24 stundir - 06.06.2008, Side 48

24 stundir - 06.06.2008, Side 48
24stundir ? Sauðburði er að mestu lokið á bæj-unum átta í Árneshreppi, og glaðbeittlömb vappa um tún og engi. Refurinnsitur um ungviðið, en sem betur fer eig-um við harðsnúið heimavarnarlið. Æð-arfuglinn er farinn að verpa í Árnesey,dyggilega verndaður af kríunni. Grá-sleppukarlarnir okkar bera sig bara vel og Garðar á Gjögri er byrjaður að reykja besta rauðmaga í heimi. Í Norðurfirði er unnið hörðum hönd- um að klára kaffihús sem verður opnað 17. júní og í Djúpavík verður stórmót í skák helgina á eftir. Handverkshúsið Kört í Trékyllisvík er nú opið ferða- mönnum, sem geta skyggnst inn í fortíð- ina hér við ysta haf. Bændur eru byrjaðir að bera á tún, áburð sem er að verða dýrari en gull. Verðið hefur allt að tvöfaldast síðan í fyrra. Olían hefur hækkað um helming. Rúlluplast um þriðjung. Þjónusta dýra- lækna um fjórðung. Sauðfjárbændur hafa árum saman verið sú stétt á Íslandi sem er lengst und- ir opinberum fátæktarmörkum. For- maður sauðfjárbænda, hinn knái Jó- hannes Sigfússon, sagði eitt sinn að ekki mætti vanmeta tilfinningalegt gildi þess að vera bóndi. En tilfinningar verða, því miður, ekki lagðar í banka og nú er tímabært að stjórnvöld hugi, í alvöru, að stöðu bænda á Íslandi. Við viljum öfluga matvælaframleiðslu, ekki satt, og við viljum byggð í landinu öllu. Sem betur fer er okkar góði landbún- aðarráðherra á leið í heimsókn í Trékyll- isvík, þessa dýrðarinnar sveit. Og hingað eru allir velkomnir! Fréttaskeyti frá Trékyllisvík Hrafn Jökulsson skrifar um lífið við ysta haf YFIR STRIKIÐ Er þetta hægt? 24 LÍFIÐ „Ný stjarna er fædd,“ segir gagn- rýnandi blaðsins um Dísu en hann var afar hrifinn af frumraun stúlkunnar. Frumraun Dísu fær fjórar stjörnur »42 Andri Freyr Viðarsson verður með sinn fyrsta þátt á Rás 2, ásamt Dodda Litla. Faðir hans hlustar á Reyðarfirði. „Pabbi heyrir loksins í mér“ »46 Grallararnir Siggi Hlö og Valli Sport hafa ráðið sig í diskóbúr Players út allt sumarið. Boogie Nights stemning. Með hausverk á Players um helgar »42 ● Verðlækkun „Allar myndir verða á 650 krón- ur í allt sumar,“ segir Jón Gunnar Geirdal, markaðs- stjóri hjá Senu sem rekur Regn- bogann. „Bíóverð hefur hækkað líkt og allt annað í þjóðfélaginu undanfarið, en við er- um svolítið að reyna að stemma stigu við þeirri þróun og prófa þessa verðlækkun í sumar. Og ef vel gengur er aldrei að vita nema þessi sumartilraun haldi áfram,“ segir Jón Gunnar, sem man varla hvenær bíómiðinn var síðast svo ódýr. ● Frá kaþólskum til Múhameðs Mér finnst þetta bara kjánalegt, segir Jón Gnarr um þá ákvörðun 5000 kaþólskra leikmanna að segja upp við- skiptum við Símann vegna Júd- asarauglýsingarinnar. „Er þetta ekki bara Georg Bjarn- freðarson, með einhver læti úti í mig. Það væri gaman að sjá þenn- an lista. Tökum á Dagvaktinni var að ljúka og nú eru það auglýsing- arnar aftur. Aldrei að vita nema Múhameð verði í þeirri næstu,“ segir Jón Gnarr, sem sjálfur er kaþ- ólskur. ● Traveler „Þetta eru kaótískir tímar í sjónvarpi og hefur ekkert að gera með gæði. Ein ástæða þess að hætt var við fram- leiðslu þáttanna var verkfall hand- ritshöfunda í Hollywood,“ segir Pálmi Guðmundsson dagskrár- stjóri um sjónvarpsþáttinn Trave- ler sem Stöð 2 tók nýverið til sýn- inga. Framleiðslu þeirra var hætt eftir aðeins átta þætti. „Það er samt yfirleitt einhver minniháttar uppgjör þegar svona kemur fyrir.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.