24 stundir - 03.07.2008, Side 28

24 stundir - 03.07.2008, Side 28
Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Ég held bara að það hafi gerst í móðurkviði,“ segir Friðrika Hjör- dís Geirsdóttir fjölmiðlakona að- spurð að því hvenær áhuginn á matargerð hafi kviknað. „Ég sneri eldhúsinu hennar mömmu við nánast á hverjum degi þegar ég var yngri við misjafnar viðtökur, það var ekkert alltaf vinsælt. Ætli það megi ekki segja það að mamma hafi grætt á því hin síðari ár,“ segir Friðrika sem segist sjaldan standa sjálf fyrir aftan grillið. Deila um heiðurinn af matnum „Það er þannig á mínu heimili að manninum mínum finnst rosa- lega gaman að grilla og ég læt það bara eftir honum að njóta sín við grillið. Þannig að ég er lítið þar en ég kom að öllum undirbúningi á því sem að fer á grillið. Það er hins vegar alltaf tvírætt hvort okkar fær heiðurinn af matnum,“ segir Frið- rika í léttum tón. Gómsætur eftirréttur Friðrika gefur lesendum upp- skrift af gómsætri pavlovu með grilluðum ferskjum, ferskum blá- berjum og bragðbættum rjóma en uppskriftina af þessum girnilega eftirrétti má finna vinstra megin á síðunni. Það er tilvalið fyrir þá sem ætla að bjóða gestum í mat yfir helgina að spreyta sig á þessum girnilega rétti. Mælt er með því að bjóða upp á gott desertavín sam- hliða réttinum. Friðrika Hjördís Hefur haft áhuga á matargerð alla tíð. Friðrika Hjördís Geirsdóttir hefur alltaf haft gaman af matargerð Fékk áhugann í vöggugjöf Friðrika Hjördís Geirs- dóttir fjölmiðlakona seg- ist hafa fengið áhuga á matargerð í vöggugjöf. Hún gefur lesendum 24 stunda uppskrift að ljúf- fengum eftirrétti sem passar við öll tilefni og tilvalið að prófa yfir helgina. ➤ Friðrika Hjördís hefur haftáhuga á matargerð svo lengi sem hún man eftir sér. ➤ Hún var dugleg við að snúaeldhúsi móður sinnar á hvolf á sínum yngri árum. ➤ Hún segist leyfa manninumsínum að sína snilli sína fyrir framan grillið en hún kemur þó að undirbúningi á öllu sem fer á það. FRIÐRIKA HJÖRDÍS 28 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 24stundir Senn gengur í garð ein stærsta ferðahelgi ársins og ljóst að margir munu gera tilraun til að sína snilli sína fyrir framan grillið. Ef þú ætl- ar að hafa nautasteik á boð- stólnum, fylgdu þá þessum fimm skrefum og útkoman ætti að lofa góðu.  Notið ferskt nautakjöt sem er nýkeypt og hefur ekki legið í ís- skáp í meira en þrjá daga. Notist ekki við frosið kjöt.  Hreinsið grindina og berið matarolíu á. Forhitið grillið á háum hita í að minnsta kosti tíu mínútur. Gætið þess að hafa lokið niðri bæði þegar forhitun og eld- un á sér stað.  Skerið af alla aukafitu sem er á kjötinu. Kryddið með nýmuldum svörtum pipar og saltið örlítið meira en vanalega þar sem hluti saltsins dropar af við eldun.  Til að ná fram „steikhúsará- ferð“ á steikina, látið teinana á grillinu gera köflóttar rákir í kjötið með því að snúa því á með- an á eldun stendur, báðum meg- in.  Ef þú vilt steikina þína millilít- ið steikta (medium rare) grillaðu hana í tæpar tvær mínútur á hvorri hlið á háum hita. Bættu við 30 sekúndum fyrir hvern steikingarflokk (meðalsteikt, meðal-velsteikt og svo fram- vegis.) Bætið einnig 30 sekúndum við steikingartímann ef steikin er ekki beinlaus. hh Fimm ráð til að reiða fram hina fullkomnu grilluðu nautasteik Hin fullkomna nautasteik Fullkominn steik Gæti litið einhvern veginn svona út. Fyrir fjóra Marengs Hráefni 4 eggjahvítur 220 g sykur 1 tsk. maizena-mjöl 2 tsk. hvítvínsedik Aðferð Hitið ofninn í 180°C og setjið bökunarpappír á plötu. