24 stundir - 03.07.2008, Síða 18

24 stundir - 03.07.2008, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir Nýlega var endurnýjuð viljayfir- lýsing um álver á Bakka milli sveitarfélagsins Norðurþings, iðn- aðarráðuneytisins og Alcoa. Íbúar í Þingeyjarsýslum meta það mikils að iðnaðarráðherra hafi með und- irskrift aukið verulega líkur á að af framkvæmdum verði og hundruð starfa verði til hér á svæðinu. Reikna má með að bara þær orku- og umhverfisrannsóknir sem nú verður ráðist í muni skapa hér tugi góðra starfa. Mikil samstaða er um það í Þingeyjarsýslum að nýta orkulind- ir svæðisins til uppbyggingar í Þingeyjarsýslum. Uppbygging ál- versins mun ekki einungis hafa í för með sér að minnsta kosti 300 störf í álverinu og hundruð tengdra og afleiddra starfa, heldur verða byggðar í það minnsta þrjár jarðvarmavirkjanir í Bjarnaflagi, við Kröflu og á Þeistareykjum. Þingeyingar hafa góða reynslu af rekstri Kröfluvirkjunar en hún var byggð árið 1977 og var fyrsta alvö- rujarðvarmavirkjun okkar Íslend- inga. Síðan þá hefur hún verið akkeri í atvinnumálum Mývetn- inga. Virkjunin hefur í áratugi tryggt vel launuð störf sem skortur hefur verið á á svæðinu. Þjónusta við virkjunina hefur reynst iðnfyr- irtækjum á Húsavík uppspretta stöðugra og góðra verkefna í gegn- um árin. Það að bæta við þremur virkjunum sem hver um sig eru tvöfalt stærri en núverandi Krafla mun styrkja atvinnulíf í Þingeyj- arsýslum og þá sérstaklega í Mý- vatnssveit. Loksins sjáum við fram á að skarðið sem lokun Kísiliðj- unnar skildi eftir verði fyllt. Mun gjörbylta rekstri sveitar- félagsins Álverið á Bakka mun gjörbreyta rekstri sveitarfélagsins Norður- þings með því að tekjur af fast- eignagjöldum og hafnarstarfsemi aukast. Einnig má búast við veru- legri aukningu á útsvarstekjum vegna fjölda þeirra vel borgandi starfa sem verða til með tilkomu álversins. Þá hækka fasteignir í verði og framkvæmdageta íbú- anna eykst. Geta sveitarfélagsins til að þjónusta íbúana mun aukast og sveitarfélagið verður ekki leng- ur háð framlögum úr jöfnunar- sjóði. Auðvitað vilja íbúar í Norð- urþingi að tekjur þeirra séu það háar að sveitarfélagið þurfi ekki á sérstökum tekjuuppbótum að halda frá hinu opinbera. Við vilj- um frekar vera greiðendur en þiggjendur. Munum draga ungt fólk til starfa Álver er mikil fjárfesting og veitir traustan grunn í atvinnu- málum sem hægt er að treysta á til framtíðar. Hér hefur undanfarin ár átt sér stað merkileg uppbygg- ing í ferðamannaiðnaðinum sem verið hefur sveitarfélaginu mikil- væg í samdrætti í sjávarútvegi og landbúnaði. Því miður mun ferða- mennska þó ávallt vera árstíða- bundin og sveiflubundin vertíð á Íslandi. Hún er mjög góð og kær- komin viðbót við efnahag lands- fjórðungsins en verður seint hans meginstoð. