Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 23
börn sér og hreyfa sig. Lausnirnar felast í því að geta gert heimilið að leikvelli aðra stundina og hina að rólegheitastað. Börnin vilja vera í kringum foreldra sína, gera það sem þeir gera, vera eins og þeir. Börn læra af fullorðnum og það þarf að vera einfaldara fyrir fjölskyldur að vera saman, njóta daglegs lífs, en slíkt gerist þegar fram koma hlutir og lausnir sem gera dagegar skyldur okkar auðveldari og gefa okkur þ.a.l. meiri tíma. Slíkt er hlutverk IKEA. Nýtt ár er hafið – IKEA vörulistinn 2004 er kominn út! Markaðsár IKEA gengur í garð í ágústlok ár hvert og hefst á því að nýjum IKEA-vörulista er dreift á öll heimili á landinu. Í ár er hann stærri en nokkru sinni fyrr eða 284 blaðsíður fullar af hugmyndum og lausnum fyrir heimilið. Farnar eru óhefðbundnar leiðir í framsetningu efnis sem miðast að því að skoða heimilið frá sjónarhóli barnsins. Meginþema nýs árs kallast „Að búa með börnum“. Í nýja vörulistanum er að finna húsgögn fyrir börn sem kallast IKEA PS leikhúsgögn. Þessi framleiðsla er algjörlega ný á markaðinum og er hönnuð með það í huga að styðja við þroskaferli barnsins. Þótt mikil áhersla sé á börn í vörulistanum er hann fullur af nýjum hugmyndum og lausnum fyrir allt heimilið. Þar má finna nýjar línur í húsgögnum s.s. sófum, borðum, stólum, hillusam- stæðum, skrifstofuhúsgögnum, innréttingum o.fl. Nýir litir á áklæðum, efnum, gardínum, púðum, handklæðum og rúmfötum skipa þar stóran sess. Nokkrar staðreyndir: Nýi IKEA-vörulistinn er 284 blaðsíður (196 bls. í fyrra). Hann kemur út í 36 löndum á 46 ólíkum tungumálum. 131 milljón eintaka af IKEA-vörulistanum er dreift um allan heim. IKEA-vörulistanum er dreift mest allra prentgripa í heiminum. IKEA-vörulistinn kom fyrst út 1951 í Svíþjóð. kynning lifun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.