24 stundir


24 stundir - 19.06.2008, Qupperneq 2

24 stundir - 19.06.2008, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 23 Amsterdam 17 Alicante 24 Barcelona 24 Berlín 29 Las Palmas 26 Dublin 16 Frankfurt 25 Glasgow 13 Brussel 24 Hamborg 18 Helsinki 13 Kaupmannahöfn 18 London 19 Madrid 24 Mílanó 18 Montreal 16 Lúxemborg 21 New York 22 Nuuk 7 Orlando 27 Osló 12 Genf 23 París 26 Mallorca 25 Stokkhólmur 19 Þórshöfn 8 Norðan- og norðaustanátt, víða 5-13 m/s. Dálítil væta á NA- og A-landi og skúrir syðst á landinu, annars bjartviðri. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. VEÐRIÐ Í DAG 8 8 3 6 7 Hlýjast sunnanlands Norðaustan 5-10 m/s við norður- og austur- ströndina, annars hægari vindur. Dálítil rign- ing á NA- og A-landi en skýjað með köflum sunnan og vestanlands og víða skúrir síðdeg- is. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast suðvestantil. VEÐRIÐ Á MORGUN 8 10 4 7 7 Skúrir síðdegis „Þetta er í skoðun, það er alveg ljóst,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra um það hvort til greina komi að draga Ríkisútvarpið út af aug- lýsingamarkaði. „Við munum fara yfir málin í heild í tengslum við boðuð fjölmiðlalög og þar með tal- ið auglýsingahlutdeild Ríkisút- varpsins.“ Sigurður Kári Kristjánsson, for- maður menntamálanefndar Al- þingis, segist fylgjandi því að dreg- ið verði úr hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamark- aði í tengslum við gerð nýrra fjöl- miðlalaga. „Það er samdráttur á auglýsingamarkaði og auglýsinga- tekjur eru það sem frjálsir miðlar treysta helst á. Samkeppnisstaða þeirra gagnvart Ríkisútvarpinu er nógu bjöguð fyrir.“ elias@24stundir.is Hlutverk RÚV á auglýsingamarkaði Vilja endurskoðun „Við höfum hvatt alla til þess að klæðast bleiku,“ segir Halldóra Traustadóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, en í dag er því fagnað að íslenskar konur, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt 19. júní 1915. Farið verður í kvennasögugöngu undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands, en gangan hefst klukkan 16.15. Gengið verður frá Bríetarbrekku á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs í Reykjavík. Klukkan 17.00 verður svo móttaka Kven- réttindafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík í samkomusal Hallveigarstaða. mh Allir hvattir til að klæðast bleiku Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Sendinefndir frá Persaflóaríkjun- um Abu Dhabi og Katar eru stadd- ar hérlendis til að kynna sér áhuga- verða fjárfestingarkosti og möguleg samstarfsverkefni við íslensk fyrir- tæki. Viðskiptasendinefndin frá Abu Dhabi, sem tilheyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum, kom hingað til lands á vegum Útflutn- ingsráðs á mánudag og mun dvelja hér fram á föstudag. Í nefndinni eru menn frá hinum ýmsu öngum fyrirtækjasamsteypunnar Royal Group, sem er í eigu emírsins af Abu Dhabi. Jarðhiti og sjávarútvegur Að sögn Guðjóns Svanssonar, forstöðumanns hjá Útflutnings- ráði, er sendinefndin meðal annars að kanna samstarfsmöguleika á sviði jarðhita og sjávarútvegs. „Þeir eru að skoða mögulegar fjárfest- ingar og samstarfsverkefni við ís- lensk fyrirtæki. Ferðin kemur í framhaldi af ferð sem við fórum með viðskiptasendinefnd í fylgd með forseta Íslands í janúar til Abu Dhabi og Katars. Það gæti alveg komið eitthvað spennandi út úr þessu.“ Sendinefndin er spenntust fyrir jarðhitaverkefnum og mun því meðal annars hitta útrásararma opinberra orkufyrirtækja, Geysis Green Energy og fulltrúa þriggja stærstu bankanna til að kynna sér þau. Þá átti hún fund með iðn- aðarráðherra í gærmorgun. Sendi- nefndin frá Katar kom hingað til lands í gær. Heimsókn hennar er framhald á opinberri heimsókn forseta Íslands til Katars í janúar og í tengslum við fundi sem Ólafur Ragnar átti með þjóðhöfðingja Katars í maí. Nefndin er meðal annars skipuð fulltrúum fjárfest- ingarstofnunar Katars auk þess sem forstjóri Qatara Petroleum International, helsta orkufyrirtækis landsins, er