24 stundir - 15.08.2008, Síða 35

24 stundir - 15.08.2008, Síða 35
Fatahönnuðurinn Jessika Allen er ekki þekkt fyrir sjoppuleg baðföt því hún leggur frekar áherslu á að ýta undir fegurð kvenleikans með fallegri hönnun en að sýna bara bert hold. Sýning hennar á Rosemount- tískuhátíðinni, sem er haldin nokkrum sinnum á ári í Ástralíu, hefur fangað athygli heimspress- unnar. Sýning hennar þótti ein- staklega vel heppnuð og sönnun þess að merkið sé að ná hæstu hæð- um. Hátíðin er haldin í fjármálahverf- inu Circular Quay í Sidney og eru margar sýningarnar haldnar með glæsileg háhýsin í bakgrunni. Veisl- an stendur yfir í fimm daga og eru miðar seldir almenningi þrátt fyrir að hátíðin sé aðallega haldin fyrir hönnuði til þess að koma hug- arfóstrum sínum í fjöldaframleiðslu fataframleiðanda. Að þessu sinni var lögð áhersla á hönnuði frá Asíu og Ástralíu en þar syðra er sumarið við það að skella á. Því er tími til kominn að velja sér fallegt bikiní. Rosemount-tískuhátíðin í Sidney er í fullum blóma Strandfatnaðurinn heitastur í Ástralíu Það eru baðfötin sem vekja mesta lukku á tískuhátíðinni í Ástralíu, enda kannski ekki furða þar sem sumarið þar er rétt að hefjast og fólk undirbýr sig fyrir lífið á ströndinni. 24stundir FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2008 35 „Ég held að það sé ekki spurning að þetta verði flottasta giggið á Menningarnótt,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem Villi Naglbítur, um tónleika 200.000 naglbíta og Lúðrasveitar verkalýðsins sem fara fram í Hafn- arhúsinu á Menningarnótt. Ókeypis verður á tónleikana, í boði ASÍ. Á tónleikunum munu sveitirnar flytja mörg vinsælustu lög Naglbít- anna, sérstaklega útsett fyrir sveit- irnar tvær. „Það voru ráðnir fimm útsetjarar til að útsetja tíu Nagl- bítalög af þessum þremur stóru plötum sem við gáfum út. Þarna eru allir smellirnir og öll flottu lög- in.“ Villi segir að útsetningarnar séu einstaklega vel heppnaðar, sér- staklega í ljósi þess að ráðnir voru áhugamenn til að útsetja tónlist- ina, ekki fagmenn. „Þegar ég heyrði útsetningarnar fékk ég bara gæsahúð. Þetta minnir stundum á tónlist úr þýskri herskipamynd sem gerist í himnaríki þar sem Wagner leikur skipstjórann.“ Kannski eru einhverjir sem telja að með þessum tónleikum séu Naglbítarnir að gera svipaða hluti og Sálin hans Jóns míns gerði með Sinfóníuhljómsveit Íslands á sín- um tíma. Aðspurður hvort Nagl- bítarnir hafi ekki haft efni á að ráða sinfóníuhljómsveit segir Villi að það hafi ekki verið tilfellið. „Mér skilst að Sinfóníuhljóm- sveitin tali við fólk en þeir hafa aldrei talað við mig. Ég nennti ekki að bíða þannig að ég sneri mér að miklu meira töff hljómsveit. Þetta er rokk, hitt er bara popp.“ vij 24stundir/Ásdís Blásið til Best Of- tónleika í boði ASÍ Kafteinninn í brúnni Villi segir nýju útsetning- arnar minna á þýska her- skipamynd. Bestu lög Naglbíta á Menningarnótt

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.