Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 12
hugmyndir P – piltar Piltar eru oft mjög áhugasamir um herbergin sín. Snemma vita þeir hvað er flott og vilja ná því fram í umhverfi sínu. Þeir horfa ekki alveg jafnmikið á heildarútlitið eins og stúlkurnar en nákvæm smáatriði skipta þá þeim mun meira máli. Gólfpláss, geymslupláss og húsgögn, allt sem hægt er að notast við í leik og starfi, þarf að mynda „sterka“ umgjörð. R – rúmföt Börn jafnt og fullorðnir eiga það skilið að sofa með vandaðan rúmfatnað úr góðu efni. S – stúlkur Flestar litlar stúlkur elska litla og sæta hluti. Það er auðvelt að fara yfir strikið í þeim efnum í stúlknaherbergi og því mikilvægt, eins og áður hefur komið fram, að veggir séu ljósir ef dót og skraut- munir eru í meira lagi. Einnig er mikilvægt að fá börn almennt til að átta sig á því að ekki er fallegt að ofhlaða herbergið dóti heldur vanda valið á því sem sést og stillt er upp. T – tafla Þegar verið er að skapa enn eitt listaverkið er lítið blað ekki alltaf nógu stórt. V – veggur Ef á að gefa einum vegg aukið vægi er skemmtileg hug- mynd að mála nafnið á eiganda herbergisins á vegginn. Þ – þema Það getur komið skemmtilega út að hafa ákveðið þema í gangi í barnaherbergjum – leyfa sköpunarkraftinum að njóta sín. lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.