24 stundir - 19.08.2008, Side 4

24 stundir - 19.08.2008, Side 4
Ólafur F. Magnússon, fráfarandi borgarstjóri, afhenti í gær fegrun- arviðurkenningar vegna fegurstu lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja, og endurbóta á eldri húsum í Reykja- vík. Afhendingin fór fram í Höfða, á 222. afmælisdegi borgarinnar. Lóð Birkimels 6, 6A og 6B, lóð Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og lóð 1912 efh. við Klettagarða 19 hlutu allar viðurkenningar fyrir fegustu lóðirnar. Viðurkenningar fyrir endurbætur á eldri húsum féllu hins vegar í skaut Þingholts- stræti 7, Mjóuhlíð 4 og 6 og Birki- mel 8, 8A og 8B. aí Borgarstjóri veitti viðurkenningar í Höfða Fegurstu lóðirnar 4 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir „Brotist var inn í síðustu viku, en þjófarnir spenntu upp glugga og skelltu sér í sturtu í leiðinni,“ segir Snorri Magnússon, ungbarnasundkennari í sundlaug Skálatúnsheimilisins í Mosfellsbæ. „Þeir tóku rakkrem, boli og myndavél sem ég leyfi foreldrum að taka á, m.a. ofan í vatninu,“ segir Snorri en bætir við að hún sé þjófunum gagnslaus. „Vélin er keypt erlendis og ég er með batteríið í hana,“ segir hann og hvetur þjófana til að skila myndavélinni aftur. „Sárast finnst mér að þeir tóku grísabaukinn minn, sem ég nota til að safna fyrir góðan vin,“ segir Snorri og bætir við að hann hafi verið í notkun í yfir 20 ár. „Ég þarf ekki peninginn, þeir mega eiga hann, en ég væri voðalega þakklátur að þeir myndu skila mér grísnum um leið og myndavélinni,“ segir hann og bæt- ir við að hægt sé að skila þýfinu fyrir utan umræddan glugga. „Um er að ræða mjög persónulega muni og það er afar erfitt fyrir okkur að missa vatnsmyndavél- ina góðu,“ segir hann og tekur fram að ef þjófarnir skili mununum, muni þeir ekki vera rukkaðir fyrir sturtuna sem þeir tóku í leiðangri sínum. asab@24stundir.is Brutust inn og stálu persónulegum munum ungbarnasundkennara Saknar myndavélar og bauks Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Auðvitað brá manni við að frétta af þessu, en ég verð á mörkunum að sleppa við afleiðingar verkfall- anna,“ segir Kristín Lind Alberts- dóttir, verðandi móðir sem sett er á 8. september næstkomandi. „Fyrstu verkföllin eru boðuð 4. og 5. september, en mér líst alls ekki á þetta neyðarúrræði en ég styð ljósmæður heilshugar í barátt- unni,“ segir hún. Kristín Lind telur að ljósmæður ættu að fá leiðréttingu launa með tilliti til menntunar- og hæfnis- krafna. „Ég trúi varla að ríkið vilji ekki koma til móts við kvennastétt- ir sem beittar eru misrétti varðandi laun,“ segir hún. „Þær eru sérfræðingar í því að koma krílunum í heiminn,“ segir Kristín, það sé ekki heillavænleg staða að hugsa til þess að bráða- þjónusta verði ein í boði í verkföll- um. Grafalvarleg staða „Ljósmæður standa við kröfur sínar í samningaviðræðum við rík- ið,“ segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, og bætir við að viðræðurnar strandi á þeirri afstöðu ljósmæðra að fá menntun og hæfni metna til launa til jafns við aðrar sambæri- legar stéttir í þjónustu við ríkið. „Ríkisstjórnin verður að gera sér grein fyrir alvöru málsins“. Áhersla á bráðaþjónustu Hildur Harðardóttir, sviðsstjóri á kvennasviði Landspítalans, segir að reynt verði að láta verkföllin raska fæðingarþjónustu sem minnst. „Það er forgangsmál að sinna allri bráðaþjónustu,“ segir hún. „Ein ljósmóðir sem er í hjúkrunar- félaginu og tveir læknar sem sinna ómskoðunum,“ segir hún og bætir við að ómskoðanir verði á bráða- þjónustustigi. „Við sinnum að sjálfsögðu bráðaþjónustu í áhættu- mæðravernd, en annað verður að bíða,“ segir Hildur. Kennarasam- band Íslands lýsti í gær fullum stuðningi við baráttu ljósmæðra og skorar á ríkið að ganga strax til samninga við ljósmæður og tryggja þeim viðunandi kjör. Óléttar kvíða verkfallstíma  Ljósmæður boða til verkfalla í kjarabaráttu  Ófrískar kvíðnar Kristín Lind Styður ljósmæður í baráttunni. ➤ Boðuð verkföll eru fimm tals-ins og hefjast 4.