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 nýverið þyrfti ferða- mönnum að fjölga um hálfa millj- ón bara á þessu ári til að jafna tekjuaukningu þjóðarbúsins vegna aukinnar álframleiðslu á árinu. Fyrir Þingeyinga er nýting ork- unnar á háhitasvæðunum lykill að endurreisn svæðisins. Með þeirri uppbyggingu sem álvers- og virkj- anaframkvæmdum fylgir munum við draga ungt fólk til starfa og efla samfélagið til dáða. Þingey- ingar munu ekki hvika frá þeirri stefnu að nýta þingeyskar orku- auðlindir til að byggja samfélagið upp til framtíðar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Norðurþingi Nýtum orkulindirnar í Þingeyjarsýslum UMRÆÐAN aJón Helgi Björnsson Fyrir Þing- eyinga er nýting ork- unnar á há- hitasvæð- unum lykill að end- urreisn svæð- isins. Með þeirri upp- byggingu sem álvers- og virkjanaframkvæmdum fylgir munum við draga ungt fólk til starfa og efla samfélagið til dáða. Formaður velferðarráðs, Jórunn Frímannsdóttir, grípur til óhefð- bundinna leiða þegar hún fær sviðsstjóra velferðarsviðs með sér í pólitískan slag en þær hafa nú þeg- ar skrifað saman tvær greinar um búsetuúrræði með félagslegum stuðningi. Aðra í Morgunblaðinu og hina í 24 stundum. Það var Jór- unn sem réði Stellu Víðisdóttur á sínum tíma til vinnu en þar átti að ráða sviðsstjóra en ekki pólitíska aðstoðarkonu. Um þetta virðist þó vera álitamál því þær stöllur tjá sig nú einni röddu um hápólitískt mál, röddu Sjálfstæðisflokksins. Áður hafði Stella reyndar tekið af öll tví- mæli um skoðanir sínar þegar hún sagði í bréfi til innri endurskoð- anda Reykjavíkurborgar að „í þessu samhengi var jafnframt litið til þess að með því að leita til þessa sam- starfsaðila er velferðarsvið að styðja við þróun og samkeppni á markaði í félags- og heilbrigðisþjónustu“. Þessi fullyrðing er reyndar undar- leg því Stella hefur ekkert umboð til að markaðssetja velferðarkerfið í Reykjavík. Slíka stefnu verður að sjálfsögðu að marka í borgarstjórn og það er mikill vafi á að hún yrði samþykkt þar. Það er vont þegar embættismenn taka þátt í pólitík- inni á þennan hátt og sviðsstjóri velferðarsviðs hefur með því stillt sér upp við hlið verkefnastjóra miðborgar. Pirringur Það virðist fara ósegjanlega í taugarnar á Jórunni Ósk Frímanns- dóttur að fá ekki að dunda sér við einkavæðingu velferðakerfis Reykjavíkurborgar í friði. Þannig lét hún hafa eftir sér í Fréttablaðinu fyrir stuttu: „Mér finnst ótrúlegt þetta endalausa hjakk sem á ekki við nein rök að styðjast,“ og inn á mjög athyglivert blogg Jóns Stein- ars Ragnarssonar, sem hefur farið eins og eldur um sinu netheima (http://prakkarinn.blog.is/blog/ prakkarinn/entry/576312/, þar voru komnar inn 76 athugasemdir þegar ég leit við), setur Jórunn inn langa athugasemd og segir meðal annars: „Hvers konar umræður eru þetta [?] … Sennilega er Sjálfstæð- isflokkurinn einfaldlega að gera of góða hluti í velferðarmálum, sem fari fyrir brjóstið á vinstrimönn- um.“ Jórunn er í ham og ætlar ekki að missa af lestinni aftur. Það er engu líkara en að á hana sé nú runnið einhvers konar einkavæð- ingaræði en það er „þetta enda- lausa hjakk“ sem skapraunar for- manni velferðarráðs. Hún lendir í vandræðum með hvert málið á fæt- ur öðru. Meirihlutinn er ekki tryggur, málin eru illa undirbúin og annarlegur tilgangur blasir við. Í þrígang hefur tillaga hennar um út- boð á þjónustusíma verið frestað en þar ætla frjálshyggjumennirnir að skjóta rótum einkavæðingar í framtíðarþjónustu fyrir aldraða og fatlaða. Að sama skapi var tillögu Jórunnar um einkarekstur Drop- laugarstaða frestað fram á haust. Útboðið á búseturúrræði fyrir fíkla er orðið mikið vandræðamál og trúverðugleiki formanns velferðar- ráðs hefur borið skaða. Tekið