Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 5
Útgefandi: Árvakur hf. • Ábyrgðarmaður: Gestur Einarsson • Efnisstýring, hönnun og útlit: Gunnar Sverrisson og Halla Bára Gestsdóttir, lifun@mbl.is, sími 894 0038 • Aðrir höfundar efnis: Elsa Ævarsdóttir • Ljósmyndir: Gunnar Sverrisson • Auglýsingasala: lifunaugl@mbl.is, sími 569 1111 • Tímarit sem fylgir Morgunblaðinu mánaðarlega • Prentun: Prentsmiðja Árvakurs hf. • Upplag: 55.000 eintök • ISSN 1670-3863. lifun herbergi Börnin þurfa sinn eigin heim ... … í herbergjunum sínum þar sem frelsi, leikur og rólegheit geta farið saman. Þau upplifa herbergin sem sitt heimili og yfirráðasvæði og hafa skoðanir á útliti þeirra eftir því sem aldurinn færist yfir. En það er ansi snúið að innrétta barnaherbergi svo vel fari og allt dótið sem fylgir börnunum komist fyrir. Í þessu tölublaði Lifunar eru börnin, heimili þeirra og lífsstíll aðalatriðið. Það veitir víst aldrei af góðum ráðum þegar kemur að því að innrétta barnaherbergi. Rut Káradóttir innanhússarkitekt segir miður að barnaherbergi séu oft minnstu vistarverur heimil- isins en þegar barnið er lítið (ungbarn) komi það ekki að sök. Þegar barnið fer hins vegar að leika sér sjálft og skoða sig um er mikilvægt að það fái rými til þess að svala hreyfiþörf og sköpunargleði. Rut gefur nokkur ráð sem nýtast vel: Það er mikilvægt er að hafa góðar hirslur en því miður er oft erfitt að koma þeim fyrir vegna þess að barnaherbergi eru oftast mjög lítil. Þægilegt er að hafa skápa þannig úr garði gerða að þeir geti hýst bæði föt og leikföng en þannig skapast einnig meira leiksvæði á gólfi sem á fyrstu árum barnsins er mjög mikið nýtt. Húsgögn þurfa að henta stærð og aldri barnsins og eru til í miklu úrvali t.d. í Barnasmiðjunni, Tekk-Company og í IKEA. Húsgögnin þurfa einnig að vera örugg og þannig ber að foraðst að setja úr sér gengin húsgögn inn í barnaherbergi. Á fyrstu árum barnsins er leiksvæði þeirra yfirleitt sem mest nálægt foreldrum og þeim sem eru að gæta þeirra svo í raun þurfa barnaheimili að taka tillit til þarfa barna í öllum vistar- verum. Þegar barnið er orðið eldra (leikskólaaldur) hefur það þörf fyrir sitt rými og þannig er skemmtilegt og örvandi fyrir barnið að fá herbergi við hæfi. Nauðsynlegt er að hafa lýsingu breytanlega eftir því hvað er að gerast í herberginu, það einfalt að gera með ljósdeyfi („dimmer“). Einnig er hægt að koma fyrir, auk loftljóss, veggljósum og lömpum. Barnaherbergi þurfa að vera þægileg í þrifum, bæði gólf og veggir, og því skiptir efnisval máli. Hægt er að hafa meiri glansáferð á veggjum barnaherbergja, gólfin þurfa að vera þannig að þau safni ekki í sig óhreinindum. Hættur geta leynst víða á heimilum. Margvíslegur öryggis- búnaður fæst m.a. í IKEA og heildsölum sem selja búnað í innréttingar, s.s. læsingar á glugga, hurðastopparar, vörn á hvöss horn og fleira. Fataskápur á hjólum eftir Rut Káradóttur, sérsmíðaður af Smíðaþjónustunni. Barnarúm frá Epal, „Stokke“-rúm. Rimlatjöldin eru frá Sólargluggatjöldum. Gluggatjaldastöngin er smíðuð af Jóni Aðalsteinssyni járnsmið. Loftljós og veggljós frá Lúmex (ljós m. dimmer). Lampi í glugga handgerður af lista- manninum Margréti Guðnadóttur. Rugguhestur frá Barnasmiðjunni. Herðatré, snagar og körfur inn í skáp frá Tekk-Company. Handgert eftir Grímu Eik Káradóttur (systur Rutar), gamaldags tuskudúkka, handþæfðir skór og rúmteppi á rúmi. Stór og lítill bangsi úr flóneli í stíl við náttföt. Handgert eftir Kristínu S. Garðarsdóttur, lítil hjartaskál og 2 krúsir. Handgert af Margréti Guðnadóttur, körfur fyrir framan skáp, spiladós á hurðarhandfangi, lampi í glugga. Handgert af Gullu í MÁ, MÍ MÓ, púði í körfustól. Handgert af manninum á heimilinu, teppi og peysa í stíl prjónað á prjónanámskeiði Storksins í Kjörgarði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.