24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 06.06.2008, Blaðsíða 16
SALA USD 76,64 -1,50% GBP 149,82 -1,43% DKK 15,98 -0,75% SALA JPY 0,72 -2,33% EUR 119,23 -0,75% GVT 153,35 -1,07% 16 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir FÉ OG FRAMI vidskipti@24stundir.is Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Viðskiptabankarnir stóru þurfa að öllum líkinum ekki að breyta gjald- eyrisstöðu sinni til að uppfylla nýj- ar reglur Seðlabanka Íslands. Samkvæmt nýju reglunum, sem tilkynnt var um í gær, má misvægi erlendra eigna og skulda mest nema 10% af eigin fé hverju sinni, í stað 30% áður. Breytingarnar taka gildi 1. júlí. Í Morgunkorni greiningardeild- ar Glitnis segir að við lok fyrsta fjórðungs þessa árs hafi gjaldeyr- isstaða Landsbankans og Glitnis verið innan þeirra marka sem nýju reglurnar kveða á um. Selja fyrir 70 milljarða? Í fréttinni segir hins vegar að miðað við stöðu Kaupþings í lok fyrsta ársfjórðungs, hefði bankinn samkvæmt nýju reglunum þurft að selja gjaldeyri fyrir andvirði tæpra 70 milljarða og kaupa fyrir það ís- lenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi gerir bankinn hins veg- ar ekki ráð fyrir að nýju reglurnar hafi áhrif á gjaldeyrisstöðu bank- ans. Gera má því ráð fyrir að bank- inn hafi frá lokum fyrsta ársfjórð- ungs breytt gjaldeyrisjöfnuði sínum til samræmis við hinar nýju reglur, segir Ingólfur Bender, for- stöðumaður greiningardeildar Glitnis. Hefðu grætt minna Samkvæmt tilkynningu frá Seðlabankanum er tilgangurinn með breytingunni sá að draga úr áhættu og stuðla að virkari verð- myndun gjaldeyris á millibanka- markaði. „Í framtíðinni hafa bankarnir ekki heimild til að taka jafn mikla gjaldeyrisáhættu, og þar með hagn- ast eða tapa á gjaldeyrishreyfingum með sama hætti og þeir hafa gert,“ segir Ingólfur. „Bankarnir högnuð- ust mjög mikið á gjaldeyrishreyf- ingum á fyrsta fjórðungi ársins, en hagnaðurinn hefði ekki verið eins mikill ef þessi regla hefði verið til staðar.“ Ingólfur segir breytinguna vera eðlilega, enda sé 30% viðmiðið heldur rúmt miðað við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Styrkir gengi krónunnar Ingólfur telur tímasetningu Seðlabankans ekki vera tilviljun. „Þeir velja að tilkynna þessa breytingu núna þar sem þeir telja að breytingin hafi í för með sér að krónan styrkist. Enda kom í ljós í að krónan styrktist um eitt prósent strax við opnun markaða.“ Ingólfur bendir á að styrking krónunnar hjálpi Seðlabankanum að ná verðbólgumarkiði sínu, sem hafi gengið erfiðlega undanfarin misseri. Enda veldur styrking á genginu því að verð innfluttrar vöru lækkar, sem dregur úr verð- bólguþrýstingi. Minni gjald- eyrisáhætta  Bankarnir þurfa ekki að selja gjaldeyri til að uppfylla kröfur Minni gróði? Bank- arnir græddu mikið á gjaldeyrissveiflum á fyrsta ársfjórðungi. ➤ Samkvæmt breytingunni mámisvægi erlendra eigna og skulda fjármálafyrirtækja mest nema 10% af eigin fé. ➤ Samkvæmt eldri reglunummátti hlutfallið vera 30%. ➤ Gengið styrktist um 1% straxvið opnun markaða, sem rekja má til breytingarinnar. BREYTINGIN MARKAÐURINN Í GÆR                ! "##$                          ! "#$!   % &   ! !  '$  ()*+, (  - ./ 0/  $1  2        345  $#  # 61 # )$$  )7     81  "#$!#   ,9 $0  (   1. .  :  .          ;$ 1     !   .0   !  "                                                      :. ! . <  != % ( >?>?@?A @@?B4C5?5 ?@5AA@@@5 3B4A3?C?5 @AC3B@ @@C?D4@ 33D3>D@55 CDBAABDAD @5DB@AAAA D4CD>A B4?A3345 - BD35BA 4B4C 3C5AAAAA A A B5C?4AB - - @?5?@B3 - - - - - @C4BC5AAA - - 4EB> 33E5A >EB? @BEA5 ?AEA5 @DEB5 BB?EAA ?CEB5 >?E4A CE4? @AEB? 3EA3 >5EBA @E?C 4E>A ?@3EAA @5@AEAA 3@AEAA - - @5BEAA - - - - - 53B5EAA - - 4EDD 33EB5 >EBC @BE@5 ??E>5 @DE>5 BB5EAA ?CE>A >3E?A CE45 @AEB> 3EA4 >4E@A @E?4 4E>C ?@5EAA @5?AEAA 3@4EAA 4E4A AE>5 @4@E5A @EAA ??EAA BEAA - DEC> 5C55EAA - 5E5A 0 ! . 4 ?A 35 3> 5 3 3A 33 @B ? ?