24 stundir


24 stundir - 17.05.2008, Qupperneq 38

24 stundir - 17.05.2008, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir Evrópusambandsaðild „Ég er ekki að segja að við eigum að ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Við eig- um að vera hörð í kröfum okkar og samningum.“ 24stundir /RAX Getum ekki beðið lengur G reinar Jóns Sigurðs- sonar, fyrrverandi formanns Framsókn- arflokksins, í Morg- unblaðinu fyrr í þess- um mánuði um Evrópumál og efnahagsmál hafa vakið mikla at- hygli. Sérstaklega hafa augu manna beinst að Evrópuumræðu Jóns. „Ég fylgdist með umræðum um Evrópusambandið á síðum Morg- unblaðsins. Þar kom fram mis- skilningur sem mig langaði til að leiðrétta og þess vegna skrifaði ég þessar greinar. Þær eru ekki skrif- aðar vegna þess að ég hafi skipt um skoðun á Evrópumálum. Ég hef alltaf verið Evrópusinnaður, það vita allir í Framsóknarflokknum og sömuleiðis allir sem mig þekkja. Þessar greinar voru skrifaðar vegna þess að aðstæður hafa gjörbreyst, það er mikil vá fyrir dyrum og þjóðin stendur á tímamótum,“ segir Jón Sigurðsson. „Það sem hefur verið að gerast undanfarið í efnahags-, peninga- og gjaldeyris- málum þjóðarinnar hefur breytt stöðunni. Staðan hefur einnig breyst við það að forystumenn í ís- lensku atvinnulífi hafa verið með miklu háværari kröfur um aðgerðir en nokkru sinni fyrr og hafa lýst vantrausti á íslenskan gjaldmiðil. Fyrir síðustu kosningar sagði ég: Við eigum að velja þann tíma fyrir umræðu um Evrópusambandsað- ild sem hentar okkur. Núna sýnist mér augljóst að aðstæður hafi breyst á þann veg að samningsstaða okkar sé farin að versna. Þá getum við ekki beðið lengur. Ég held að óhætt sé að segja að það sé hætt við því að íslensk fjármálafyrirtæki og stórfyrirtæki, þar á meðal útrásar- fyrirtækin, fari að flytjast frá Ís- landi. Það væri skelfilegt slys.“ Verðum að gera miklar kröfur Þú segist með greinaskrifum þín- um vera að leiðrétta misskilning í Evrópuumræðunni. Hvaða mis- skilningur er þetta? „Sá misskilningur að tillaga um aðild að Evrópusambandinu sé til- ræði við íslenskt fullveldi. Sá mis- skilningur að við eigum enga kosti í fiskveiðimálum. Sú fullyrðing að fráleitt sé að staða smáþjóðanna í Evrópu hafi batnað og styrkst með Evrópusambandsaðild. Og síðast en ekki síst, þá kom ekki fram í þessum umræðum á síðum Morg- unblaðsins hvílík breyting hefur orðið á stöðunni í efnahags-, pen- inga- og gjaldeyrismálum þjóðar- innar.“ Sem formaður Framsóknarflokks- ins, talaðir þú þá ekki öðruvísi en Evrópusinnaður stjórnmálamaður ætti að gera? „Ég talaði eins og formaður Framsóknarflokksins átti að tala, fyrir sameiginlegri stefnu flokksins sem var og er sú að velja besta tæki- færið fyrir íslensku þjóðina til að taka yfirvegaða ákvörðun um Evr- ópusambandsumsókn eins og frjáls þjóð.“ Stafar Evrópuviðsnúningur for- manns Framsóknarflokksins, Guðna Ágústssonar, ekki af því að íslenskir stjórnmálaflokkar verða að opna á umræðu um Evrópusambandsaðild eigi þeir ekki að einangrast? „Jú, og þess vegna var þetta skynsamlegt og rétt hjá Guðna og honum til mikils sóma.“ Hvenær á yfirlýsing um umsókn um Evrópusambandsaðild að koma? „Því fyrr því betra. Ferlið mun taka fjögur til sex ár en yfirlýsingin skiptir miklu máli.“ Á tímabili talaðir þú mikið um þjóðhyggju. Einhverjir hljóta að telja að maður sem fylgir þjóðhyggju geti ekki verið aðdáandi Evrópusam- bandsins? „Ég er þjóðhyggjumaður. Það er mín lífsskoðun og hún hefur ekkert breyst. Ég lít ekki á hugmyndir um Evrópuaðild fyrst og fremst sem spurningu um að græða peninga eða breyta vöruverði. Við eigum fyrst og fremst að ganga út frá þjóðarmetnaði okkar. Aðild að Evrópusambandinu væri ekki afsal
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.