24 stundir


24 stundir - 06.06.2008, Qupperneq 34

24 stundir - 06.06.2008, Qupperneq 34
Eftir Kjartan Þorbjörnsson veidi@24stundir.is Formaður félagsins, Guðmundur Stefán Maríusson, reið á vaðið eins og venjan er en þetta er í fyrsta skipti sem hann opnar þar sem þetta er fyrsta árið hans sem formaður. Hann kastaði svartri Kröflu á veiðistaðinn Brotið við Laxfoss. Guðmundur hafði orð á því áður en hann hóf veiðar að of lítið vatn væri í ánni til að Brotið héldi fiski. Lax hafði þó sést á nokkrum stöðum í ánni á síðustu dögum og virðast aðstæður vera honum hagstæðar. Vatnshiti um átta gráður og fossar og laxastigar auðfærir. Yfir tuttugu manna hópur fylgdist spenntur með formann- inum reyna sig með tvíhenduna í suðaustanstrekkingnum en þrátt fyrir fína stangarfimi lét lónbúinn ekki blekkjast að þessu sinni. Laxveiði sumarsins er hafin Sett í fyrsta laxinn í Norðurá Laxveiðimenn héldu inn- reið sína á árbakka þeirra veiðiáa sem fyrst eru opnaðar ár hvert. Þannig var mikil stemning við Norðurá í Borgarfirði þegar stjórn Stangaveiði- félags Reykjavíkur hóf veiðar í gærmorgun klukkan sjö. Fjöldi gesta fylgist með Guðmundur Stef- án Maríusson búinn að reyna að kasta á Brotið en án árangurs. 24stundir/Golli Fyrsti laxinn Marinó Mar- inósson búinn að setja í fyrsta laxinn á Eyrinni. 34 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 24stundir Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað er beint á www.veidikortid.is Tryggðu þér Veiðikortið í tíma! Á að veiða í sumar? Það er núna sem almennir veiðimenn eiga að gera búnaðinn kláran fyrir vertíðina. Almennileg- ir menn eru löngu búnir að því, – í vetur eins og á að gera. Það er nefnilega að nokkru að hyggja svo maður standi ekki frammi fyrir óþægilegum uppgötvunum kvöld- ið fyrir fyrsta túr, eins og þegar ég fann gamla bananann í veiðitösk- unni frá því haustið áður. Yfirfara vöðlur. Að minnsta kosti í huganum. Leka þær? Voru vandræði í fyrra? Fara þá með þær í viðgerð núna. Flugur. Ekki er seinna að vænna en fara í gegnum boxin. Sjá hvort einhverjar eyður eru í röðum flugna og fylla þá upp í á næstu dögum með því að hnýta eða kaupa. (Áhugaverðar flugnavef- slóðir erlendis má finna á flugur.is ef menn vilja reyna eitthvað nýtt). Og já, það þarf að fara gegnum öll boxin, líka þetta sem þú notaðir í síðasta veiðitúrnum í fyrra og gleymdir að þurrka flugurnar sem nú eru kolryðgaðar í vestisvasan- um. Línur. Eitt það leiðinlegasta er að fara yfir línurnar. Núna er ein- mitt rétti tíminn til að draga þær út af hjólunum, renna yfir með rökum klúti og bóna. Dragið lín- una alla leið út til að treysta hnút- inn sem tengir hana við undirlínu. Það er ótrúlegt hvað þessir hnútar eiga til að losna. Næsti stórfiskur gæti hæglega kippt þessu í sundur. Taumar. Á framenda línunnar eru margir með lykkju sem þeir nota til að tengja við tauminn. Þessum lykkjum er ekki vel treyst- andi til lengdar. Þær eiga sjálfar til að rakna og því þarf að athuga með átaki hvort þær halda. Hitt er samt algengara að samskeyti línu og lykkju þreytist við síendurtekin köst, brot komi í línuna og lykkjan rykkist af við minnsta átak. Þetta þarf að athuga. Meira um línur: Er ekki kom- inn tími til að skipta? Trosnaðar línur, skítugar og stamar eiga ekk- ert erindi í veiðitúr. Lína kostar ekki svo mikið miðað við þá ánægju sem má hafa af því að kosta vel. (Á flugur.is er heilmikill bálkur um línur og val á þeim). Stöng. Opnaðu stangarhólkinn og fullvissaðu þig um að þar sé hreinn og þurr poki, en ekki mygl- aður eftir síðasta veiðitúr og búinn að smita korkinn á stönginni með ógeðslegum fnyk og fúa. Þetta er alltaf spennandi vorverk. Taumar? Þeir endast ekki að ei- lífu. Hentu öllum gömlu hálftómu spólunum og náðu þér í splunku- nýtt taumasett. Margir hafa farið flatt á því að kaupa ,,nýja tauma“ í búð og lent svo í því að þeir kubb- ast á árbakkanum. Prófaðu þá áð- ur en lagt er í ‘ann. Já, því fylgja tóm leiðindi að vera veiðimaður. En þetta er ekk- ert. Ég segi eins og Siggi Páls: ,,Verstur er bölvaður aðgerðar- kvíðinn.“ Á flugur.is eru ótal greinar um tæki og tól veiðimannsins. Heil- ræði um stangaval og greinar um línu- og taumafrumskóginn. Veiddu betur – í samstarfi við flugur.is Áður en haldið er til veiða Stefán Jón Hafstein skrifar um veiði VEIDDU BETUR LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Guðmundur formaður fór ásamt fylgdarliði upp fyrir Laxfoss og tók 8 punda lax á Réttarhylsbroti. veiði

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.