24 stundir - 03.07.2008, Page 40

24 stundir - 03.07.2008, Page 40
24stundir ? Yfirfull bílastæði við menntaskóla á Ís-landi eru algeng sjón. Eitt syfjulegt ung-menni í hverjum bíl sem oft er keyptur áríflegum bílalánum. Íslenski draumurinnkristallast í froststillum yfir borginni þeg-ar hlandgulur mengunarliturinn slærbjarma á fjöllin. Almenningssamgöngurreyna yfirleitt ekki að keppa við einkabíls- mann. Það kostar fimmtán hundruð krónur með rútunni milli Keflavíkur og Reykjavíkur og því er ódýrara að keyra eins síns liðs á sparneytnum bíl. Ekki er hvatt til þess að fólk noti almennings- samgöngur heldur þvert á móti. Verkefnið Frítt í Strætó var ánægjuleg nýbreytni þegar samið var um að bæjarfélög á höf- uðborgarsvæðinu byðu skólafólki ókeypis strætóferðir frá síðasta hausti og fram til fyrsta júní. Núna telur eitt ríkasta sveitar- félagið að það geti ekki tekið þátt lengur. Garðabær hefur komist að þeirri nið- urstöðu að skólafólk í bænum noti þjón- ustuna minna en svari þeim kostnaði sem bærinn leggur til verkefnisins. Nið- urstaðan er sú að hætta frekar en að hvetja skólafólkið til að taka sig á í þessum efnum. – Það er ekkert til sem heitir frítt, segir bæjarstjórinn í anda læriföðurins Miltons Friedman sem sagði að hádeg- isverðurinn væri aldrei ókeypis. En gam- aldags stjórnmálamenn eru heldur ekki ókeypis. Hvað þá bílamengun úr Garða- bæ. Bæjarstjórinn hefði allt eins getað snúið dæminu á haus til að meta þann ávinning sem bæjarfélögin öll hafa af því að draga úr mengun, bílastæðavanda og umferðarþunga. En hann vill frekar standa og telja hausa eins og gamaldags funksjóner í Sovét. Ókeypis bílamengun úr Garðabæ YFIR STRIKIÐ Hvað kosta gamaldags stjórnmál? Þóra Kristín Ásgeirsdóttir vill frítt í strætó. 24 LÍFIÐ Þó það sé ekki önnur plata í Ferða- laga-seríu Magga Eiríks og KK í burðarliðnum leggja þeir samt land undir fót. KK og Maggi Eiríks af stað í ferðalag »32 Tónlistarmaðurinn Paul Simon spilaði eitthvað fyrir alla á tónleik- unum í Laugardalshöll. Fær þrjár og hálfa fyrir. Paul Simon var með góðgæti fyrir alla »35 Gagnrýnanda blaðsins fannst nýj- asta gamanmynd Rob Schneider, Big Stan, einum of grunnhyggin.. Stóri-Stan er ekkert svo fyndinn »34 ● Beittara blað „Þetta leggst bara rosalega vel í mig. Ég hlakka til,“ seg- ir Bryndís Björg- vinsdóttir, meist- aranemi í þjóðfræði og nýr ritstjóri Stúd- entablaðsins. Bryndís hefur góða reynslu af hvers konar ritstjórn- arstörfum og segist hún muna án efa innleiða nýja hluti inn í Stúd- entablaðið og nýta þá þekkingu sem fyrirfinnst innan háskólans. „Mér finnst að Stúdentablaðið ætti að vera að tengja saman fræði og samtímann og vera með gagnrýni, vera með svolítið beittar klær.“ ● Frítt í bíó „Við ætlum að bjóða í bíó í kvöld,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir, kvikmyndafram- leiðandi og einn af Vinum Tíbet. „Við ætlum að sýna stórmyndina Kundun í Kaffi Hljómalind og allir eru velkomnir. Eftir sýn- inguna verður síðan fræðsla um ástandið í Tíbet í dag, bætir Kristín Andrea við. „Við í Vin- um Tíbet ætlum að hafa kvik- myndasýningar mánaðarlega hér eftir, ýmist heimildarmyndir eða kvikmyndir,“ segir hún að lok- um. ● Uppskeruhátíð „Þetta er upp- skeruhátíð bæði ræktunarlega séð og í reiðmennsku. Hér koma allir hestamenn og rjóminn af bestu gæðingum lands- ins og gríðarleg stemning,“ segir Fjölnir Þorgeirsson en hann keppir í þriðja sinn á landsmóti á föstudaginn og þá í 150 m skeiði. Fjölnir segir það draum hvers hestamanns að vinna landsmót og að keppnin leggist vel í sig. „Mottóið er að ef maður er ekki fljótastur þá er maður flottastur!“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.