með í för. Þá er fulltrúi Quatar Foundation hér einnig en sú stofnun hefur for- ystu á sviði tækni, vísinda og mennta í Katar. Hann mun meðal annars ætla að kynna sér rann- sóknir í líftækni meðan á dvölinni stendur. Mikill áhugi frá Persaflóa  Fulltrúar frá Abu Dhabi og Katar skoða hér fjárfestingarkosti Svartsengi Nefndin frá Abu Dhabi skoðaði Hita- veitu Suðurnesja í gær. ➤ Royal Group er viðskipta-samsteypa í eigu emírsins af Abu Dhabi. ➤ Innan samsteypunnar eru um30 fyrirtæki sem starfa í mörgum mismuandi geirum. ➤ Meðal verkefna Royal Grouper þróun eyjunnar Al Reem, rétt utan við Abu Dhabi. ROYAL GROUP Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gærsluvarðhaldsúrskurð yfir frönskum manni sem hand- tekinn var á kaffihúsi í Reykjavík í síðustu viku. Mað- urinn er grunaður um að hafa dregið sér hátt í 22 milljónir króna. Héraðsdómur úr- skurðaði manninn í gæslu- varðhald til 3. júlí, meðan yf- irvöld fjalla um framsals- beiðni. Hæstiréttur taldi nægjanlegt að banna mann- inum för úr landi til 3. júlí. þe Farbann í stað gæsluvarðhalds Hæstiréttur Um þúsund manns sóttu um nám við við- skipta- og hag- fræðideild Há- skóla Íslands á komandi hausti. Aldrei hafa svo margir sótt um nám við deildina. Umsókn- arfrestur rann út 5. júní síðastlið- inn. Á fimmta hundrað manns sóttu um nám í grunnnámi til BS-náms. Að auki sóttu um 100 manns um BS-nám með vinnu. Á fimmta hundrað manns sóttu um nám við tíu mismunandi meistaranámsleiðir, þar á meðal MBA-nám og meistaranám í markaðsfræði og alþjóða- viðskiptum. mh 1000 manns sóttu um nám Ríkisstjórnin veitti í gær þrjár milljónir króna til vistakstursverkefnis sem stjórnað er af Landvernd á fundi sínum. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra segir að með þessu vilji ríkisstjórnin leggja sitt af mörkum til að draga úr útblástri og kostnaði vegna eldsneytis. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir verkefnið vera samstarf Toyota, VÍS og Orkuseturs auk ríkisstjórnarinnar og Landverndar. Hann segir verkefnið byggjast á því að starfsmönnum fyrirtækja verði boðið upp á að æfa sig í vistakstri í sérstökum aksturs- hermi. ejg Þrjár milljónir í vistakstursverkefni Hollenskt par á fimmtugsaldri var í gær úrskurðað í gæslu- varðhald í Héraðsdómi Reykja- ness til mánudags eftir að 300 grömm af kókaíni fundust í fór- um þeirra við komuna til lands- ins. Tollgæslan á Keflavíkur- flugvelli fann efnin í tösku parsins. Þau voru að koma frá Amsterdam. Lögreglan verst frek- ari frétta af málinu. mh Hollenskt par með fíkniefni „Það verður eingöngu framleitt rafmagn með jarðgufu eða um 400 megavött ef áætlanir ganga eftir. Það bendir allt til þess að það markmið náist þar sem boranir hafa gengið vel,“ segir Árni Gunn- arsson, verkefnisstjóri hjá Lands- virkjun og Þeistareykjum ehf. „Við erum á áætlun, þó hefur Krafla reynst okkur erfið eins og fyrri dag- inn,“ segir hann. Samkvæmt viljayfirlýsingu er verið að kanna hagkvæmni þess að framleiða allt að 400 MW fyrir ál- ver á Bakka sem mun framleiða 250.000 tonn af áli ári. Vinna við umhverfismat vegna álversins er þegar hafin. „Það er rífandi gangur á borun- unum. Við höfum nýlokið við að bora tvær holur í Bjarnarflagi og það er verið að hefja framkvæmd í þriðju holunni á norðurhluta Kröflusvæðisins,“ segir hann. áb Boranir vegna fyrirhugaðs álvers á Bakka Jarðhitinn á að duga Látinn maður náði endurkjöri sem bæjarstjóri í þorpinu Voi- nesti í Rúmeníu. Neculai Ivascu gegndi embættinu frá árinu 1990, en féll frá skömmu eftir að kosningar hófust. „Ég vissi að hann væri dáinn, en ég vildi ekki sjá breytingar,“ sagði íbúi þorps- ins í sjónvarpsviðtali. Fram- bjóðandinn í öðru sæti var settur bæjarstjóri. aij Íhaldssamir Rúmenar Kjósa látinn SKONDIÐ Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Taktu þátt í grillleik MS og þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukkunúmerið sem er í lokinu og þú færð strax að vita hvort þú hefur unnið. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.