24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 03.07.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir Fjöldi þjóða sendir keppendur til þátttöku á fyrsta heims- meistaramótinu í íslenskri glímu, sem fram fer í Dan- mörku í ágúst. Meðal þeirra þjóða sem hafa boðað komu sína eru Asíuþjóðirnar Kyr- gyzstan og Úsbekistan, og Afr- íkuþjóðin Níger. Utan Íslands er glíman ein- mitt einna vinsælust í gömlu Sovétríkjunum, og auk Kyr- gyzstan og Úsbekistan koma keppendur frá Úkraínu og Rússlandi. Flestir koma frá Rússlandi en búist er við um og yfir fjórum keppendum frá hinum löndunum, sem og frá Níger og Kamerún í Afríku. Þá hafa keppendur frá Dan- mörku, Belgíu, Hollandi, Sví- þjóð og Þýskalandi boðað komu sína. Keppendur frá Kyrgyzstan Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Árið 2008 verður sérlega minnis- stætt fyrir glímuáhugafólk en 9. og 10. ágúst næstkomandi fer fram í fyrsta sinn heimsmeistarakeppni í greininni og er gert ráð fyrir að þar taki þátt einar 15 þjóðir og allt að 120 keppendur í heildina. Það sem meira er, keppnin fer fram undir beru lofti á vinsælu víkingasafni í Hróarskeldu í Danmörku og gera menn því skóna að um tíu þúsund manns fylgist með þessu alþjóðlega ævintýri hinnar íslensku glímu. Allt á áætlun Skarphéðinn Orri Björnsson, forseti nýstofnaðra Alþjóðasam- taka glímunnar, hefur haft veg og vanda af skipulagningu heims- meistaramótsins og segir hann flest kurl komin til grafar. „Þetta er auð- vitað í fyrsta sinn sem við stöndum fyrir slíkum viðburði og eflaust á eitthvað eftir að koma upp á en að svo stöddu erum við búnir að ganga frá öllum lausum endum og allt lítur orðið vel út.“ Danir áhugasamir Hvers vegna HM í glímu fer fram í Danmörku skýrist af því að það er mjög miðsvæðis fyrir þær þjóðir sem þátt taka en þar eru auk Íslendinga Rússar sem senda hvað flesta keppendur til leiks. Ísland er þó eina þjóðin sem sendir kepp- endur í alla átta flokka mótsins. „Annars eru Danir nokkuð áhuga- samir um íþróttina og ég hef verið í sambandi við danska íþróttasam- bandið um að fá formlega inn- göngu og menn tekið vel í þá mála- leitan. Það eru nokkrir tugir Dana að æfa glímuna eins og sakir standa og vonandi verður keppnin til að ýta enn frekar undir þann áhuga. Reiða sig á Rússa Það eru samt sem áður Rússar sem sýna keppninni og íslenskri glímu hvað mestan áhuga fyrir ut- an Íslendinga sjálfa og þaðan koma flestir keppendur aðrir en héðan frá Fróni. „Það er rík hefð fyrir glímu í Rússlandi þó að ekki sé hún alveg á pari við þá sem við stund- um hér á Íslandi. Þeir sýna mótinu og glímunni þó mikinn áhuga og hafa lýst yfir áhuga á að taka þátt í kostnaðinum að hluta til. Þess er þörf auk þess sem við erum að reyna að fá Alþingi til að leggja peninga til verkefnisins en það vantar aðeins upp á til að allt standi.“ Stór viðburður á okkar mælikvarða Flestir helstu glímumenn lands- ins taka þátt á Hróarskeldu og Skarphéðinn hefur litlar áhyggjur af því að mótið standi yfir á sama tíma og öllu stærri viðburður, Ól- ympíuleikarnir, sem fram fara í Kína. „Það er ekkert til að hafa áhyggjur af og ég hef satt best að segja ekkert hugsað út í það. Ég veit aðeins að á okkar mælikvarða er þarna um stórviðburð að ræða. Þarna verður keppt í glímu, hrygg- spennu og lausatökum og ég finn fyrir miklum áhuga meðal þeirra sem á annað borð fylgjast með slík- um íþróttum. Við sendum flesta okkar bestu menn í öllum flokkum og þetta verður gaman þegar upp er staðið þó að ábyggilega sé eitthvað sker sem við skipuleggjendur eigum eft- ir að stranda á áður en yfir lýkur.