem frá honum hafi komið vegna kaupa og rekstrar þessa báts, séu í bókhaldi Gaums hf.“ Þegar undir hann voru bornar reikn- ingsfærslur sem sýndu greiðslur til Nordica sagði Jó- hannes að „honum sé ókunnugt um einstakar reikn- ingsfærslur“. Varðandi vinslitin við Jón Gerald sagði Jóhannes að hann hefði hringt í sig „undir mið- nætti, mjög æstur, sagt að væntanlega sé það síðasta sím- talið sem hann eigi við Jóhann- es og sagði síðan orðrétt: „Þú skalt vera góður við son þinn, því hann á skammt eftir ólifað því ég mun koma til landsins og myrða hann“.“ Við síðari yfirheyrslur var Jóhannes spurður hvort hann vildi tjá sig um ætlað sakarefni og svaraði hann því að hann hafnaði „þeim sakargiftum sem á mig eru bornar. Ég mundi aldrei biðja nokkurn mann að falsa fyrir mig reikninga til að ég gæti framvísað til íslenskra tollyfirvalda. Ég á alltof mikið undir í íslensku viðskiptalífi til þess.“ Jóhannes Jónsson Hafnar alfarið sakargiftum Úr yfirheyrslum 25. ágúst 2002. Jón Gerald sagði að hann, Jón Ásgeir og Jó- hannes hefðu ákveðið að kaupa stærri snekkju, sem síðar hlaut nafnið Thee Viking.. Hann sagði að „hann og Jón Ásgeir hafi á þessum tíma verið að leggja drög að stofnun nýs bakarís á Íslandi ásamt fleiri aðilum … Nýbrauð sem átti að selja brauð í versl- unum Baugs … hann [hafi] einn- ig talað um að selja brauðin á 60 krónur og leggja 5 krónur ofan á verðið á hverju brauði til að standa undir afborgunum og rekstri snekkjunnar sem þeir höfðu í hyggju að kaupa … snekkjan hafi verið keypt sem persónuleg eign þeirra þriggja, Jóns Geralds, Jóns Ásgeirs og Jó- hannesar. Aldrei hafi komið til umræðu að Baugur kæmi þar inn sem eignaraðili … Jón Gerald kveðst eftir kaupin á Thee Viking hafa fengið fyrirmæli um það frá Tryggva Jónssyni að gefa út reikn- inga mánaðarlega í nafni fyr- irtækisins Nordica Inc stílaðan á Baug að fjárhæð 12.000,- USD. Á reikninginn átti að skrá sem skýr- ingu að um væri að ræða ráðgja- fastarf og þóknun fyrir samnings- gerð. Raunin hafi verið sú að um var að ræða afborganir og rekstur snekkjunnar… Jón Gerald tekur fram að eftir að Tryggvi Jónsson kom til starfa hjá Baugi hafi hann nánast séð um öll samskipti við sig varðandi rekstur og útgjöld vegna Thee Viking … Jón Gerald segir að þannig hafi þeir feðgar Jón Ásgeir og Jóhannes fjár- magnað kaupin á snekkjunni með peningum frá Baugi.“ Varð- andi tilhæfulausa kreditreikn- ingin sagði Jón Gerald að Tryggvi hefði „haft samband við sig á þessum tíma og óskað eftir reikn- ingi frá Nordica Inc, sem stílaður yrði á Baug og segir Jón Gerald að Tryggvi hafi gefið honum upp fjárhæð reikningsins og þann texta sem ætti að vera sem skýr- ing með reikningnum. Jón Gerald kvaðst hafa gert það sem Tryggvi óskaði eftir...Þessi reikningur hafi á engan hátt tengst þeim við- skiptum sem hann hafði átt við Baug og honum hafi aldrei borist nein greiðsla vegna þessa reikn- ings. Jón Gerald kveðst heldur ekki hafa gert tilraunir til að inn- heimta reikninginn, enda hafi engin viðskipti staðið á bak við útgáfu hans.“ Jón Gerald Sullenberger Átti Thee Viking með feðgunum Baugur Málið hefur staðið yfir frá 28. ágúst 2002. einn að selja. Gaumur greiðir 22 fyrir helgi sem sinn hluta í F þannig eiga öll mál að vera klár varðandi hlutafjáraukningu. Ég veit að þetta kann að fara í pirrurnar á sumum en ég tel nauðsynlegt að verja þá hags- muni að afkoma Baugs sé í lagi sérstaklega eftir síðasta útboð einnig þarf trú markaðarins að vera góð þegar við förum í Ar- cadia málið. annars allt gott. Jón Ásgeir ● 25. 01.2001 Heiti: RE: Innborgun í A holding SA Frá: Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Til: Tryggva Jónssonar Samkvæmt samþykkt stjórn- ar þá má Baugur leggja til 1,2 milljónir punda til viðbótar ég geri mér grein fyrir sjóðsstöðu Baugs og mun hef því fengið ÍB með í A holding þeir koma inn með 500 núna þannig að við borgum þetta 5. feb. Jón Ásgeir ● 26. 01.2001 Heiti: FW: Greiðslur Frá: Tryggva Jónssyni Til: Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og Lindu Jóhannesdóttur Við fengum greiðslufrest fram yfir helgi á skuld Baugs. Ég stóð í þeirri meiningu (sbr. stjórnarfund) að Baugur ætti að greiða 1,2 millj. GBP en ekki 2,2 millj. Annað: Verðbréfaþingið ósk- ar eftir frekari upplýsingum, sem hún þarf síðan að meta hvort eigi að fara út. Samkvæmt þeim fréttatilkynningum, sem frá okkur hafa komið kemur ekki fram hvað við eigum stór- an hlut í heildarfjárfestingunni, því hafa þeir fengið fyrirspurnir hvort við séum búnir að fara með stóran hluta af eigin fé Baugs í þessa fjárfestingu. Taka þarf því saman hvernig staðið er að fjárfestingunni, enda á það ekki að vera neitt leyndarmál og mun koma fram í 6 mánaða uppgjöri. Það sem þarf að koma er að við höfum stofnað A-holding S.A. og greitt ca. 400 mills. í hlutafé þar. Það þýðir x% af heildareiginfé í A- holding. Síðan hafi A-holding tekið lán fyrir viðbótinni. Ert þú ekki sá eini sem ert með þessa mynd í heild sinni? TJ ● 27.01.2001 Heiti: RE: Greiðslur Frá: Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Til: Tryggva Jónssonar Ég sé um þetta mál það er rétt og þetta er 1.2 milljónir bú- inn að redda greiðslu fram yfir helgi og einnig búinn að sjá til þess að blanki Baugur þarf ekki að borga fyrr en í feb. jaj Sóknin Sigurður Tómas Magnússon settur rík- issaksóknari í Baugsmálinu.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.