24 stundir - 03.07.2008, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir
Frábærir
ferðafélagar
Bækur í miklu úrvali
Föndurdót fyrir litlu krílin
Fræðandi leikföng
Traustir ferðafélagar
NÝ OG GLÆSILEG BÚÐ Í HOLTAGÖRÐUM
Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndaflokks-
ins í borgarstjórn Reykjavíkur var í minnihluta á fund-
um menntaráðs og skipulagsráðs í gær. Á fund skipu-
lagsráðs voru mættir þrír fulltrúar minnihlutans auk
eins áheyrnarfulltrúa en aðeins tveir af fjórum fulltrú-
um meirihlutans. Sama staða var í upphafi fundar hjá
menntaráði en þriðji fulltrúi meirihlutans mætti eftir
að fundur hófst.
Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður skipulags-
ráðs segir að þetta eigi sér eðlilegar skýringar. „Við er-
um komin fram í júlí og það eru margir í sumarleyfi
auk þess sem boðuð voru forföll á síðustu stundu,“
segir hún og bætir við „Fundurinn var engu að síður
löglegur og allt unnið í góðu samkomulagi eins og
jafnan.“
Björk Vilhelmsdóttir fulltrúi minnihlutans í skipu-
lagsráði, sem hefur setið sex ár í borgarstjórn, segist
ekki muna eftir því að önnur eins staða hafi komið
upp áður. „Mér finnst þessi meirihluti vera að sýna
enn og aftur að hann er ekki starfshæfur,“ segir hún og
bætir við: „Hann mannar ekki ráðsfundi. Skipulagsráð
fer ekki í sumarleyfi, fyrr en eftir miðjan mánuðinn.“
elias@24stundir.is
Minnihlutinn í borgarstjórn var í meirihluta í tveimur ráðum í gær
Meirihlutinn var í minnihluta
Eðlilegt Hanna
Birna segir for-
föll eiga sér eðli-
legar skýringar.
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
„Vindorka gæti verið ákveðið svar,
þá þyrfti kannski ekki að virkja eins
stór fallvötn á Íslandi ef tilraunin
gengur vel og hægt væri að virkja
vind víðar,“ segir Haraldur Magn-
ússon bóndi í Belgsholti í Mela-
sveit.
Haraldur byrjaði með veðurstöð
árið 2003 og fékk hugmynd að
vindmylluvirkjun í framhaldinu.
„Ég hef bara alltaf hugsað um
vindinn, að við gætum notað hann
eitthvað,“ segir Haraldur.
Stærri vindmyllan
Vindmyllan sem hann hyggst fá í
verkefnið er framleidd í Svíþjóð og
er 45 kílówött. „Það reiknast til að
framleiðslan verði á bilinu 120-140
þúsund kílówattstundir á ári mið-
að við sex metra meðalvind,“ segir
Haraldur og bætir við að það sé
háð hversu mikið logn er á tíma-
bilinu. „Ef það er mjög mikill vind-
ur sem fer yfir 22 metra í með-
alvind þá slær vindmyllan út og
stöðvar sig,“ segir hann.
Tilraunaverkefni
Verkefnið er tilraunaverkefni
Haralds og Orkusetursins á Akur-
eyri. „Það er að sjálfsögðu hag-
kvæmast að nota rafmagnið til
einkanota, en orkufyrirtækin
munu borga fyrir þá aukaorku sem
fer út á dreifikerfið,“ segir hann.
Hann telur að hagkvæmnin liggi
í því að vera með vindmylluna sem
næst einkanotkun en annars væri
betra að vera með stærri myllur.
„Við munum mæla hversu mik-
ið rafmagn fer út á dreifikerfið þeg-
ar ég nota ekki allt rafmagnið sem
hún framleiðir sjálf,“ segir hann.
„Ég er búin að ganga með verk-
efnið í maganum töluvert lengi,
sérstaklega vegna veðurathugana
og Orkusetrið sýndi þessu mikinn
áhuga,“ segir hann og bætir við að
fleiri styrkjendur séu velkomnir að
koma að tilrauninni.
Hagkvæmni kemur í ljós
Haraldur kaupir stöðina sjálfur
en með samstarfinu verða upplýs-
ingar um vindmyllutilraunina
gerðar aðgengilegar fyrir orkufyr-
irtæki. „Svo kemur það í ljós
hversu hagkvæmt þetta verður,“
segir Haraldur.
Vindorka hefur verið flokkuð
sem ótrygg orka því ekki er hægt að
tryggja að það fari alltaf jafnmikið
rafmagn inn á dreifikerfið.
„Ég nota mismikið rafmagn
sjálfur og því er óljóst hversu mikil
umfram framleiðsla verður,“
segir hann.
Smærri gerðin
Smærri gerðin af vindmyllu sem
er 11, kw stöð hefur vottun allra
Evrópustaðla. „Nú bíðum við bara
eftir tilskildum leyfum og verkefn-
ið fer vonandi á fullt með haust-
inu,“ segir Haraldur og bætir við
að mikil sala hafi verið í smærri
gerðinni af vindmyllunni. „Hún er
ætluð fyrir smærri býli, en það má
benda á að rafmagn er dýrt í Evr-
ópu,“ segir hann.
Haraldur hefur nú þegar farið út
til að skoða vindmylluna og er
bjartsýnn á að tilraunin muni
heppnast vel. „Þetta verður stór-
skemmtileg og áhugaverð tilraun,“
segir hann og bætir við að tilraunin
muni veita hagnýtar upplýsingar
fyrir orkufyrirtæki.
Smærri vindmylla Þessi
er smærri en Haraldur
setur upp í haust.
Vindorka svar
við fallvötnum
Haraldur Magnússon bóndi hyggst virkja vind í tilraunaskyni
Ótrygg orka sem hagkvæmust væri til einkanota að hans mati
➤ Verkefnið hlaut styrk fráOrkusjóði árið 2008 en Sig-
urður Ingi hjá Orkusetrinu á
Akureyri fann hentuga vind-
myllu fyrir verkefnið.
➤ Vindmyllan er framleidd í Sví-þjóð og er 45 kw. Fyrirtækið
sem selur vindmylluna er um
þessar mundir að sækja eftir
vottun Evrópusambandsins
en hefur nú þegar fengið 11
kílówatta vindmyllur sam-
þykktar.
➤ Rarik og Orkusalan eru búinað gefa vilyrði fyrir því að
stöðin tengist dreifikerfinu
miðað við að hún uppfylli
ákveðna staðla og kröfur.
RAFMAGNSFRAMLEIÐSLA