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smám saman út í, því næst mai- zena-mjölinu og að lokum hvít- vínsedikinu. Takið því næst tvær stórar skeiðar og formið 6-8 kúlur og leggið á plötuna. Notið bakhlið- ina á skeiðinni til að gera smá dæld í marengsinn. Bakið í fimm mín- útur við 180°C, lækkið svo ofninn í 150°C og bakið í aðrar 70 mínútur. Takið úr ofninum og látið kólna. Þeytið 250 ml rjóma og bætið 2-3 matskeiðum af Bailey’s og einni matskeið af flórsykri út í rjómann og þeytið. Að því loknu skal skera ferskar ferskjur niður í meðalstóra bita og setja á trépinna, sem hafa legið í bleyti í þrjátíu mínútur, annars brenna pinnarnir við. Ferskjurnar eru settar á grillið og grillaðar í þrjár mínútur á hvorri hlið á meðalheitu grilli. Að lokum er gott að pensla balsamsírópi yfir ferskjurnar rétt áður en þær eru teknar af grillinu. Setjið rjómann og grilluðu ferskjurnar ofan á mar- engsinn og bætið við ferskum blá- berjum yfir. Gott að bera fram með góðu desertvíni. hh Uppskrift Pavlova með grilluðum ferskjum og bláberjum Þegar heitt er í veðri er fátt betra en að borða góðan grillmat. En þótt grillmatur sé oftast afar bragðgóður er mörgum sem þykja grillaðar kjötmáltíðir of þungar í maga í sólinni. Fyrir þá er tilvalið að búa til gott salat með grilluðum kjúklingi. Grillaður kvöldið áður Kjúklingasalat er tilvalið til að bjóða vinahópnum eða stórfjöl- skyldunni upp á á heitum eft- irmiðdegi. Þá er hægt að spara sér vinnu með því að grilla kjúk- lingabringurnar kvöldið áður og skera þær svo í strimla. Í salatið má setja allt sem hugurinn girn- ist, til dæmis ferskan ananas, mangó, rauðlauk, vínber eða hvað annað sem er til í ísskápn- um. Svo er gott að velja góða dressingu til að setja út á salatið og bjóða upp á svalandi sum- ardrykk með. hh Grillaðu kjúkling í salatið a Ég sneri eldhúsinu hennar mömmu við nánast á hverjum degi þegar ég var yngri við misjafnar viðtökur, það var ekkert alltaf vinsælt. Ætli það megi ekki segja það að mamma hafi grætt á því hin síðari ár. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is Sumarsalat Gott að setja grillaðan kjúkling út í salatið. ÞÝSKAR ÁLKERRUR til allra starfa Vandaðar kerrur á góðu verði, léttar og fallegar. Margar stærðir og gerðir. Sturtubúnaður , álbrautir o.fl. Söluumboð: N1 Laugatanga 1 Mosfellsbæ - sími 566 8188. Fjarðanet hf. Grænagarði Ísafirði - sími 470 0836. KB búrekstrard. Egilsholti 1 Borgarnesi - sími 430 5500. Háholt 18 Mosfellsbæ sími 894 5111 VANTAR YKKUR GRILL HEIMA EÐA Í SUMARBÚSTAÐINN ERUM MEÐ HÁGÆÐA RYÐFRÍ GASGRILL Grillið er úr ryðfríu stáli (304) með þremur pottbrennurum og einum bakbrennara (stærð 161 x 68 x 126 cm). Grillið er með rafknúnum grillteini, elektrónískum kveikjubúnaði og yfirbreiðslu. Upplýsingar í síma 517 2220 ÓTR ÚLE GT VER Ð kr. 75. 000 Bakverk - heildsala ehf, Tunguháls 10, 110 Reykjavík grillið

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.