24 stundir - 06.06.2008, Síða 35

24 stundir - 06.06.2008, Síða 35
Meðal áhorfenda voru stjórnar- menn í Stangaveiðifélaginu, mak- ar þeirra og fjölmiðlamenn. Norðurá hefur venjulega verið opnuð 1. júní en því var frestað nú til 5. júní í annað sinn þar sem stórlaxinn virðist hafa seink- að göngu sinni. Um áttaleytið dró til tíðinda þegar gjaldkeri félagsins, Marinó Marinósson, setti í fyrsta laxinn. Sá tók túpuna Maríu, neðarlega á veiðistaðnum Eyrinni. Mikil spenna var í mönnum og augljóst að þessum fiski mátti ekki tapa. Marinó til aðstoðar voru þau Kalla Ingvadóttir, eig- inkona hans, og Eiríkur Eiríks- son, stjórnarmaður í SVFR. Eftir fimmtán mínútna viðureign og nokkrar tilraunir náði Marinó loks að stranda 12 punda silf- ursleginni hrygnu á sandeyrinni. Skylda er að sleppa öllum laxi yf- ir 7 pund í Norðurá og því lá mönnum mikið á að koma þess- ari glæsilegu hrygnu út í ána aft- ur og nokkrum andartökum seinna synti hún út í strenginn aftur á meðan veiðimenn féllust í faðma á bakkanum. Enn átti eftir að bæta í veiði áður en kom að hádegishléi. Þeg- ar líða tók á morguninn mátti sjá lax stökkva á Eyrinni. Guðmund- ur formaður fór ásamt fylgdarliði upp fyrir Laxfoss og tók 8 punda lax á Réttarhylsbroti auk þess sem hann reyndi við tvo laxa sem lágu á Berghylsbrotinu. Stjórnarmenn settu í lax á Stokkhylsbroti en misstu og rétt fyrir hádegi stimpl- aði fyrrverandi formaður, Bjarni Júlíusson, sig inn í sumarið og tók 10 punda fisk á Bryggjunum. Öllum þremur löxunum sem veiddust í gær var sleppt aftur. Togast á við stórfiskinn Veiðimaður búinn að koma laxinum úr mesta straumn- um og gerir tilraun til að stranda honum. Fögnuður veiði- félaganna var mikill Marinó lét það ekki draga úr ánægjunni að kona hans hafði óvart stigið á flugustöngina hans í öllum atgang- inum og brotið hana. Laxinn kominn á land Mældist 83 cm langur. Veiði- manni fannst flug- an fulldjúpt í koki laxins og ákvað að klippa á tauminn. Gullfallegri hrygnunni sleppt í strenginn fyrir neðan Laxfoss. 24stundir FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 2008 35 Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Föstudagur 6. júní 2008 Hillary og Vigdís Sumir feng’ann, aðrir feng’ann ekki. » Meira í Morgunblaðinu Laxveiðin Svarar kaþólskum leik- mönnum fullum hálsi. » Meira í Morgunblaðinu Jón Gnarr Elín Sigurðardóttir ætlar í rafmagnsverkfræði og eðlisfræði. Braga Stefaný Mileris ætlar í mannfræði. » Meira í Morgunblaðinu 17 ára í Háskólann Björgvin Þorsteinsson er dæmdur til að taka við Einherjaklúbbnum. » Meira í Morgunblaðinu Draumahöggin sjö » Meira í Morgunblaðinu

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.