-5. september og enda með ótímabundnu verkfalli þann 29. september. ➤ Yfir 90% atkvæðabærra ljós-mæðra greiddu atkvæði um boðaðar verkfallsaðgerðir sem þær samþykktu nær ein- róma. VERKFALLSAÐGERÐIR Talsmaður neytenda vill draga úr umsýslu kostnaði vegna smárra vörusendinga til Ís- lands að utan. Talsmaðurinn Gísli Tryggvason bendir á að ef neytandi kaupir bækur, geisladiska eða annað í smáum stíl að utan bætist við vsk. og í öðrum tilvikum toll- ur. Umsýsla við að reikna vsk. kostar 450 kr. - oft mun hærri fjárhæð en vsk. sjálfur. Úr þessu vill Gísli bæta þannig að heim kominn pakki verði mun ódýrari en nú er. Talsmaður neytenda segir óhagkvæman umsýslukostnað sem fyrst og fremst byggja múra en litlu skila í þjóðarbúið. bee Gegn dýrum diskum og dóti Ódýrari pakka að utan Það hefur gneistað á milli þeirra Ólafs F. Magnússonar, frá- farandi borgarstjóra, og Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins, í vetur sem end- urspeglar málefnalegar andstæð- ur sem þeir standa fyrir. Það má búast við nokkurri stefnubreyt- ingu hjá meirihluta Sjálfstæðis- flokksins í kjölfar þess að hann fékk Óskar fyrir Ólaf F. Ónýt hús? Vikurnar áður en Ólafur F. gekk úr „Tjarnarkvartettinum“ svokallaða og til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn var um fátt annað talað í fjölmiðlum en húsafriðun og framtíð húsanna við Laugaveg 4-6. Afstaða þeirra Óskars og Ólafs til verndunar húsa í mið- bænum var gjörólík. Fram- kvæmdamaðurinn Óskar taldi engan tilgang vera í því vernda „ónýt hús“ eins og hann hefur orðað það. Verndun 19. aldar götumyndar Laugavegarins var hins vegar eitt helsta baráttumál hugsjónamannsins Ólafs F. í síð- ustu kosningum. Þegar málefna- samningur meirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks var kynntur kom í ljós að vernda ætti „eins og kostur er“ húsin sem Óskar taldi „ónýt“ en Ólafur F. menningar- verðmæti. Síðan hafa þeir félagar verið á gjörsamlega öndverðum meiði í tengslum við fyrirhugaða nýbyggingu Listaháskólans í mið- borginni svo dæmi séu tekin. Bitruvirkjun frestað Ólafur F. hefur margsinnis lýst því yfir að F-listinn sé „grænasta framboðið“ í borgarmálunum. Það kom því ekki á óvart að hann hefði óskað Reykvíkingum til hamingju með að stjórn Orku- veitu Reykjavíkur hefði frestað framkvæmdum við Bitruvirkjun. Á sama fundi lýsti Óskar yfir undrun vegna ákvörðunarinnar sem hann sagði einkennast af flumbrugangi. Síðar lagði Óskar fram tillögu fyrir borgarráð um að undirbúningi að framkvæmd- um við Bitruvirkjun yrði haldið áfram. Sú tillaga var felld og sagði Kjartan Magússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnar- formaður Orkuveitunnar, í kjöl- farið að hann væri „sannfærður um að hafa tekið rétta og vel ígrundaða ákvörðun“ þegar Bitruvirkjun var frestað. Skipt um skoðun? Það er augljóst að Sjálfstæðis- flokkurinn mun þurfa að breyta töluvert um afstöðu í þessum tveimur málum til þess að þókn- ast Óskari. Að auki er líklegt að brotthvarf Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri komist aftur á dag- skrá en Ólafur F. hefur hingað til verið eini borgarfulltrúinn sem lagst hefur alfarið gegn því. Hverju breytir það að fá Óskar inn? Elías Guðjónsson elias@24stundir.is FRÉTTASKÝRING Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Á morgun hefst gæsaveiðitímabilið og eflaust margir veiðimenn í rásmarkinu. Ekki er úr vegi að kanna verð á algengum skotapökkum hjá veiðiverslunum. Þessi könnun er alls ekki tæmandi en gefur vonandi hug- mynd um kostnað. Rétt er að birta tegundir því sjálf- sagt eru misjöfn gæði á skotum. Skotið á 48 til 79 krónur Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Gæsaskot - 42 gr. hleðsla, stærð 2 ¾ “ Verslun Tegund Verð Stk.verð Útilíf* Expr. (nr. 3,4) 1.199 48,0 Sportbúðin Hull (nr.4) 1.295 51,8 Hlað Hlað (nr.1,2,3)1.690 67,6 Intersport Eley (nr.1,3,4) 1.690 67,6 Vesturröst** Winch. (nr.2,4) 790 79,0 *með 20% afslætti ** tíu stk. Krókhálsi 1 Ps. tilvalið í kofagerð og í sumarbústaðinn. Þeir fást gefins Fyrstur kemur fyrstur fær Við vorum að fá nýja límmiðaprentvél Það væri synd að henda kössunum utan af henni

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.