24 stundir - 17.05.2008, Side 27

24 stundir - 17.05.2008, Side 27
24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 27 Útskrift nemenda af kvikmyndabraut Laugardaginn 17. maí í Laugarásbíói kl. 13:00. Öllum heimill aðgangur á meðan húsrúm leyfir. Þorsteinn Einarsson Steini’s Inferno The Myth - The Legend - The Music Ragnar Pétur Pétursson Þjófur þjófur Hvað ungur nemur... Steinþór Einarsson Stóra frumsýningin Ný upplifun Stefán Friðrik Friðriksson Yfirborð Trúir þú á tilviljanir? Óttar Vignisson Hinsti túrinn Fast land undir fótum. Fullar hendur fjár. Fjandinn er laus. Úlfur Karlsson Einskonar Alaska Mögnuðustu myndirnar sem þú hefur séð, sástu með lokuð augun Ólafur Már Jónsson Allt fyrir ástina Ert þú tilbúinn að leggja allt í sölurnar? Guðrún Lína Thoroddsen Álfablót Úr álfheimum á enginn afturkvæmt Sölvi Mar Guðjónsson Tómur strigi Málarinn Pétur Kjærnested ID Óttastu sjálfið 10 nýjar stuttmyndir ÍS L E N S K A S IA .I S / K V I 42 41 3 0 5/ 20 08 Þegar ákveðið var fyrir um tveimur árum að endurnýja Grímseyjarferju var óneitanlega eins og til hafi staðið að leysa það samgöngudæmi fyrir smáaura og þess vegna hafi menn kastað til þess höndunum í byrjun. Þetta átti að vera ódýrt og fljótleyst. Við hendum bara gömlum ryðkláfi í þessa útkjálkapúka sem allir verða hvort eð er fluttir upp á land fyrr en varir. Þrátt fyrir að viður- kenndur og reyndur skipamiðlari hafi haft milligöngu um skipa- kaupin sátu menn fljótlega uppi með ófyrirséðan veruleika. Skipið var í mun lakara standi en menn höfðu álitið. Skoðun og úttekt var ófullnægjandi, þannig að útboð lagfæringa og breytinga spannaði verkefnið engan veginn. Reyndi björgun Verkið fór því úr böndum og af ýmsum ófyrirséðum ástæðum dróst það á langinn. Alveg er ljóst að viðbætur við verkið umfram útboð eru alfarið á ábyrgð verk- kaupans sem hafði tekið ákvörð- un um kaupin á skipinu og einnig þær aðgerðir sem óhjákvæmilegar voru þegar í þessar aðstæður var komið. Sá kostnaðarauki sem af þessu aukna umfangi verksins leiddi, hafði þær afleiðingar að fjárheimildir fyrir því brast og framvinda þess komst í uppnám. Verktakinn varð að sönnu óhress vegna tafa á greiðslum og neydd- ist um tíma til að hætta vinnu við verkefnið. Verkkaupinn var í svip- aðri stöðu, með samgönguverk- efni í höndunum sem hafði farið svo gersamlega úr böndum að engin leið var að forsvara það. Kristján Möller, núverandi sam- gönguráðherra, reyndi að bjarga forvera sínum í embætti og Vega- gerðinni með því að reyna að koma sökinni á ráðgjafa sem komið hafði að málinu. Þetta snerist heldur illa í höndum Kristjáns því ráðgjafi þessi hafði á sínum tíma gert allt sem hann gat til að ráða þessum aðilum frá þeim mistökum sem síðan voru gerð. Sökudólgur fundið Nú hafa þeir opinberu aðilar sem málið varðar hins vegar fundið sökudólginn. Það er Vél- smiðja Orms og Víglundar. Hún annaðist breytingar og endurbæt- ur á þessu happafleyi. Smiðjukall- arnir eiga sökina. Og nú eru menn lagstir í undanbrögð með að greiða fyrir vinnuna við lag- færingarnar á skipinu og bera við töfum sem hvert barn sér að voru með öllu óumflýjanlegar. Nú reyna þeir að draga sitt eigið klúður frá athygli almennings og koma vélsmiðjunni í skömmina. Leita verður lengi í sögunni til að finna samjöfnuð við jafn auman og lélegan fyrirslátt og þennan. Að reyna að koma sinni eigin sök á þá sem af alúð og samviskusemi reyndu þó allt sem þeir gátu til að bjarga því sem bjargað varð. Þeir sem eiga og reka Vélsmiðju Orms og Víglundar og allir þeirra starfs- menn eru frábærir járniðnaðar- menn og valinkunnir sómamenn að auki. Þeir hafa alla tíð átt það sammerkt að leysa þau verkefni sem þeim hefur verið trúað fyrir af stakri prýði og samviskusemi, og ævinlega fyrir sanngjarnt verð. Fullkomið klúður Við blasir að þetta ferjumál allt, er fullkomið klúður af hálfu þeirra opinberu aðila sem að því komu. Það eiga þeir að viður- kenna strax. Vélsmiðja Orms og Víglundar vann alla útboðsþætti verkefnisins skv. skilmálum út- boðsins og síðan allt verkefnið þess utan samkvæmt óskum Vegagerðarinnar, undir eftirliti sem kostaði milljónatugi, að ógleymdri alveg sérstakri rómun um öll vinnubrögð þeirra smiðju- manna. Þess vegna eiga þessir op- inberu aðilar að hætta fáránlegum mótþróa vegna þessa klúðurs, og borga smiðjuköllunum hárréttan reikning fyrir vel unnið verk taf- ar- og umyrðalaust og reyna jafn- framt að draga einhvern lærdóm af þessu rugli, sem allt er á ábyrgð þeirra sjálfra. Höfundur er verktaki, fyrrverandi sjómaður og bóndi Grímseyjarferjan UMRÆÐAN aÁmundi Loftsson Við blasir að þetta ferj- umál allt, er fullkomið klúður af hálfu þeirra opinberu að- ila sem að því komu. Það eiga þeir að viðurkenna strax. Sökudólgur: Nú hafa þeir opinberu aðilar sem málið varðar hins vegar fundið sökudólginn.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.