24 stundir - 06.06.2008, Page 29

24 stundir - 06.06.2008, Page 29
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Tvær ungar konur, þær Gígja Ísis Guðjónsdóttir og Hanna Kristín Birgisdóttir, ætla að halda úti- markað í portinu við skemmti- staðinn Organ um allar helgar í sumar. Markmiðið er að sögn Gígju að gefa listamönnum og hönnuðum tækifæri til þess að koma vörum sínum á framfæri og bjóða neytendum upp á ís- lenska hönnun og listmuni á hagstæðu verði. „Um hverja helgi verður ákveðið þema og núna um þessa fyrstu helgi verð- ur fatamarkaður í portinu. Af þessu tilefni verða haldnir tón- leikar á laugardeginum en þar sem við erum enn að skipuleggja daginn er að vísu ekki alveg komið á hreint ennþá hverjir spila,“ segir hún. Vantaði markað Hvatinn að stofnun markaðar- ins var meðal annars sá að þeim stöllum fannst vanta markað fyr- ir ódýrar vörur nú eftir að sam- bærilegur markaður í hinu svo- kallaða Sirkusporti hefur verið lagður af. Þar með dró úr val- möguleikum fyrir neytendur og tækifærum fyrir hönnuði og listamenn að koma verkum sín- um í verð. Sjálf hefur Gígja hags- muna að gæta þar sem hún hefur nám í fatahönnun við Listahá- skóla Íslands næsta haust. „Svo er ég líka að vinna á Organ þannig að það lá beinast við að opna þennan markað í portinu þar,“ útskýrir hún. Sjö básar Í portinu verða sjö básar um hverja helgi og hafa þær Gígja og Hanna unnið að því að kynna markaðinn og fá fólk til þess að selja vörur sínar í básunum. „Við höfum hengt upp plaköt og stofnað síðu á myspace-vefnum til þess að vekja athygli á mark- aðnum. Hver helgi verður þema- tengd og sem dæmi má nefna að helgina 20. til 21. júní verður sérstakur tónlistar- og hljóm- sveitamarkaður og svo viku síðar verður markaður fyrir unga lista- menn og hönnuði á uppleið. Ýmsar uppákomur verða í port- inu í tengslum við markaðinn og má þar nefna sem dæmi sýningu á listgjörningi helgina sem er helguð ungu listamönnunum,“ segir hún. Stemning óháð veðri Eins og gefur að skilja vonast Gígja og Hanna til þess að bjart- sýnustu veðurspár fyrir sumarið rætist. „En hvernig sem veðrið verður ætlum við að reyna að sjá til þess að alltaf verði góð stemn- ing á markaðnum og fjölbreyti- legt vöruúrval,“ segir Gígja að lokum. Gígja Ísis Undirbýr opnun markaðarins ásamt vinkonu sinni. Famtakssamar ungar konur í Reykjavík Opna nýjan útimarkað Í portinu við skemmti- staðinn Organ verður í dag opnaður útimark- aður sem verður opinn alla föstudaga og laug- ardaga í sumar. Hver helgi verður tileinkuð ákveðnu þema og verður sú fyrsta fatahelgi. ➤ Skemmtistaðurinn Organ erstaðsettur við Hafnarstræti 1-3 í miðbæ Reykjavíkur. ➤ Núna um helgina stendur tilað bjóða upp á opið grill í portinu í tilefni opnunar- innar. ➤ Markaðurinn verður opinnmilli klukkan 14 og 17 alla föstudaga og laugardaga. ➤ Heimasíða markaðarins er áslóðinni www.myspace.com/ organmarket. ORGANMARKAÐURINN 24stundir FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 29 Sendiráð Frakklands á Íslandi og Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri standa fyrir ljósmyndasýningu Sé- verine Thévenet um brúðuna Litla í gallerí Klaustri. Sýningin opnar í dag, föstudaginn 6. júní, og stend- ur til 3. júlí. Litli er brúða sem fannst á háa- lofti einu í nágrenni Lyon og var tekinn í fóstur af ljósmyndaranum Séverine. Saman ferðuðust þau um Ísland árið 2004 og fyrir Litla var ferðalagið mikil upplifun og eins konar endurfæðing. Sýningin um Litla var áður í að- alsafni Borgarbókasafnsins í Reykjavík en segja má að nú hafi Litli aftur lagt land undir fót þar sem hann er kominn alla leið aust- ur á Fljótsdalshérað. Litli hefur einnig komið út á bók, Litli Soliquétude, með texta eftir Catherine Leblanc. Það er franska barnabókaútgáfan Où sont les enfants? sem gaf bókina út. Sérstök ljósmyndasýning í gallerí Klaustri Litli kominn austur á Fljótsdalshérað Hafnarfjarðarbær fagnaði 100 ára kaupstaðarréttindum sínum 1. júní síðastliðinn. Á sérstakri há- tíðarsamkomu í Hafnarborg þann dag var Sigurður Sig- urjónsson leikari útnefndur bæj- arlistamaður. Sigurður lauk námi úr Leiklist- arskóla Íslands árið 1976 og réð sig þá til starfa hjá Þjóðleikhús- inu þar sem hann var fastráðinn í hartnær 30 ár. Hann hefur einnig leikið í fjölmörgum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og er senni- lega best þekktur sem einn Spaugstofumeðlima. Á sömu hátíð var Eiríkur Smith myndlistarmaður útnefndur heiðurslistamaður Hafnarfjarðar. Sigurður bæj- arlistamaður Messa númer 7 í b-dúr, „Kleine Orgelmesse“, eft- ir Joseph Haydn verður flutt í Hafnarfjarð- arkirkju næst- komandi sunnu- dag, 8. júní, klukkan 11. Flytjendur mess- unnar eru Barbörukórinn í Hafn- arfirði auk Kammersveitar Hafn- arfjarðarkirkju sem Júlíana Elín Kjartansdóttir fiðluleikari stjórn- ar. Einsöngvari er Þóra Björns- dóttir og stjórnandi tónlistar- flutnings er orgelleikarinn Guðmundur Sigurðsson, kantor Hafnarfjarðarkirkju. Kleine Orgelmesse LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ýmsar uppákomur verða í portinu í tengslum við markaðinn og má þar nefna sem dæmi sýning á listgjörningi sem er helguð ungu lista- mönnunum. menning ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.