24 stundir - 06.06.2008, Page 6

24 stundir - 06.06.2008, Page 6
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Hæstiréttur staðfesti í gær niður- stöðu héraðsdóms í Baugsmálinu sem staðið hefur yfir frá því í ágúst 2002. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, hlaut þyngsta dóminn, alls tólf mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot og fjárdrátt. Jón Ásgeir og Jón Ger- ald hlutu hvor fyrir sig þriggja mánaða skilorðsbundna refsingu fyrir bókhaldsbrot. Rannsókn á skattabrotum lokið Þar með er þó ekki víst að Baugsmálinu sé lokið því efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra hefur lokið rannsókn sinni á skattalaga- brotum Baugs. Þetta fengu 24 stundir staðfest í gær. Þar er verið að fara yfir gögn málsins til að meta hvort það eigi að aðhafast eitthvað meira eða láta hér við sitja. Þau gögn eru meðal annars úr rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum nokkurra ein- staklinga sem tengdust Baugi sem lauk í árslok 2004. Ríkislögreglu- stjóri þurfti meðal annars að fá húsleitarheimild hjá héraðsdómi til að fá hluta gagnanna sem tengjast Óskari Magnússyni, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þau gögn voru sótt í febrúar síðastliðnum. Átti sér langan aðdraganda Ákæran í þeim þætti Baugsmáls- ins sem lauk í gær var upphaflega í nítján liðum. Fyrsta ákæruliðnum sem snerist um viðskipti með móðurfélag 10-11 verslanna, Fjár- far, var vísað frá héraðsdómi sum- arið 2006. Hæstiréttur staðfesti síð- ar þá frávísun. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn 3. maí 2007. Þar var Tryggvi sakfelldur fyrir brot á fjór- um ákæruliðum, Jón Ásgeir á ein- um, Jón Gerald sýknaður og tíu ákæruliðum vísað frá. Hæstiréttur felldi hins vegar þá frávísun úr gildi og sá angi málsins var endurfluttur í héraði fyrir tæpu ári. Þar var Jón Ásgeir sýknaður, Tryggvi sakfelldur fyrir fjárdrátt og Jón Gerald fyrir bókhaldsbrot. Alls var Tryggvi dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi, en Jón Ás- geir og Jón Gerald til þriggja mán- aða skilorðsbundinnar refsingar. Ríkissjóður greiðir milljónir Sakborningunum þremur var gert að greiða samtals um níu milljónir króna í málsvarnarlaun verjenda sinna á báðum dómstig- um en afgangur þeirra, 43,6 millj- ónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Jóni Ásgeiri var auk þess gert að greiða ríkissjóði tæpar 7,6 milljónir króna vegna annars sakarkostnaðar í héraði, þar af fimm milljónir óskipt með Tryggva. Baugsmálið búið í bili  Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í Baugsmálinu  Rannsókn á skattalagabrotum lokið og verið að fara yfir gögn ➤ Baugsmálið hófst í ágúst2002 þegar húsleit var gerð í höfuðstöðvum Baugs. ➤ Þremur árum síðar var gefinút ákæra í 40 liðum á hendur alls sex manns. Meðal þeirra voru Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes Jónsson. ➤ Allir sakborningar voru sýkn-aðir í Hæstarétti 2006. ➤ Í mars sama ár var gefin út nýákæra í nítján liðum. Þeim þætti lauk í gær. BAUGSMÁLIÐ 24stundir/G. Rúnar Dómur kveðinn upp Hæstaréttardómarar ganga í salinn skömmu áður en að niðurstaða réttarins var lesin upp. 6 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sagði stóru tíðindin í málinu vera þau að því væri loksins lokið með staðfestingu á dómi héraðsdóms. „Þetta er stað- festing á því að það er skilorðs- bundin refsing ákvörðuð á hendur Jóni Ásgeiri. Miðað við það til hvers var stofnað á sínum tíma verður að segjast eins og er að þetta er heldur rýr uppskera fyrir ákæru- valdið.“ Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði að „fjallið tók jóðsótt og það fæddist mús“ um uppskeru ákæruvaldsins miðað við umfang málsins. Hann var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Hún veldur mér vonbrigðum. Ég hafði vonast til þess að minnsta kosti að refsingin yrði minnkuð.