24 stundir - 17.05.2008, Síða 40

24 stundir - 17.05.2008, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir „Það er erfitt og tekur tíma en þess eru mörg dæmi að slíkt hafi tekist í stjórnmálum. Það er engin ástæða til að gera lítið úr þeim möguleika.“ Heldurðu að Guðna takist það eða þarf nýjan forystumann? „Mér finnst Guðni standa sig vel, vinna af samviskusemi og al- vöru og vinna hans mun skila sér.“ Hvernig finnst þér þessi ríkisstjórn standa sig? „Hún hefur ekki haft áhuga á því að vinna áfram að þeim árangri í efnahagsmálum sem síðasta ríkis- stjórn náði. Ríkisstjórnin er ekki samstiga í mikilvægum málum, eins og til dæmis eftirlaunamálinu. Ég segi ekki að ríkisstjórnin hafi gert eitthvað mikið rangt í efna- hags-, gjaldeyris- og peningamál- um upp á síðkastið. En hún hefur ekki gert það sem er fyrsta skylda ríkisstjórnar við slíkar aðstæður, sem er að senda fólki þau skilaboð að efnahagsstjórnin sé í styrkum höndum. Þarna hefur henni mis- tekist. Það er töluverður áfellis- dómur.“ Nú sinnir þú kennslu í viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík. Held- urðu að þú farir einhvern tíma aftur í pólitík? „Ég er alltof gamall til að vera með nokkrar hugmyndir um það. Ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu.“ Var tími þinn sem formaður Framsóknarflokksins ekki erfiður? „Þetta var fyrirhafnarsamur tími. Eftir á að hyggja hugsa ég samt að skemmtunin hafi verið sterkari. Ég er hins vegar ekki heill- aður af sviðsljósinu. Mér finnst það ekki aðlaðandi. Ég held samt að þetta hafi ekki endilega háð mér. Til lengdar held ég að fólki leiðist sýndarmenni. Miðjuflokkur höfð- ar til hugsandi fólks, á miðjum aldri og eldra, og það er yfirleitt fólk sem lætur sér fátt um finnast þótt sýndarmenni séu með há- vaða.“ a Í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild- arumsókn myndi ég ótvírætt greiða atkvæði með henni. En ég vil fá að sjá samninginn sem verður lagður undir þjóðaratkvæði áður en ég tek ákvörð- un um að styðja þá tillögu um aðild. 24 stundir /RAX Þjóðhyggjumaður „Ég er þjóðhyggju- maður. Það er mín lífsskoðun og hún hefur ekkert breyst.“ Þriðjudaginn 27. maí kl. 8:30-11:10 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi, Sigtúni 38. Rannsóknir í fyrirtækjum R A N N S Ó K N A Þ I N G H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ö n n u n Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Sími 515 5800 • www.rannis.is Alþjóðlegar samanburðarmælingar sýna að Íslendingar hafa dregist aftur úr í nýsköpunar- og þróunarstarfi í atvinnulífinu á undanförnum árum og er brýnt að auka hvata til að snúa þeirri þróun við. Í fámennu landi er mikilvægt að sameina kraftana.Vísinda- og tækniráð hefur í framtíðarsýn sinni til 2020 m.a. lagt áherslu á virkt samstarf fyrirtækja, háskóla og stofnana í rannsóknum, nýsköpun og þróunarstarfi. Öflugar rannsóknir eru undirstaða þekkingarþjóðfélagsins og brýnt að hvetja sem flest fyrirtæki til þess að þær verði reglulegur þáttur í starfsemi þeirra. Dagskrá 8.30 Setning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra 8.45 Rannsóknir í íslenskum fyrirtækjum. Hver er staðan nú? Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar 9.00 Rannsóknir í sprotafyrirtækjum. Kristján Leósson, Háskóla Íslands (Hvatningarverðlaun 2007) Björn Örvar, ORF Líftækni (Nýsköpunarverðlaun 2008) Vilbjörg Einarsdóttir, Mentor (Vaxtarsprotinn 2008) 9.45 Nauðsyn rannsókna í fyrirtækjum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital 10.00 Pallborð. Hvernig er hægt að örva fyrirtæki til rannsókna? Þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Katrín Júlíusdóttir og Birkir Jónsson sitja í pallborði. Stjórnandi er Þorlákur Karlsson prófessor, forseti viðskiptadeildar HR Dagskrá vegna hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 10.30 Tónlist. Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari 10.45 Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Vísinda- og tækniráðs, afhendir Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Jakob K. Kristjánsson formaður dómnefndar gerir grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar 11.10 Rannsóknaþingi slitið Fundarstjóri Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ FORSÆTIS RÁÐUNEYTIÐ MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ Rannsóknaþingið er öllum opið. Þinggestir eru vinsamlega beðnir að skrá sig með tölvupósti til rannis@rannis.is eða í síma 515 5800

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.