24 stundir - 06.06.2008, Síða 8

24 stundir - 06.06.2008, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir Breskir vísindamenn hafa þróað og prófað nýtt lyf við frjókornaofnæmi, Pollinex, sem hefur gefið góða raun auk þess að vera einfalt í notkun. Eru vísindamennirnir bjart- sýnir á að það komi á markað innan fárra ára. Frjókornaofnæmi er algengt hérlendis og hrjáir einn af hverjum fimm unglingum, að sögn Björns Árdal, barna- og ofnæmislæknis. Engar tölur eru til um algengið meðal full- orðinna. þkþ Frjókornaofnæmi Nýtt og betra lyf í þróun STUTT ● Vistvænn fiskur Fiskvinnslan Íslandssaga á Suðureyri hefur hafið framleiðslu á vistvænum fiski sem sérmerktur er vöru- merkinu Fisherman. Er fisk- urinn framleiddur í vistvænu veiðisamfélagi, eingöngu veidd- ur á króka og rekjanlegur frá sjómanni til verslunar. ● Brotnar rúður Allar rúður voru brotnar í húsi Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga, að- faranótt fimmtudags. Ekki er vitað hver var þar að verki en lögregla rannsakar málið. þkþ Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Ásta Möller, formaður heilbrigðis- nefndar Alþingis, segir að skoða eigi með jákvæðum huga hvort bólusetja eigi allar ungar stúlkur á Íslandi gegn leghálskrabbameini. „Bólusetningu sem getur varnað því að konur fái sjúkdóm sem get- ur dregið þær til dauða er full ástæða til að skoða með jákvæðum huga,“ segir Ásta. Eins og sagt var frá í 24 stundum í gær kostar það 47 milljónir á ári að bólusetja einn árgang stúlkna gegn vörtuveiru sem veldur 60% tilfella leghálskrabbameins, sam- kvæmt rannsókn sem Jakob Jó- hannsson, heilsuhagfræðingur og krabbameinslæknir, kynnti í gær. Vegna fækkunar krabbameinstil- fella myndi heilbrigðiskerfinu hins vegar sparast árlega 17 milljónir á móti, og viðbótarkostnaður vegna bólusetningarinnar væri því 30 milljónir á ári. Skimun skilað árangri Ásta bendir á að hér á landi hafi náðst mjög góður árangur með skimun fyrir leghálskrabbameini. Frá því hafið var að skima fyrir leg- hálskrabbameini hefur dánartíðni vegna sjúkdómsins lækkað um 83%, og er með því lægsta sem þekkist. „Bólusetning yrði viðbót við skimunina og spurning hvort hún myndi breyta einhverju varðandi eftirlit með leghálskrabbameini. Þannig að hagkvæmnin við bólu- setningu verður kannski ennþá meiri,“ segir Ásta. Mikilvægt að skima áfram Laufey Aðalsteinsdóttir, hjúkr- unarforstjóri hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, segir að mikilvægt sé að konur komi áfram til skoðunar þrátt fyrir bólu- setningu og láti skima fyrir legháls- krabbameini. Enda séu vörtuveir- urnar sem bólusett er gegn ekki nema hluti þess sem veldur legháls- krabbameini, þótt um hátt hlutfall sé að ræða. Fækkar um 1,7 dauðsföll á ári Að meðaltali greinast 17 konur á hverju ári með leghálskrabbamein hér á landi. Meðalaldur þeirra er 45 ár og 20% þeirra látast innan við fimm árum eftir greiningu. Bólu- setning gegn leghálskrabbameini kæmi að meðaltali í veg fyrir 1,7 dauðsföll á ári, að því er fram kom í rannsókn Jakobs, og myndi lengja heildarlífaldur hvers árgangs um tæp 17 ár. Kostnaðurinn við að lengja heildarlífaldurinn um eitt ár yrði því 1,8 milljónir. Ekki fékkst viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra vegna málsins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þær upplýsingar fengust þó að málið sé til athugunar innan ráðuneytisins. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Bólusetning skoðuð með jákvæðum huga  Leit að leghálskrabbameini mikilvæg þrátt fyrir bólusetningu, segir hjúkrunarforstjóri Jákvæð Ásta segir að skoða eigi bólusetningu gegn leghálskrabbameini með jákvæðum huga. ➤ Frá því að hafið var að skimafyrir leghálskrabbameini hef- ur dánartíðni vegna sjúk- dómsins lækkað um 83%. ➤ Að meðaltali greinast 17 kon-ur á ári hér á landi með leg- hálskrabbamein og látast 20% þeirra innan fimm ára. ➤ Að bólusetja einn árgangstúlkna gegn legháls- krabbameini kostar 47 millj- ónir króna. LEGHÁLSKRABBAMEIN „Við teljum að dómurinn hafi algjörlega horft fram hjá þeirri skil- greiningu sem er notuð í dag og við notuðum í greininni og horft á þetta algjörlega samhengislaust. Hann flettir upp í orðabók til þess að álykta hvað er verið að segja,“ segir Jón Trausti Reynisson fyrrverandi ritstjóri Ísafoldar sem var í fyrradag dæmdur ásamt Ingi- björgu Kjartansdóttur blaðamanni til að greiða Ásgeiri Davíðssyni eina milljón króna í miskabætur vegna greinar sem birtist í tímarit- inu í fyrra. „Í greininni eru alþjóð- legri skilgreiningu á mansali sem er viðurkennd af íslenskum stjórn- völdum gerð skil. Dómarinn virð- ist hafa horft til mansals sem hlekkjaðra þræla í lestinni á skipi fremur en eins og sérfræðingar sem við ráðfærðum okkur við þegar við unnum greinina.“ elias@24stundir.is Fyrrverandi ritstjóri ósáttur við dóm í meiðyrðamáli Dómarinn fletti man- sali upp í orðabók „Það þarf ekki að vera stundað vændi inni á stað til þess að það geti heitið mansal, það er talað um kynlífsþjónustu. Þá eru það bágar aðstæður einstaklingsins sem er verið að notfæra sér,“ segir Margrét Stein- arsdóttir lögfræð- ingur Alþjóðahúss sem situr í starfs- hópi félagsmála- ráðherra um að- gerðir gegn mansali. Hún segir að í starfi hópsins sé miðað við aðra skil- greiningu á mansali heldur en héraðsdómur notaði í sínum dómi. „Hún er sú sem er í Palermoviðaukanum og samn- ingi Evrópuráðsins sem Ísland hefur undirritað, en á eftir að fullgilda.“ ejg Ný skilgreining á mansali Mansal ekki bara vændi Femínistafélag Íslands sendi í gær frá sér ályktun þar sem lýst er yfir undrun og vonbrigðum vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli Ásgeirs Davíðs- sonar, kenndan við Goldfinger, gegn fyrrverandi ritstjóra og blaðamanni tímaritsins Ísafoldar. Í henni segir meðal annars „Fem- ínistafélagið telur ljóst á dómi Héraðsdóms að litið hafi verið fram hjá alþjóðlega viðurkenndri skilgreiningu á mansali.“ ejg Femínistafélag Íslands Ekki farið eftir skilgreiningum -hágæðaheimilistækiAFSLÁTTUR Með því að kaupa Miele þvottavél eða þurrkara leggur þú grunn að langtímasparnaði Sparaðu með Miele Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Hreinn sparnaður Dæmi fRá miele: Þvottavél og þurrkari með þétti kr. 239.990/10.000 vinnustundir = kr. 24,00 hver vinnustund. Dæmi fRá SAmkeppniSAðilA: Þvottavél og þurrkari kr. 189.000/6.000 vinnustundir = kr. 32,50 hver vinnusund. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Miele - líklega endingarbesta og ódýrasta parið Í upphafi skal endinn skoða! Miele tilboð nr. 1 Þvottavél W1514 kr. 124.995 Þurrkari T7634 kr. 104.995 parið kr. 229.990 Vinnustund kr. 23.00 Miele tilboð nr. 2 Þvottavél W1514 kr. 124.995 Þurrkari T7644C* kr. 114.995 parið kr. 239.990 Vinnustund kr. 24.00 Miele tilboð nr. 3 Þvottavél W1714 kr. 139.995 Þurrkari T7634 kr. 104.995 parið kr. 244.990 Vinnustund kr. 24.50 Miele tilboð nr. 4 Þvottavél W1714 kr. 139.995 Þurrkari T7644C* kr. 114.995 parið kr. 254.990 Vinnustund kr. 25.50 *Þurrkari m. þétti 2.000 Neytenda- stofnanir Aðrir framleið- endur Miele 0 4.000 6.000 8.000 10.000 klst. 3.800 klst. 4.500 klst. 6.000 klst. 10.000 klst. A B 20 ára líftími = 10.000 klst. miele þvottavélar eru prófaðar til að endast í 10.000 klst.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.