24 stundir - 23.07.2008, Page 6

24 stundir - 23.07.2008, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 24stundir OFNÆMI… NEI TAKK 527 040 Neutral vörurnar eru viðurkenndar af Ofnæmis- og astmasamtökum Norðurlanda E N N E M M / S IA / N M 3 4 3 7 3 Tryggvi er 5. efnahagsráðgjafi ráðuneytisins Sautján ár eru liðin frá því að efnahagsráðgjafi var starfandi sein- ast í forsætisráðuneytinu, en það var árið 1991 samkvæmt upplýs- ingum frá ráðuneytinu. Tryggvi Þór Herbertsson verður sá fimmti til að gegna því starfi þegar hann tekur við 1. ágúst næst- komandi. Fyrstur til að ráða í starf- ið var Gunnar Thoroddsen þegar hann réð til sín Þórð Friðjónsson árið 1980 sem sinnti starfinu lengst allra efnahagsráðgjafa til þessa, eða í rúm sex ár. Athygli hefur vakið að ráðning Tryggva Þórs er tímabundin til hálfs árs. Gréta Ingþórsdóttir, að- stoðarmaður forsætisráðherra, seg- ir hann hafa fengið leyfi frá störf- um sínum hjá Askar Capital í sex mánuði og því miðist ráðning hans við þann tíma. Ekki fengust svör frá ráðuneyt- inu um hvort umræddur tími full- nægði þörf ráðuneytisins fyrir aukna efnahagsráðgjöf. þkþ Sautján ár frá síðasta efnahagsráðgjafa „Svarti mánudagurinn“ var mánudagurinn 17. mars kallaður. Þá féll gengi íslensku krónunnar meira en nokkru sinni áður á ein- um degi eða um 7%. Í framhaldi lýstu forsvarsmenn atvinnulífsins, launþega, stjórnarandstöðunnar og flestir aðrir yfir djúpum áhyggj- um af stöðu mála. Menn höfðu áhyggjur af því að vöruverð og af- borganir af lánum, sérstaklega í er- lendum gjaldmiðlum, ryki upp úr öllu valdi með skelfilegum afleið- ingum. Bent var á Seðlbankann, ríkisstjórnina, alþjóðlega lána- kreppu og krónuna sjálfa sem sökudólga. En hvað hefur gerst síð- an þá? elias@24stundir.is Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá „svarta mánudeginum“ þegar krónan féll meira á einum degi en nokkru sinni áður Hvað hefur gerst á fjórum mánuðum? 1 Gengið Að kvöldi „svarta mánu- dagsins“ stóð gengisvísitalan í 153,6 stigum en hún var 145,5 í upphafi dags. Það þýðir að krón- an veiktist um tæp 7%. Botni náði krónan þó ekki þennan svar- tamánudag í mars því að í lok júní fór gengið í 168,2 stig. Á há- degi í gær var hún hins vegar 161,4 stig sem þýðir að krónan hefur veikst um rúm 5% und- anfarna fimm mánuði. Verðbólgan Í mars var verð- bólgan 8,7% samanborið við 6,8% mánuðinn á undan. Í síð- asta mánuði var hún komin í 12,7% og nú er því spáð af grein- ingardeild Landsbankans að hún nái hámarki í ágúst og verði þá 14%. Öll innkaup og afborganir heimilanna hafa því aukist gríð- arlega á undanförnum fjórum mánuðum. 2 3 Seðlabankinn Stýrivextir Seðlabankans voru snarlega hækkaði með sérstakri vaxta- ákvörðun 25. mars, úr 13,45% í 15%. Á næsta reglubundna vaxta- ákvörðunardegi, þann 10. apríl, voru þeir aftur hækkaðir, í 15,5%. Seðlabankinn hækkar vexti til að styrkja krónuna og til þess að ná verðbólgumarkmiði sínu sem er 2,5% verðbólga. Ríkisstjórnin Fljótlega var bent á nauðsyn þess að styrkja gjald- eyrisvaraforða Seðlabankans verulega með erlendri lántöku til þess að styrkja íslenskt efnahags- líf. Alþingi veitti ríkisstjórninni heimild til þess að taka 500 millj- arða lán til verksins í lok maí. Síðan hefur ekkert lán verið tekið en gefin út skammtíma rík- isskuldabréf fyrir 25 milljarða. 