@ - 3 @ 4 - - ? - - 5 - - - - - @@ - - F$ . $. 54?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD C4?AAD 54?AAD 54?AAD 54?AAD C4?AAD C4?AAD 54?AAD 3A5?AAD ?A5?AAD 54?AAD @A3?AAD C4?AAD @45?AAD 4@??AAB 34?AAD 54?AAD C4?AAD B3?AAD ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Landsbanka Íslands fyrir 487 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Bakkavör Group eða um 6,47%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Century Aluminum, 2,26%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% og stóð í 4.698,39 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan styrktist um 1,28% í gær. ● Samnorræna OMX- vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE-vísitalan hækk- aði um 0,4% og þýska DAX- vísitalan lækkaði um 0,3%. „Ég fullyrði að hvergi er meiri samkeppni en á þessum markaði,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, mark- aðsstjóri Tals, sem segir að verð- stríð sé í gangi á fjarskiptamark- aði. „Neytendur sem hafa þrek og áhuga á að kynna sér málin geta heldur betur hagrætt hjá sér,“ bætir hann við. Hann segir Tal leggja upp með mjög einfalda verðskrá. „Öfugt við verðskrá stóru fyrirtækjanna þar sem flækjustigið er mjög mikið,“ segir hann og útskýrir: „Hjá okkur er bara einn taxti, 14,90 krónur mínútan, alveg sama hvert þú hringir innanlands, hvort sem er innan eða utan kerfa.“ Eyrún Magnúsdóttir, talmaður Nova, segir að fyrirtækið hafi einnig lagt upp með einfalda gjaldskrá til þess að komast inn á markaðinn. „Hún er þannig að það kostar ekkert að hringja innan okkar kerfis en 15 krónur að hringja í notendur utan kerfis,“ segir hún. ejg Einföld gjaldskrá lykillinn Ríflega ellefu prósenta verðmun- ur reyndist á matarkörfunni þeg- ar verðlagseftirlit Alþýðu- sambands Íslands kannaði verð í lágvöruverðsverslunum síðastlið- inn þriðjudag. Var vörukarfan ódýrust í Bónus, þar sem hún kostaði 8.922 krónur en dýrust í Nettó, á 9.925 krónur. Verðmun- urinn á milli þessara tveggja verslana var því 1.003 krónur. Af einstökum liðum í körfunni reyndist minnstur verðmunur á mjólkurvörum og ávöxtum milli verslana og var hann lang- minnstur á þeim vörum sem seld- ar eru í sömu pakkastærð í öllum verslunum. Vörukarfan samanstendur af yfir fjörutíu almennum neysluvörum til heimilisins, svo sem mjólk- urvörum, brauðmeti, ávöxtum, dósamat og grænmeti. þkþ Matarkarfan ódýrust í Bónus Evrópski seðlabankinn ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Er þetta í samræmi við væntingar enda hefur bankinn haldið vöxt- unum óbreyttum síðan í júlí í fyrra. Í rökstuðningi bankastjórn- arinnar segir að verðbólguþrýst- ingur hamli því að vextir verði lækkaðir frekar. þkþ Stýrivextir innan ESB óbreyttir Sameiningarviðræður á milli stjórnenda Kaupþings og SPRON er enn í fullum gangi. Starfsmaður SPRON sem 24 stundir ræddu við sagði starfsmenn bankans ekki óttast um uppsagnir vegna sameining- arinnar, þótt mögulega yrðu einhverjar deildir sameinaðar. Tilkynnt var um viðræðurnar undir lok aprílmánaðar. Ekki tókst að ljúka við- ræðunum innan fjögurra vikna eins og forsvarsmenn bankanna höfðu vonast til. Sameining félaganna er háð samþykkis hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings, lánveitenda bankanna, Fjármálaeftirlits- ins og Samkeppniseftirlitsins. Ekki náðist í Guðmund Hauksson, for- stjóra SPRON, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. hos Sameiningarviðræður enn í gangi Fyrstu fjóra mánuði ársins voru gistinætur á hótelum tæplega 5% fleiri en á sama tíma í fyrra. Hef- ur hótelgestum fjölgað á Suður- landi, á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi en fækkað annars staðar, skv. Hagstofunni. þkþ Hótelgestir fleiri Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol. a Þeir velja að tilkynna þessa breytingu núna þar sem þeir telja að breytingin hafi í för með sér að krónan styrkist.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.