24 stundir - 17.05.2008, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir
Einar Ágúst
Tónlistarmaður.
Ég hef nú komið víða við en hef kunnað best við mig í Haifa í Ísrael. Þar má nefnilega finna
heimsmiðstöð bahá’í-trúarinnar og fallegustu, skipulögðustu og myndarlegustu garða og
byggingar í heiminum. Það er staður sem endurspeglar án efa þá fegurð sem Guð vill sjá í
heiminum.
Haifa skiptist í þrjú hverfi á stöllum Karmel-fjalls og er stærsta hafnarborgin í Ísrael, í 300 m
hæð yfir sjávarmáli og jafnframt eru tveir helgustu staðir bahá’í-trúarinnar, grafhýsi Bábsins
og Bahá’u’lláh, staðsettir þar. Grafhýsi Bahá’u’lláh stendur reyndar aðeins fyrir utan Haifa, í
Bahjí. Haifa er líka háskólaborg og er iðandi og skemmtilegt mannlíf þar. Gott er að setjast
niður og snæða rétti frá þessum slóðum eins og hummus og hvað þetta allt heitir. Áhuga-
verðir staðir þarna eru t.d. Parísartorgið og upplagt er að ganga eftir Shivat Zion-götu sem
bugðast upp í Hadar Kakarmel-hverfið. Þar má finna listasafn í Bialikgötu, nánar tiltekið í
ráðhúsinu, en þar eru deildir fyrir forna muni frá Egyptalandi, Rómaveldi og úr býsantískum
moskum í Shiqmona ásamt alls konar öðrum listaverkum. Fyrir utan hvað þessi staður á eftir
að skipta heiminn og mannkynið miklu máli í framtíðinni er þetta áhugaverð borg fyrir svo
margar sakir og endalaust væri hægt að finna eitthvað áhugavert til að dunda sér við þarna
fyrir utan að njóta kyrrðarinnar og fegurðarinnar sem augað grípur.
Haifa endurspeglar fegurð Guðs
Ein af mínum uppáhaldsborgum er Beirút í
Líbanon en þangað fór ég í mjög eft-
irminnilega ferð stuttu eftir 11. september
2001. Borgin er yndisleg og það var meiri-
háttar að slaka á og næturlífið var mun fjöl-
breyttara en ég gerði ráð fyrir. Það var hægt
að gera næstum allt sem manni datt í hug og
óhætt að segja að eitthvað væri í boði allan
sólarhringinn og alla daga vikunnar.
Maturinn á svæðinu var ómótstæðilegur
enda var hægt að fá mat frá öllum heims-
hornum. Ég hélt mig þó yfirleitt við mat frá
þessu svæði en ég hef alltaf verið sérstaklega
hrifinn af honum.
Í atkitektúr borginnar tekst gamli tíminn á
við þann nýja á mjög myndrænan hátt en
þarna eru nýjar byggingar í bland við þær
gömlu auk þess sem enn er hægt að finna
rústir húsa sem fallið hafa á stríðsárunum.
Íbúar borgarinnar eru einstaklega hjálp-
samir og bjóða ferðamenn velkomna og það
fannst mér sérstaklega mikilvægt á þessum
tíma. Það eftirminnilegasta við borgina er án
efa umferðarmenningin. Eina umferð-
arreglan er sú að það eru engar reglur og ég
mæli með borginni fyrir þá sem vilja upplifa
spennu við stýrið.
Jason Harden
Tónlistarmaður.
Engar umferðar-
reglur í Beirút
Ég þarf ekki að velta þessari spurningu lengi
fyrir mér. Barcelona er tvímælalaust uppá-
haldsborgin mín en ég bjó þar eitt sumar ár-
ið 1997. Ég fór til borgarinnar ásamt góðri
vinkonu minni og við áttum frábært sumar í
góða veðrinu.
Eitt það eftirminnilegasta við sumarið er fla-
menco-námskeið sem við vinkonurnar fór-
um á. Þar lærðum við að dansa þennan fal-
lega spænska dans og höfðum mjög gaman
af.
Barcelona er ótrúlega falleg og skemmtileg
borg. Þar kemur saman fólk frá öllum
heimshornum og menningarlífið er alltaf
mjög lifandi og skemmtilegt. Næturlífið
býður líka upp á nánast endalausa mögu-
leika.
Arkitektúrinn er dásamlegur í borginni og
hún er full af spennandi stöðum til að heim-
sækja. Ég fór líka í heimsókn í fallegan
strandbæ sem heitir Sitges. Bærinn var stutt
frá borginni og því þægilegt að skreppa
þangað.
