Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.08.2003, Blaðsíða 9
hugmyndir Þegar kemur að skipulagi og hönnun barnaherbergis þarf einfaldar, hagnýtar og auðveldar lausnir án þess að stílnum sé glatað. Myndir eru fengnar úr bókum héðan og þaðan. Barnaherbergi frá a til ... lifun A/Á – áhugi og áhrif Börn hafa ákveðnar skoðanir á því hvað þau vilja og hvernig draumaher- bergið lítur út. Þau ættu alltaf að vera með í ráðum ef þau sýna slíkan áhuga og hann á að launa þeim með fallegum og smekklegum her- bergjum. Gæta skal þess að barnaherbergi séu ekki of litrík og stútfull af dóti – heldur þvert á móti halda þar sama stílnum og er á heimilinu … nema unglegri umgjörð. Með því læra börn að bera virðingu fyrir því sem fjölskyldan deilir saman sem og að ganga vel um. B – breytingar Staðreyndin er sú að þarfir barna breytast ótrúlega hratt. Þau vilja nýtt útlit á herbergið sitt mjög reglulega og því er mikilvægt að skipuleggja herbergið fram í tímann svo að auðvelt sé að gera á því breytingar. Börnum þarf að líða vel í herberginu sínu og finnast það vera sitt eigið heimili. Þar eiga þau jafnframt að finna frelsi og sköpunarkraft, frið og ró. D – deila herbergi Systkini sem deila herbergi þurfa að finna að þar eigi þau sitt eigið svæði og útlit og stíll þarf að samræmast þörfum og skoðunum beggja. Í mörgum tilfellum þarf tvennt af öllu í her- bergið en það sameiginlega, sem deilt er í leik og starfi, getur sett punktinn yfir i-ið varðandi útlitið. Ef tækifæri er til er sniðugt að skipta herberginu niður í svæði, hvort sem er með færan- legum skilrúmum eða léttum gardínuvængjum. F – fatnaður Þægilegt aðgengi í barnaherberginu er kostur fyrir bæði börn og fullorðna og þá sérstaklega þegar kemur að fatnaði. Barnaföt hafa hins vegar fagurfræðilegt gildi og það setur svip á herbergið að leyfa fallegum fötum að vera í opnum hillum eða hanga á herðatrjám á opnum slám. G – gólf Börn eyða löngum stundum á gólfinu og þau þurfa að hafa eitt- hvað mjúkt undir sér svo þolin- mæðina þrjóti ekki. Mottur, pullur og púðar koma að góðum notum og gott er að vöðlast á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.