24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 39

24 stundir - 17.05.2008, Blaðsíða 39
24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 39 á sjálfstæði þjóðarinnar. Við getum aldrei sagt fyrirfram um árangur í samningum við Evrópusamband- ið. Við verðum að gera miklar kröfur um að ná árangri í þeim samningum ef við ætlum síðan að stíga næsta skrefið þar á eftir sem er að samþykkja aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ég vil leggja áherslu á það að í þeim greinum sem ég hef skrifað undanfarið í Morgunblaðið er ég fyrst og fremst að segja að við verð- um að hefja umræður um aðild- arumsókn að Evrópusambandinu. Ég er ekki að segja að við eigum að ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Við eigum að vera hörð í kröfum okkar og samning- um.“ Er ekki líklegt í þjóðaratkvæða- greiðslu að þú myndir greiða at- kvæði með því að ganga í Evrópu- sambandið? „Í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn myndi ég ótvírætt greiða atkvæði með henni. En ég vil fá að sjá samninginn sem verður lagður undir þjóðaratkvæði áður en ég tek ákvörðun um að styðja þá tillögu um aðild.“ Það heyrast enn raddir um ein- hliða upptöku evru. Hvað finnst þér um þær hugmyndir? „Einhliða upptaka evru er í sjálfu sér framkvæmanleg. Ég held hins vegar að hún sé óraunhæf því þá eru menn búnir að taka á sig öll skilyrði og allar skuldbindingar ríkis í myntbandalagi en hafa ekki fengið réttindin. Þess vegna er á all- an hátt eðlilegra og málefnalegra að ganga í Evrópusambandið vilji menn taka upp evru.“ Margir bera ábyrgð Háværar gagnrýnisraddir segja peningamálastefnu Seðlabankans ekki hafa virkað. Ertu sammála því? „Það er ekki tilefni til að gagn- rýna Seðlabankann því allt sem hann hefur verið að gera er eðlilegt. Það má ræða hvort breyta átti vöxt- um á hinum og þessum degi en Seðlabankinn er að vinna vinnuna sína og gera skyldu sína. Síðasta ríkisstjórn náði þeim árangri í mars í fyrra að ná hjöðnun á verð- bólgu og hægt var að lækka virð- isaukaskatt og afnema vörugjöld. Ef núverandi ríkisstjórn hefði hald- ið þessari jafnvægisstefnu áfram þá væri hér allt annað ástand. Þá væru aðgerðir Seðlabankans löngu farn- ar að skila miklum árangri.“ Getur Seðlabankinn gripið til að- gerða sem skipta máli miðað við þessar kringumstæður? „Seðlabankinn getur það og hef- ur gert það. Aðgerðir hans skipta nú þegar máli. Hér væri miklu meiri verðbólga án aðgerða hans. En Seðlabankinn er aldrei einn um hituna og getur aldrei einn breytt þeim djúpu almennu efnahagslegu forsendum sem ráða úrslitum. Þessar aðstæður valda því að Seðla- bankinn er kominn inn í eins kon- ar vítahring. En það er ekki Seðla- bankanum að kenna og það er ekki íslensku krónunni að kenna. Þar er víðtækri atburðarás um að kenna. Þar bera margir ábyrgð.“ Er efnahagsvandinn heimatilbú- inn? „Hann er vissulega heimatilbú- inn en við bætast sveiflur í alþjóð- legum fjármálum og við ráðum ekkert yfir þeim. Við stöndum ber- skjölduð frammi fyrir þeim sveifl- um sem eru erlendis og verðum að draga af þeim skynsamlegan lær- dóm.“ Engin fórn Þú varðst formaður Framsóknar- flokksins við sérstakar aðstæður og fórnaðir góðu starfi sem seðlabanka- stjóri til að verða í skamman tíma formaður Framsóknarflokksins. „Það var engin fórn. Mér fannst þetta alveg sjálfsagt.“ En var ekki vonlaust verk að ætla að ná upp fylgi Framsóknarflokksins á skömmum tíma? „Aðrir verða að dæma um það. Ég er ekki viss um að nógu langt sé um liðið til að hægt sé að fella dóm um það.“ Þú áttir í viðræðum eftir kosn- ingar við Geir Haarde. Voru raun- hæfir möguleikar á áframhaldandi stjórnarsamstarfi með nauman meirihluta? „Við Geir vorum að vinna þá sjálfsögðu vinnu að fara yfir sviðið og ræddum þann möguleika að halda áfram stjórnarsamstarfi. En strax í fyrstu vikunni eftir kosn- ingar sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í morgunútvarpi að stjórnarmyndunarviðræður Sam- fylkingar og Sjálfstæðisflokks væru komnar í gang. Viðræður okkar Geirs voru opinskáar og heiðarlegar og lauk með eðlileg- um hætti þegar aðrir kostir komu inn á borð sjálfstæðismanna.“ Eru ekki sárindi í þér vegna þessa? „Það fylgdu því viss sárindi að heyra Ingibjörgu Sólrúnu tilkynna um stjórnarviðræður við sjálfstæð- ismenn í fjölmiðlum. Sannleikur- inn er auðvitað sá að menn í Sjálf- stæðisflokknum voru í viðræðum við Samfylkingu á sama tíma og ég átti í viðræðum við Geir. Það er ekki Geirs sök. Það er mjög gott á milli okkar Geirs og hefur verið frá því að ég kenndi honum í Mennta- skólanum í Reykjavík.“ Fyrirhafnarsamur tími Af hverju er staða Framsóknar- flokksins svo döpur? „Ein ástæða þess er sú að fram- sóknarmenn unnu árum saman með Sjálfstæðisflokknum í ríkis- stjórn að flóknum og vandasömum en mjög nauðsynlegum verkefnum við að breyta íslensku þjóðfélagi og skapa það velmegunarþjóðfélag sem við búum í. Á sama tíma voru framsóknarmenn þátttakendur í R- listanum í Reykjavík. Ég er hvorki að fella dóm um ríkisstjórnarsam- starfið né R-listasamstarfið en ég held að þarna hafi fólk séð vissan tvískinnung. Við bætist að fylgi framsóknarmanna í höfuðborginni samanstóð að miklu leyti af opin- berum starfsmönnum, skristofu- mönnum og bankamönnum. Ég held að þetta fólk hafi séð einka- væðingarhugmyndir og breytingar sem voru að verða í þjóðfélaginu sem ógn. Framsóknarflokknum tókst ekki að skýra á nægilega sann- færandi hátt nauðsyn þessara breytinga. Á sama tíma var flokka- kerfið til vinstri endurskapað og nýir flokkar komu fram. Fram- sóknarflokkurinn stóð að umbót- um og framförum en færði öðrum pólitíska vinninginn upp í hendur.“ Getur Framsókn náð vopn- um sínum? HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Núna sýnist mér augljóst að að- stæður hafi breyst á þann veg að samningsstaða okkar sé farin að versna. Þá getum við ekki beðið lengur. ».
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.