24 stundir - 23.07.2008, Síða 21

24 stundir - 23.07.2008, Síða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2008 21 hvort slíkt gjald er innheimt. „Það er ekkert rukkað annars staðar og svo geta taxtar verið mismun- andi,“ segir Kolbrún. Þarf að vera samræmi „Þetta er spurning um samræmi og að allir sitji við sama borð,“ segir Kolbrún sem telur að það þurfi að vekja athygli fólks á þessu ósamræmi. Á bloggsíðu sinni bendir hún jafnframt á að kostn- aðurinn sé fólki ekki efst í huga þegar einhver nákominn fellur frá. „Fólk er eðlilega lítið að huga að einstaka kostnaðarliðum á sama tíma og það er að syrgja og mitt í erfiðu ferli sem undirbúningur út- farar ástvinar krefst,“ segir hún. Ekki heimild til gjaldtöku Kirkjugarðar Reykjavíkurpró- fastsdæma hófu innheimtu líkhús- gjalda árið 2004 en gjaldtökunni var hætt árið 2006 í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis. Umboðs- maður Alþingis taldi að ekki hefði verið heimild í lögum fyrir Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma til að innheimta svokallað líkhús- gjald fyrir geymslu á líkum í lík- húsi kirkjugarðanna í Fossvogi. Beindi hann þeim tilmælum til Kirkjugarðanna að þeir tækju gjaldtökuna til endurskoðunar. Jafnframt beindi umboðsmaður þeim tilmælum til dóms- og kirkjumálaráðherra að hann tæki sérstaklega til athugunar hvort ákvæði laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu séu nægi- lega skýr um hvaða þjónustu ætl- ast er til að kirkjugarðar láti al- menningi endurgjaldslaust í té. Ósamræmi Misjafnt er hvort sérstakt gjald er innheimt fyrir geymslu á líkum í líkhúsi. Ósamræmi í gjaldtöku fyrir geymslu á líki Líkhúsdvölin á við nótt á hóteli Gjald fyrir geymslu á líki getur samsvarað gistingu á ágætis hóteli að sögn Kolbrúnar Baldursdóttur. Annars staðar er ekkert gjald innheimt fyrir lík- húsdvölina. Hún vill að allir sitji við sama borð. ➤ Fyrir Alþingi liggur frumvarpum breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og lík- brennslu. ➤ Frumvarpið er unnið á grund-velli tillagna nefndar sem skipuð var af dóms- og kirkjumálaráðherra. BREYTINGAR Á LÖGUM Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræð- ingi brá í brún á dögunum þegar hún fékk reikning fyrir útfarar- þjónustu vegna andláts í fjölskyld- unni. Á bloggsíðu sinni www.kol- brunb.blog.is bendir hún á að gjald fyrir geymslu á líki samsvari allt að einnar nætur gistingu á ágætis hóteli. „Líkgeymslugjald fyrir þrjá sólarhringa var 19.000 krónur,“ segir Kolbrún í samtali við 24 stundir. Hún bendir á að misjafnt sé eftir sveitarfélögum Íslendingar eru duglegir að grilla á sumrin og á góðviðrisdögum leggst grillangan yfir heilu hverf- in. Líkt og annarri matargerð fylgir grillinu viss hætta á mat- arsýkingum, ekki síst þegar menn eru að sýsla með hrátt kjöt. Ef maður gætir hreinlætis og hefur allt í röð og reglu dregur maður úr þeirri hættu. Gæta þarf þess að nota ekki sömu töng fyrir hrátt kjöt og grillað. Grillað kjöt og hrátt má ekki heldur deila sama fati enda getur það leitt til krossmengunar. Einn- ig er mikilvægt að blóðvökvi komist ekki í snertingu við tilbú- inn mat og salöt og því mikilvægt að nota sérstakt skurðbretti fyrir grænmeti og aðra hrávöru. Mikilvægt að steikja vel Matvæli verða að ná að minnsta kosti 75°C hita í gegn. Unnar kjötvörur verður að gegn- umsteikja. Að máltíð lokinni verður að kæla afganga hratt nið- ur, helst í ísskáp. Ef svo illa vill til að kjötið brennur við hjá manni verður maður að skera brennda hlutann af áður en þess er neytt. Það spill- ir ekki aðeins bragðinu heldur geta skaðleg og jafnvel krabba- meinsvaldandi efni myndast. Verði ykkur að góðu! Grillað af öryggi Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 37 bak- aríum á höfuðborgarsvæðinu dagana 19.-24. júní. Brauðdeildir verslana og stórmarkaða voru ekki teknar fyrir að þessu sinni. Annars vegar var ástand verð- merkinga kannað í hillum og borðum bakaríanna en hins vegar í kælum. Verðmerkingar voru almennt í samræmi við ákvæði laga og reglna og kemur í þeim tilfellum ekki til frekari aðgerða af hálfu Neytendastofu. Verðmerkingum í hillum og borðum var ábótavant hjá 6 bakaríum og í kælum hjá 13 bakaríum. Neytendastofa sendi skriflegar athugasemdir til 13 bakaría þar sem verðmerkingum var ábótavant og var þeim bak- aríum gefinn frestur til að koma verðmerkingum í samt lag. Að þeim fresti loknum verður ástand verðmerkinga kannað á ný og gripið til aðgerða telji stofnunin þess þörf. Neytendastofa hyggst halda verð- merkingaeftirliti sínu áfram og skoða ástand verðmerkinga hjá fleiri verslunum. Verðmerkingar yfirleitt í lagi LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Fólk er eðlilega lítið að huga að einstaka kostnaðarliðum á sama tíma og það er að syrgja og mitt í erfiðu ferli sem undirbúningur út- farar ástvinar krefst. www.ferdalag.is 40 60 80 100 120 Þegar komið er á Ísafjörð, eru aðeins nokkrir kílómetrar í viðbót til Bolungarvíkur, út Skutulsfjörð, meðfram Óshlíð. Gefðu þér tíma á Vestfjörðum! neytendur

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.