var mun hærra tilboði með rökum sem ekki halda vatni því enginn efast um að SÁÁ er faglega betur í stakk búið til að sinna fíklum á borð við þá sem voru í Byrginu en fyrirtæki sem enga reynslu hefur af slíku. Græðgi Staðreyndin er sú að í gegnum tíðina hafa fjölmörg almannasam- tök gert samninga við Reykjavík- urborg um ýmiss konar rekstur. Þar á meðal eru sjúklingasamtök, mörg hver innan Öryrkjabanda- lagsins, líknarfélög eins og Tak- markið og Konan sem reka áfanga- hús, félög sem beita sér fyrir mannréttindum svo sem Stígamót og Kvennaathvarfið og svo mætti áfram telja. Það sem þessi samtök og félög eiga sameiginlegt er að allt þeirra starf beinist að einu ákveðnu markmiði, þau fara ekki á markað og þurfa ekki að skila eigendum arð. Uppbyggingin er einföld: fé- lagar, stjórn og starfsmenn. Æðsta vald allra þessara félaga er aðal- fundur þar sem allir skráðir félagar hafa rétt á að kjósa sér stjórn. Í stað þess að eiga heimtingu á hlutafé þurfa þeir að greiða félagagjöld og leggja þeir margir hverjir á sig ómælda sjálfboðavinnu því þarna er hugsjónafólk á ferð. Sjálfsagt er þetta ein meginástæðan fyrir því að velferðarsvið er ekki útboðsskylt þegar um þessi mál er að ræða. Svo ætti í það minnsta að vera en að sjálfsögðu er ekki samið við aðra en þá sem hafa sannað sig og eftirlit, aðhaldsemi og gagnsæi á að vera í fyrirrúmi. Vörn Jórunnar og Stellu í Heilsuverndarstöðvarmálinu, sem byggir á því að málið hafi ekki verið útboðsskylt, er afkáraleg. Það hlýt- ur í öllum tilfellum að vera skylda þeirra sem fara með opinbert fé að gæta þess að vel sé með það farið og hagsmunum þjónustuþega sé sem best gætt. Hins vegar ætti það að vera því hugsjónafólki sem starfað hefur með Reykjavíkurborg að brýnum málum áhyggjuefni að þeir sem ráða velferðarmálum í Reykjavík í dag skuli líta á það sem verkefni sitt „að styðja við þróun og samkeppni á markaði í félags- og heilbrigðisþjónustu“. Þessi yfirlýs- ing segir aðeins það að stjórnmála- fólk sem ekki gerir greinarmun á pólitík og viðskiptum hefur nú kortlagt velferðarkerfið og ákveðið að sækja þangað verkefni fyrir einkaaðila til að græða á. Höfundur er borgarfulltrúi VG Útboð á fíklum og fleira arðvænlegt Vörn Jór- unnar og Stellu í Heilsuvernd- arstöðv- armálinu, sem byggir á því að málið hafi ekki verið útboðs- skylt, er afkáraleg. UMRÆÐAN aÞorleifur Gunnlaugsson Heimsferðir bjóða frábært tilboð á vikuferðum til Barcelona í júlí og ágúst. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Frábært mannlíf og óendanleg fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu úrvali fjölbreyttra verslana í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmörkuð gisting og sæta- fjöldi í boði! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barcelona í júlí og ágúst Frá aðeins kr. 29.990 Glæsileg gisting í boði! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Sértilboð 25. júlí, 1. og 8. ágúst. Verð kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Confortel Barcelona Hotel Rivoli Ramblas + í 7 nætur með morgunverði, 25. júlí. Verð kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Rivoli Ramblas + í 7 nætur með morgunverði. Sértilboð 1. og 8. ágúst.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.