“ thordur@24stundir.is Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar Rýr uppskera ákæruvaldsins „Geðsjúkir leika lausum hala“ var yfirskrift gjörnings samtakanna Hugarafls sem áttu 5 ára afmæli í gær. Klæddust félagar í Hugarafli náttfötum sem þau segja táknræn fyrir sjúklingshlutverkið sem þau vilja flýja. Þá ýttu þau sjúkrarúmi frá Kleppspítala sem þau segja tákn- ræn fyrir það hvernig geðsjúkir hafa verið meðhöndlaðir gegnum tíðina með læknisfræðilegri hug- myndafræði og inngripum. Ætlunin með gjörningnum var að vekja athygli á málefnum geð- sjúkra enda segja þau að aðbúnað við þá þurfi stórlega að bæta og sjúklingarnir eigi rétt á að hafa eitt- hvað um meðferð sína að segja. aak „Geðsjúkir leika lausum hala“ Flýja sjúklingshlutverkið Sigurður Tómas Magn- ússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, sagði það ákveðið ánægjuefni fyrir alla aðila málsins að því væri lokið þó að sakborn- ingarnir væru væntanlega ekki sáttir við niðurstöð- una. „Þegar ákæruvaldið fer af stað þá telur það auðvitað að ákærðu hafi gerst sekir um þessi brot. Hæstaréttardómurinn talar sínu máli. Þetta er niðurstaða dómstóls með öllum þeim sönnunarkröfum sem gerðar eru í réttarfari.“ Þegar hann var spurður hvort hann væri persónulega feginn að málinu væri lokið sagði hann þetta vera mikinn áfanga. „Þessum þætti sem ég hef verið að vinna að er lokið; þessu verkefni sem ég hef haft í tvö og hálft ár.“ thordur@24stundir.is Sakborningar ekki sáttir „Ég tel að það hefði átt að fara fram pólitísk umræða um þetta áður en ákvörðun var tekin,“ seg- ir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, um ákvörðun Orkuveitu Reykjavíkur (OR)að hætta við Bitruvirkjun. Tillaga Óskars um að hún yrði endurskoðuð var felld á fundi borgarráðs í gær. „Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins kjósa frekar að fylgja fulltrúa F-listans en eigin formanni, sem hefur lýst yfir efa- semdum um ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar,“ segir Óskar. Hann segir niðurstöðuna grát- lega. „Þarna hefðu getað skapast hundruð starfa í tengslum við hreina orku.“ Kjartan Magnússon stjórn- arformaður OR vísar gagnrýni Óskars á bug og segist sann- færður um að hafa tekið rétta og vel ígrundaða ákvörðun. ejg Bitruvirkjun ekki aftur á borðið Vefsíðan baugsmalid.is, sem Jón Gerald Sullenberger setti á vefinn í síðustu viku, hafði fengið um 53 þúsund flettingar síðdegis í gær. Á síðunni birtir Jón Gerald máls- gögn úr Baugsmálinu og rekur það ýtarlega. Auk þess er þar að finna fjölda annarra upplýsinga sem Jón Gerald segir tengjast Baugi og helstu eigendum félags- ins. þsj Baugsmalid.is mikið skoðað Ökumaður sem ákærður var fyrir að hafa í ágúst í fyrra ekið bifreið austur Suðurlandsveg rétt- indalaus og undir áhrifum áfeng- is og vímuefna var í gær sviptur ökurétti ævilangt í Héraðsdómi Suðurlands. Bifreiðin valt austan við Þórustaði en ákærði, sem neitaði ekki að hafa verið ölv- aður, sagði annan hafa ekið. Sá fannst ekki. ibs Sviptur ökurétt- indum ævilangt Karlmaður var í gær dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness fyrir tvær líkams- árásir á skemmtistað í Reykja- nesbæ. Var hann ákærður fyrir að henda konu í gólfið og sparka ítrekað í hana svo hún hlaut skurði og mar víða um líkamann. Eins var hann ákærður fyrir að skalla karlmann í andlit svo hann nefbrotnaði og hrundi niður stiga. Maðurinn hefur tvisvar áður fengið fangelsisdóm fyrir ofbeldisbrot en honum er gert að greiða allan sakarkostnað og málsvarnarlaun verj- anda síns, samtals 467.180 krónur. mbl.is Fimm mánuði fyrir líkamsárásir

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.