24 stundir - 17.05.2008, Síða 45

24 stundir - 17.05.2008, Síða 45
24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 45 Elísabet Alba vínþjónn mælir með Giroud Vins Ballerine 2004. Hreinn ilmur af ferskj- um, hvítum blómum, gulum eplum og kanil. Suðrænir ávextir, lychee og gular perur eru í fullkomnu jafnvægi við áfengi með sæta fyllingu. Þrúga: Petit Arvine. Land: Sviss. Hérað: Valais.3.290 kr. Marsipansorbet með eplasnjó, kanilkexi og karamelluðum epl- um. Fyrir fjóra Marsipansorbet (hráefni): 200 g sýrður rjómi 300 ml vatn 200 g sykur 50 g marsipan Aðferð: Sjóðið vatn og sykur saman. Setjið í blandara ásamt marsip- ani og blandið saman. Setjið sýrðan rjóma saman við og frystið. Hrærið reglulega í blöndunni meðan hún frýs. Eplasnjór (hráefni): 1 l ferskur eplasafi af grænum eplum 1 msk. sykur 1 msk. lime-safi Aðferð: Blandið öllu saman og frystið. Hrærið reglulega í blöndunni meðan hún frýs. Kanilkex (hráefni): 1 bolli haframjöl 1 msk. hveiti 2 msk. hrásykur 1 tsk. kanill 3 msk. smjör, mjúkt 1 stk. eggjarauða Aðferð: Setjið allt saman í matvinnsluvél og hrærið saman. Smyrjið á bökunarplötu með bökunarpappír og bakið við 180 í 5-10 mín. Karamelluð epli (hráefni): 1 grænt epli, afhýtt og skorið í teninga 1 msk. sykur 1 tsk. smjör Aðferð: Setjið sykur á pönnu og brúnið. Setjið eplin á og veltið upp úr karamellunni. Bætið smjöri og smá vatni á pönnuna og sjóðið saman. EFTIRRÉTTUR Marsipansorbet með eplasnjó, kanilkexi og karamelluðum eplum Steiktar kjúklingabringur með grænum ertum, blómkáli og blóm- kálssósu Fyrir fjóra Hráefni: 4 stk. kjúklingabringur 1 bolli frosnar ertur ¼ blómkálshaus, skorinn í knippi 1 stk. skalottlaukur, saxaður 1 stk. hvítlaukur, saxaður 1 msk. olía 250 ml mjólk 1 msk. smjör ½ bolli möndlur, afhýddar og ristaðar sítrónusafi salt Aðferð: Sjóðið erturnar (takið til hliðar nokkrar) í vatni í eina mínútu og setjið í blandara og maukið. Bætið svolitlu af vatni við ef þið viljið þynnri áferð. Kryddið til með salti og sítrónusafa. Setjið olíu, skalottlauk, hvítlauk og blómkál í pott og svitið. Bætið mjólk við og sjóðið við vægan hita þar til blómkálið er meyrt. Sigtið mjólkina frá og setjið í pott, smakkið til með salti og sítrónusafa og þeytið smjörið saman við. Steikið kjúklingabringuna á pönnu og klárið inni í ofni þar til hún hef- ur náð 70°C í kjarnhita. Berið fram með ertumauki, steiktu blómkáli, möndlum og blómkálssósu AÐALRÉTTUR Steiktar kjúklinga- bringur með grænmeti Elísabet Alba vínþjónn mælir með Wolf Blass President Selection Chardonnay 2005. Sterkur ferskju- og mel- ónuilmur færist út í gómsæta suðræna ávexti með rjóma- og smjöreinkenni í munni. Bragðmikið og feitt vín með ferska sýru sem fylgir löngu eftirbragði. Þrúga: Char- donnay. Land: Ástralía. Hér- að: South Australia. 2.100 kr. Tilbúin til afhendingar Kynnum glæsilegar 58 feta snekkjur hlaðnar aukahlutum Volvo Penta vélar frá Svíþjóð og allur tækjabúnaður frá þekktum framleiðendum Hágæða framleiðsla Fobverð 750.000 ¢ Nánari upplýsingar: scandic@scandic.is – WWW.SCANDIC.IS

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.