24 stundir - 17.05.2008, Side 59

24 stundir - 17.05.2008, Side 59
Flugskóli Íslands er stærsti og öflugasti flugskóli landsins með 17 flugvélar, þyrlu og flughermi í rekstri og á næsta ári bætist B-757 flughermir í flotann. Skólinn býður upp á allt nám sem þarfnast til að flugmaður geti hafið störf hjá flugfélagi sem atvinnuflugmaður. Að auki sinnir skólinn tegundarþjálfunum og endurmenntun fyrir flugmenn innlendra og erlendra flugfélaga. WWW.FLUGSKOLI. IS FLUGSKÓLI LANDSINS STÆRSTI OG ÖFLUGASTI ÁHAFNASAMSTARF ÞYRLUNÁM TEGUNDARÁRITANIR Flugskól i Ís lands er hluti af og í e igu Tækniskólans, skóla atvinnul ífs ins 24stundir LAUGARDAGUR 17. MAÍ 2008 59 Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Söngkonan Bryndís Jakobsdóttir sendi í gær frá sér sína fyrstu sóló- plötu, sem ber einfaldlega nafnið Dísa. Hún inniheldur 11 lög, en tvö þeirra, Anniversary og Temptation, eru þegar byrjuð að hljóma á öld- um ljósvakans. Sátt við útkomuna „Ég er mjög ánægð með plötuna. Ég á eflaust aldrei eftir að gera plötu sem ég er 100% sátt við, því ef svo væri, þá yrði enginn hvati til að gera aðra. Og ég er þegar komin með hugann við aðra plötu og get varla beðið eftir að semja nýtt efni,“ segir Dísa, sem eyddi útgáfudeginum á afar alþýðlegan hátt, í vinnunni, en hún segist ekki enn vera komin í þann flokk að fara að árita plötur í Kringlunni. „Nei, það er ennþá þó- nokkuð langt í það held ég.“ Dramatískt listapopp Dísa segir plötuna fjölbreytta og dramatíska. „Já, það eru alls konar stílar og straumar í gangi. Þetta er svona dramatískt listapopp, enda flest lögin samin að vetri til og því er hún kannski svolítið þung á köflum. En ég reyndi þó að leggja upp með smá fjölbreytni, því ég er ekki endi- lega sammála því að plötur megi bara innihalda eitt sánd, því þá verður maður leiður strax á sjöunda lagi,“ segir Dísa sem fannst minna mál en hún hélt að gera slíka plötu. „Þetta einhvern veginn gerðist bara. Allt í einu var hún tilbúin. Að vísu seinkaði henni aðeins, því ég var ekki alveg sátt við albúmið og svona. En ég fékk góða aðstoð frá Mar- inó Thorlacius og er mjög sátt við þetta allt saman. Það sem kom mér kannski helst á óvart var hversu mikið einfara- djobb þetta er, þegar maður er ekki í hljómsveit, en ég fékk annars góða aðstoð frá frábæru fólki til að koma þessu á laggirnar.“ Er stoltur af stelpunni Faðir Dísu, Jakob Frímann Magnússon, segist ekki hafa getað gert betur sjálfur. „Þetta er mikill gleðidagur og ég er meira en ham- ingjusamur fyrir hennar hönd, enda platan hreint frábær. Ég hefði aldrei getað gert plötu í þessum gæðaflokki á hennar aldri og hef reyndar aldrei getað gert,“ sagði Jakob og uppskar „æi en sætt af þér, pabbi minn,“ frá dóttur sinni. Dísa mun koma fram á tveimur tónlistarhátíðum í sumar, á Svend- borg festival í lok mánaðarins og Spot festival í Árósum í júní. Dísa með sína fyrstu sólóplötu Dramatískt, fjöl- breytt listapopp All I love will brake me Dísa tekur lagið á Iceland Airwaves-hátíðinni. ➤ Dísa er fædd árið 1987 og erþví 21 árs. ➤ Hún er ekki bara tónlist-arkona, heldur hannar hún meðal annars hálsmen. ➤ Hún lærði söng og var í tón-listarnámi í FÍH. DÍSA Dísa gaf út sína fyrstu sólóplötu í gær. Hún er dóttir Ragnhildar Gísla- dóttur og Jakobs F. Magnússonar og á því ekki langt að sækja hæfi- leikana. Tölvuleikurinn Wii Fit hefur svo sannarlega slegið í gegn um allan heim en nú virðist sem Bandaríkja- menn séu orðnir ósáttir við þenn- an heilsusamlega leik og vilji jafn- vel ganga svo langt að selja viðvaranir á leikinn þar sem for- eldrum er ráðlagt að leyfa ekki börnum að spila hann. Meðal þess sem leikurinn gerir er að mæla BMI-þyngdarstuðul leikmanna, eða Body Mass Index eins og það nefnist á ensku, og það er einmitt sá hluti leiksins sem Bandaríkja- menn eru ósáttir við. Eftir að leikurinn tjáði 10 ára gamalli stúlku, sem er sögð vera hraust og laus við alla aukaþyngd, að hún væri feit hafa spjallborð vestanhafs hreinlega logað. Mörg- um þykir nóg að tískutímarit, kvik- myndir og tónlistarmyndbönd sendi þau skilaboð til ungra barna að þau séu of feit en botninum er náð þegar tölvuleikirnir gera það líka. Nú hefur Tam Fry, talsmaður National Obesity Forum sem eru bandarísk forvarnarsamtök gegn offitu, lagt orð í belg og gagnrýnir harðlega að BMI-stuðullinn sé orðinn partur af tölvuleik. „Ég er stórhneykslaður á því að börnum sé sagt að þau séu feit. Ég myndi hafa miklar áhyggjur af því ef börn væru í þessum leik og held að leikurinn ætti að hafa viðvaranir til foreldra.“ Bandaríkjamenn ekki sáttir við Wii Fit Barnið er ekkert feitt Áhugamenn um fótbolta ættu að leggja leið sína í Vetrargarð Smáralindar á morgun þar sem fer fram allsérstök keppni. Þar munu nefnilega Úrvalsdeildarmenn karla í fótbolta keppa um hver sé bestur í því að halda bolta á lofti. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti á Íslandi sem svona keppni fer fram,“ segir Heimir Karlsson íþróttafréttamaður sem verður kynnir. „Auk atvinnumannanna keppa svo þrír aðrir fimir einstak- lingar sem unnu sér þátttökurétt með því að taka þátt í þessu í Smáralindinni. Auk eins leyni- gests.“ Heimir segir það ekkert endilega tengjast að vera góður í að halda bolta á lofti og vera góður að leika knattspyrnu. „Ég hef heyrt um stráka sem hafa haldið boltanum á lofti um 2000 sinnum. Sumir gætu eflaust haldið boltanum á lofti í einhverja daga ef þeir þyrftu ekki að leggja sig og borða inn á milli. Þess vegna eru sett tímamörk. Keppendur fá bara eina mínútu hver og svo teljum við hversu oft þeir snerta boltann og þeir mega ekki nota sömu snert- inguna tvisvar. Þetta er keppni í hraða, tækni og fimni.“ Keppnin hefst kl. 14:00 og eru vegleg verðlaun. Keppni í boltafimi í Smáralind í dag Hraði, tækni og fimi

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.