“ Þjóðaríþróttin í víking til Evrópu  Fyrsta heimsmeistaramót í íslenskri glímu fer fram á dönsku víkingasafni í Hróarskeldu  Nokkrir tugir Dana æfa íslensku glímuna  Rússar sýna íþróttinni mikinn áhuga Sniðglíma? Það eru engin vettlingatök leyfði í glímu. Stigið Börn og ungling- ar fá að kynnast glímu í íþróttatímum í grunn- skólum landsins. Tvær sterkustu glímukonur Ís- lands, systurnar Sólveig Rós og Svana Hrönn Jóhannsdætur, báðar úr Glímufélagi Dalamanna, verða ekki með á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku í ágúst. „Þetta er bæði vegna tíma- og peningaleysis. Við hefðum þurft að eyða miklu sjálfar ef við hefðum farið og vorum búnar að ákveða að fara til Spánar áður en það var ákveðið að halda þetta mót. Ég er líka sjálf í skóla á veturna og vinnu á sumrin þannig að ég get ekki tek- ið frí í margar vikur á sumrin,“ sagði Sólveig Rós sem var einmitt stödd á Spáni þegar blaðamaður náði tali af henni. Sólveig Rós varð í öðru sæti Ís- landsglímunnar nú í vor og systir hennar bætti um betur og varð Glímudrottning. Það er því ljóst að Ísland verður án tveggja af sínum sterkustu keppendum á þessu fyrsta heimsmeistaramóti. „Vildi fara í mínu besta formi“ „Ég var alveg búin að ákveða að vera með í þessu móti en svo hent- aði tíminn bara ekki. Þetta myndi kannski horfa öðruvísi við ef ég væri búin með skóla og komin í fasta vinnu. Og það er sama saga með Svönu. Ég hefði líka viljað fara í mínu besta formi og verið að æfa á fullu í sumar, en ekki bara mæta þarna í einhverju meðalformi. Ég er að vinna vaktavinnu í Keflavík og ef ég ætlaði að æfa á fullu væri dýrt að borga alltaf bensín til Reykjavíkur. Það er bara ekkert komið til móts við okkur í þessum málum,“ sagði Sólveig Rós og bætti við að gaman hefði verið að takast á við erlendu keppendurna. „Við vitum náttúrulega voða lít- ið hvernig andstæðingarnir yrðu á þessu móti en við höfum áður farið til Skotlands og keppt þar í hrygg- spennu og haft vel í þær sem við kepptum við þar.“ Tíma- og peningaleysi aftrar helstu glímukonum landsins frá keppni Glímusystur missa af fyrsta HM Lítið hefur farið fyrir þjóð- aríþrótt Íslendinga, glímunni, á síðustu árum. Þó eru um 600 iðkendur að æfa íþróttina í dag, í 6-8 félögum víðs vegar um landið að sögn Ólafs Odds Sigurðssonar formanns Glímusambands Íslands. „Stærstu félögin eru úti á landi og þar er HSK með flesta þátttakendur í mótum. Svo eru félögin á Ísafirði og Reyð- arfirði mjög fjölmenn,“ sagði Ólafur. Þau félög sem virk eru á land- inu eru Héraðssamband S- Þingeyinga, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, Héraðssambandið Skarphéð- inn, Glímufélagið Hörður á Ísafirði, Glímufélag Dala- manna, og KR í Reykjavík. HSK er stærst ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Það er rík hefð fyrir glímu í Rússlandi þó ekki sé hún alveg á pari við þá sem við stundum hér á Ís- landi. Þeir sýna mótinu og glímunni mikinn áhuga og taka þátt í kostnaðinum að hluta til.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.