4 Hæstiréttur hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavík- ur um að pólskur karlmaður um tvítugt, sem nýlega var dæmdur í 3 ára fangelsi fyrir nauðgun, skuli sæta farbanni þar til dómur fellur í máli hans í Hæstarétti. Fram kemur í dómi Hæsta- réttar, að foreldrar mannsins eru búsettir hér á landi og hann býr hjá móður sinni. Hann sagðist hins vegar þurfa að fara til Póllands til að leita til geðlæknis en hann hefði verið í læknismeðferð þar og þyrfti að halda henni áfram. Of dýrt væri fyrir sig að leita til geðlæknis hér á landi. mbl Pólverji áfram í farbanni Bið á Íslandi Áfengis- og tóbaksverslun rík- isins ætlar að opna verslun á Flúðum en þá þurfa íbúar og gestir ekki lengur að sækja áfengi á Selfoss. „Ekki er búið að finna stað,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð- arforstjóri ÁTVR, svo að enn verður þurrt á Flúðum um verslunarmannahelgi. áb Ríkið á Flúðum Ekkert áfengi selt í sumar Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Hér er húmornum alvarlega mis- beitt,“ segir Styrmir Barkarson, íbúi í Reykjanesbæ, um umfjöllun um nokkra bæi landsins í blaði Ice- land Express, Express yourself, sem dreift er til farþega. „Þetta fólk vinnur við landkynn- ingu og á að taka starf sitt alvar- lega,“ segir hann. Keflavík: borg flóttans Greinin fjallar um sjö staði sem farið er um í hringferð um landið. Fyrsti viðkomustaður er Reykjavík, „borg óttans“ sem sögð er ógnvæn- leg í samanburði við aðra staði á landinu. Akureyri fær viðurnefnið „borg táranna“ og sagt óhjákvæmi- legt að bresta í grát þegar þangað sé komið því „ef enn hefur ekkert slæmt gerst ertu ekki að taka þessa hringferð nógu alvarlega“. Það er umfjöllunin um Keflavík sem fer sérstaklega fyrir brjóstið á Styrmi. Keflavík fær nafnið „borg flóttans“ (e. City of Get Me Out of Here) og er íbúafjöldi ekki tiltek- inn heldur tekið fram að íbúum fækki ört. Þá segir að þó flestir heimsæki bæinn vegna flugvallar- ins sé „í þessu fiskiþorpi hópur ein- arðra íbúa sem glaðir hafna stór- borgarglysinu fyrir „sveitaljóma“ Keflavíkur“. Styrmir óttast að ferðamenn taki umfjöllunina alvarlega. „Maður veit það bara sem vanur ferðamað- ur að ferðamenn fara alveg eftir því sem sagt er í svona bæklingum. Og Reykjanesbær á svo mikið í húfi. Við erum rétt við flugvöllinn en það fara allir framhjá okkur,“ segir hann. Verða nærgætnari næst Lára Ómarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express, segir aug- ljóst að umfjöllunin hafi verið meint sem grín. „En auðvitað er þetta mjög kald- hæðinn húmor sem á ekki endilega heima í svona blaði,“ segir hún. Lára bendir á að þó hálft ár sé liðið frá útgáfu blaðsins, sem næst kemur út í september, hafi enginn kvartað vegna málsins. „Ég er ekki enn farin að skoða efni næsta blaðs en við verðum nærgætnari næst. Ég mun lesa efn- ið vandlega yfir svo að það fari nú ekki fyrir brjóstið á neinum,“ segir hún. Saklaust grín eða ferðamannafæla?  Keflavík er kölluð „borg flóttans“ í umfjöllun í blaði Iceland Express  Keflvíkingur ótt- ast að blaðið fæli frá ferðamenn  „Verðum nærgætnari næst,“ segir upplýsingafulltrúi IE Fólksflótti Keflavík er kölluð borg flóttans í greininni.➤ Í greininni er ein málsgreinum hvern stað og fjallað um Reykjavík, Borgarnes, Ak- ureyri, Egilsstaði, Höfn, Vík í Mýrdal og Keflavík. ➤ Hver staður fær viðurnefni ogríma þau öll. Þannig er Borg- arnes borg nándarinnar, eða City of Near, og Vík kölluð bjórborgin, eða City of Beer. ➤ Höfundur er Íri sem hefur bú-ið hérlendis í tvö ár. UMFJÖLLUNIN 24stundir/Þök Karlmaður og kona á þrítugsaldri voru handtekin í fyrrinótt í Reykjanesbæ með 180 grömm af hassi í plötum, ætlað til sölu. Fólkið var í bíl þegar lögreglan hafði afskipti af því og var fjög- urra mánaða gamalt barn parsins í bílnum. Lögreglan á Suðurnesjum stöðv- aði bílinn við reglubundið eft- irlit. Karlmaðurinn var þá undir stýri og reyndist hann undir áhrifum vímuefna. Við leit í bíln- um fundust síðan hassplöturnar. Parið, ásamt barninu, gisti fanga- geymslur lögreglu um nóttina. Voru barnaverndaryfirvöld látin vita í kjölfarið. Málið, sem er nokkuð óvenjulegt, er litið mjög alvarlegum augum af lögreglu. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. mbl Hasspar

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.