Ég stefni á aðra heimsókn til Barcelona í
sumar og hlakka sérstaklega til þess að eyða
góðum degi á Gaudi-safninu.
Nína Björk
Ljósmyndari.
Lærði flamenco-
dans í Barcelona
Þó að sveitaháttur, bakpokar og geitaostur sé
það fyrsta sem fólk hugsar þegar Noregur er
nefndur er landið ekki það sveitalegt lengur.
Þetta segi ég þó ekki til að afsaka það að Osló
er uppáhaldsborgin mín. Norðmenn eru að
vísu eingöngu fyrir Norðmenn en það er
mjög skemmtilegt og lærdómsríkt að aðlag-
ast þeim. Þeir eru komnir langt í kvik-
myndagerð, eru rísandi í tónlistargeiranum
og hafa mjög gott fjármálavit svo fáeinir
kostir séu nefndir. Osló er tilvalin fyrir mig,
þar þarf ég ekki bíl því sporvagna- og neðan-
jarðarlestarkerfið er með eindæmum einfalt
og aðgengilegt. Veturnir eru oft og tíðum
kaldir eins og vetur eiga að vera og sumrin
eru gullfalleg og heit. Það hentar líka mínu
eðli mjög vel að sigla um Oslófjörðinn og
slaka á þegar veður leyfir og einnig er afar
auðvelt að sækja í skógivaxna náttúruna og
baðstrendurnar góðu sem eru í hálf-
maraþons fjarlægð frá miðbænum. Aker
brygge er uppáhaldið mitt, enda á ég góðar
minningar þaðan, því ég bjó um borð í
snekkju þar við bryggju í tæpt ár. Osló er
vinaleg, náttúrutengd, auðveld og skemmti-
leg og því verð ég að segja að hún er uppá-
halds heimsborgin mín.
Kristjan K.
Kvikmynda-
gerðarmaður.
Osló er vinaleg og
skemmtileg borg
Það vill svo skemmtilega til að ég er stödd í
uppáhaldsborginni minni núna. Berlín er
ein fallegasta borg sem ég hef heimsótt en ég
bjó hér eina skólaönn í fyrra og stundaði
skiptinám. Nú er ég hér í heimsókn til að
slaka á eftir útskriftina úr LHÍ.
Berlín er rosalega fjölbreytt og margt mis-
munandi fólk hérna, og hún hefur, held ég,
eitthvað fyrir alla. Það er svo mikil gróska
hérna að það er bókstaflega allt í blóma í
listalífinu þannig að þetta er tilvalin borg
fyrir listamenn myndi ég segja. Hún er líka
mjög ódýr sem er rosalega jákvætt fyrir týp-
íska fátæka listamenn.
Svo er náttúrlega æðislegt að fara í dýragarð-
inn, þó að Knútur sé orðinn stór. Maturinn
hér er ofboðslega góður og mjög auðvelt að
nálgast heilsusamlegan mat sem er ágætt, þá
borðar maður ekki kebab alla daga.
Mér finnst skemmtilegast að fara í hjólatúra
og njóta þess að skoða umhverfið og fólkið
sem býr hér. Á 15 mínútum get ég hjólað
framhjá dómkirkjunni og stóra sjónvarps-
turninum sem er mitt uppáhaldskennileiti í
heiminum. Hér er einnig úrval af börum,
kaffihúsum og klúbbum.
Lydía Grétarsdóttir
Tónlistarkona.
Heimsæki Knút
í dýragarðinum
Hver er uppáhalds-
heimsborgin þín
og af hverju?
Íslendingar ferðast sífellt meira og hafa flestir heimsótt fjölmarg-
ar borgir um allan heim. Borgirnar eru jafn ólíkar og þær eru
margar en flestar eiga þær það þó sameiginlegt að vera mörgum
sinnum stærri en höfuðborgin okkar.
Hér segja nokkrir einstaklingar okkur frá uppháhaldsborginni
sinni en þar er meðal annars sagt frá dansnámskeiði í Barcelona
og umferðaröngþveiti í Beirút. Sitt sýnist hverjum um hvort betra
er að vera í sólinni eða snjónum en flestir eru sammála um að
uppáhaldsborgin hafi tekið vel á móti þeim.
LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ
lifsstill@24stundir.is a
Fyrir utan hvað þessi staður á eftir að skipta heim-
inn og mannkynið miklu máli í framtíðinni er þetta
áhugaverð borg fyrir svo margar sakir.