24 stundir - 17.05.2008, Side 58
EINKAFLUGMANNSNÁM
ATVINNUFLUGMANNSNÁM
FLUGKENNARANÁM
58 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 24stundir
Strákabandið með hrukkurnar,
New Kids on the Block, kom sam-
an á ný í gær, í fyrsta skipti í
fimmtán ár. Fluttu þeir smelli
sína á borð við Right Stuff og
Hangiń Tough, á Rockefeller
Plaza í New York, þar sem hundr-
uð áhorfenda komu saman af
þessu „merkilega“ tilefni.
„Ég held að sagan sjálf sé aðdá-
endum okkar ofar í huga en
nokkuð annað á þessari stundu,“
sagði hinn fyrrum sykursæti
söngfugl sveitarinnar, Joey McIn-
tyre, í geðshræringu. Einn þekkt-
asti meðlimur sveitarinnar, Don-
nie Wahlberg, sagði samheldni
hópsins hafa komið þeim saman
á ný. „Ef okkur kæmi ekki saman,
þá hefði þetta ekki getað gerst,“
sagði Donnie, sem talinn er eiga
heiðurinn af endurkomunni.
Happ eða hörmung?
Nú hefur verið tilkynnt að í bí-
gerð sé framhald af myndinni Po-
int Break frá árinu 1991. Myndin
hefur hlotið bráðabrigðanafnið
Point Break: Indo en leikstjóri og
handritshöfundur verða þeir
sömu og í fyrri myndinni. Mynd-
in gerist 20 árum eftir atburði
fyrri myndarinnar en ekki hefur
verið gefið upp hverjir koma til
með að leika í myndinni en ólík-
legt er að Patrick Swayze end-
urtaki hlutverk sitt.
Brettin upp á
nýjan leik
Á fimmtudaginn var stigið stórt
skref í réttindabaráttu samkyn-
hneigðra í Bandaríkjunum en þá
var ákveðið að leyfa hjónabönd
samkynhneigðra í Kaliforníu.
Spjallþáttastjórnandinn og grín-
istinn Ellen DeGeneres tók þess-
um tíðindum fagnandi og til-
kynnti áhorfendum spjallþáttar
síns, samdægurs, að hún og sam-
býliskona hennar, Portia de
Rossi, hyggðust nýta tækifærið og
ganga í það heilaga.
Ellen og Portia hafa verið saman
frá árinu 2004 en þær þykja vera
einkar samrýmdar og ham-
ingjusamar.
Ellen og Portia
vilja gifta sig
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
„Of oft virkar myndin eins og
venjulegur sjónvarpsþáttur sem er
blásinn upp í fimmfalda stærð,“
svona lýsir kvikmyndarýnirinn
Brian Lowry hjá Variety-kvik-
myndaritinu upplifun sinni af Sex
and the City kvikmyndinni.
Myndin, sem skartar öllum fjór-
um aðalleikkonunum úr hinum
gríðarlega vinsælu sjónvarpsþátt-
um, var frumsýnd í Bretlandi hinn
12. maí en verður frumsýnd 30.
maí hér á landi.
Í myndinni er haldið áfram að
fylgja eftir lífi og ástarmálum Car-
rie og vinkvenna hennar og
sem fyrr er sagan
sögð frá
sjónarhorni Carrie, Söruh Jessicu
Parker.
Þrátt fyrir nokkuð gagnrýninn
dóm Variety virðist lítið draga úr
eftirvæntingu harðra aðdáenda
þáttanna enda margir sem bíða
spenntir eftir myndinni.
Samrýmdar í Berlín Stöllurnar voru
hæstánægðar þegar myndin var
frumsýnd í Berlín á
fimmtudaginn.
Sex and the City bíómyndin þykir í meðallagi
Eins og ofvaxinn
sjónvarpsþáttur
Hinn 30. maí mun kvik-
myndin Sex and the City
verða frumsýnd hér á
landi. Mikil eftirvænting
ríkir um myndina en
gagnrýnandi Variety tel-
ur hana miðlungsmynd.
Boðskapurinn brýst í gegn
En þrátt fyrir ýmsa annmarka á
kvikmynd þessari verður ekki
annað sagt en að hún hafi þau
áhrif sem henni var ætlað. Hún er
byggð á sannsögulegum atburð-
um úr Íraksstríðinu og hefur feng-
ið hörð viðbrögð hægrisinnaðra
öfgahálfvita, sem segja hana and-
ameríska og jaðra við landráð!
Þó að undirritaður þekki ekki
mikið til stríðs, er hann þó nokk-
uð viss um að hér sé máluð nokk-
uð raunsönn mynd af stríðinu í
Írak.
Kvikmyndir traustis@24stundir.is
Brian De Palma hefur gert nokkrar
bestu kvikmyndir sögunnar. Redacted
telst þó seint til þeirra. Íraksstríðið er
Víetnamstríð okkar kynslóðar. En þó
að Redacted sé alls engin Platoon, Full
Metal Jacket, eða Apocalypse Now, þá
er hún samt ágætis vitnisburður um
þær hörmungar sem eiga sér stað fyrir
botni Miðjarðarhafs í þessum skrifuðu
orðum.
Leikin heimildarmynd
Fylgst er með meðlimum banda-
rískrar herdeildar sem sér um eftirlits-
stöð í borginni Samarrah, þar sem
hundruð óbreyttra borgara fara í gegn
á degi hverjum, auk tilfallandi upp-
reisnarmanna. Eins og verða vill geng-
ur ýmislegt á í stríði og freistast tveir úr
herdeildinni til þess að láta undan ann-
arlegum kenndum sínum og fremja
stríðsglæpi í skjóli myrkurs.
Stíllinn þvælist fyrir
Megnið af myndinni er séð í
gegnum linsu upptökuvélar eins
hermannsins, auk örygg-
ismyndavéla, bloggsíðna og slíkra
miðla er einkenna nútíma-
samfélag. Sú tilraun til frumleika
og ferskleika fellur þó um sjálfa
sig, því að formið verður ansi
leiðigjarnt til lengdar.
Hermanna-steríótýpurnar eru
líka aðeins of ýktar, þar sem ofleik
er helst um að kenna, en þó má
helst hrósa Patrick Carroll í hlut-
verki sínu sem Reno Flake, því að
einhvern veginn hefur maður á
tilfinningunni að bandaríski her-
inn sé fullur af slíkum hvíthysk-
ishálfvitum. Duh? Reno Flake er ekki beittasti hnífurinn í skúffunni.
Boðskapurinn ofar efninu
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Of oft virkar myndin eins og venju-
legur sjónvarpsþáttur sem er blásinn
upp í fimmfalda stærð.
Leikstjóri: Brian de Palma Leikarar: Kel
O´Neill, Daniel Sherman, Patrick Carroll
Redacted