Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 34
innlit lifun keramik er í uppáhaldi hjá mér núna og ég nota það mikið til skrauts.“ Þegar hún er spurð að því hvort stíll þeirra hjóna hafi breyst í áranna rás og hvernig hún vilji lýsa honum segir hún: „Stíll okkar hefur þroskast og breyst enda farið svolítið eftir því húsnæði sem við höfum búið í. Mér þykir hann víðsýnni en áður, hann hefur ekki staðnað og við erum ófeimin við að breyta stílnum og framkvæma það sem við viljum til að ná heildarsvip. Einnig er hann persónulegur sem og það umhverfi sem höfðar til okkar í dag – hlutir sem gefa okkur eitthvað. Tískan hefur áhrif leynt og ljóst en maður reynir að vera maður sjálfur í gegnum hana. Maður á að vera stílnum trúr og hafa sterkan persónulegan stíl. Það á að vera hægt að finna heimilisfólkið í umhverfi þess en ekki falla í yfirborðshátt og sýndarmennsku. Manni á að líða vel á heimilinu sínu, hafa þar sitt hreiður og gera það fallegt fyrir sig en ekki aðra. Það er hægt að gera allt fallegt ef maður bara finnur fegurðina.“ Eitt ráð að lokum fyrir þá sem eru að breyta og bæta? „Flýta sér hægt, gefa sér tíma. Oft þarf að flytja inn og búa á staðnum áður en maður áttar sig á því hvernig best er að hafa hlutina til að geta klárað þá. Þetta á við um efnisval, lýsingu og geymslupláss svo eitthvað sé nefnt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.