24 stundir - 19.08.2008, Síða 6
Eftir Elías Jón Guðjónsson
elias@24stundir.is
„Ég hugsa að kaflinn um lands-
skipulagið verði látinn bíða,“ segir
Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og varaformaður
umhverfisnefndar Alþingis, að-
spurður hvort búið sé að greiða úr
ágreiningi um landsskipulagskafla í
frumvarpi að nýjum skipulagslög-
um. Helgi Hjörvar, þingmaður
Samfylkingarinanr og formaður
umhverfisnefndar, býst við að leyst
verði úr ágreiningi áður en þing
kemur saman í byrjun september.
„Ég held að áhyggjur af lands-
skipulaginu séu flestar ástæðulaus-
ar og það hljóti að vera tiltölulega
hægur vandi að skerpa og skýra
þau ákvæði þannig að allir geti ver-
ið sæmilega sáttir við þau,“ segir
Helgi.
Situr líklega á hakanum
Kjartan segir að sá kafli frum-
varps að skipulagslögum sem
fjallar um landsskipulag hafi ein-
faldlega verið tekinn út fyrir sviga
og ekkert hafi verið unnið í honum
í sumar. „En aðrir hlutar hafa verið
sendir út til umsagnar eftir að
nefndin gerði sínar tillögur að
breytingum og ég á von á því að
það fari fyrir þingið þegar það
kemur saman,“ segir Kjartan. Að-
spurður hvort líkur séu á því að
kaflinn um landsskipulagið verði
tekinn upp aftur á næsta þingi segir
hann að svo gæti farið að hann yrði
látinn sitja á hakanum. „Ég get
ekkert um það sagt í rauninni,“
segir Kjartan aðspurður um lík-
urnar á því og bætir við: „Það er
ekki vilji Sambands íslenskra sveit-
arfélaga að hann verði tekinn upp.
Við sjálfstæðismenn höfum ekki
áhuga á því heldur.“
Útilokar ekkert
Helgi segir að nefndin muni
freista þess í ágúst að ná samkomu-
lagi um landsskipulagið áður en
þingi verður haldið áfram í byrjun
september. „Það er nefndarinnar
að fjalla um málið og ég ætla ekki
að útiloka eitt eða neitt í vinnslu
þess eða annarra,“ segir Helgi og
bætir við: „Það á eftir að koma í
ljós hvernig landið liggur í því.
Þessi þáttur málsins hefur bara
ekki verið til neinnar umfjöllunar í
nefndinni þannig að ég held að það
eigi bara eftir að reyna á það,“ segir
Helgi.
Landsskipulagið
mun líklega bíða
Kjartan Ólafsson býst ekki við að ákvæði um landsskipulag verði hluti skipulagslaga
Helgi Hjörvar segir að reynt verði að leysa málið áður en þing kemur saman
➤ Þórunn Sveinbjarnardóttirumhverfisráðherra hefur lagt
mikla áherslu á að ákvæði um
landsskipulagsáætlun verði
hluti af nýjum skipulags-
lögum.
➤ Hún hefur meðal annars bentá að slík áætlun gæti verið
verið verkfæri fyrir stjórnvöld
við umhverfisvernd.
➤ Samband íslenskra sveitarfé-laga hefur aftur á móti lagst
alfarið gegn hugmyndinni
sem það kallar „aðför að
sjálfstjórnarrétti sveitarfé-
laga“.
SKIPULAGSLÖG
24stundir/Frikki
Þórunn Sveinbjarnardóttir Hef-
ur lagt mikla áherslu á ákvæði um
landsskipulagsáætlun.
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir
Skráning í Reykjavíkurmaraþon
Glitnis hefur verið góð og ef fram
fer sem horfir stefnir í metþátttöku
um næstu helgi. Á föstudaginn
höfðu liðlega 20 prósentum fleiri
skráð sig til leiks en um svipað leyti
í fyrra.
Frímann Ari Ferdinandsson,
framkvæmdastjóri Reykjavíkur-
maraþons, segir að ef skráningin
þróist með svipuðum hætti þessa
síðustu daga og hún gerði í fyrra,
stefni í metþátttöku í hlaupinu.
Hann segir þó ómögulegt að segja
hvort svo verði. „Veðrið getur sett
strik í reikninginn og eins getur
verið að fólk sýni meiri fyrirhyggju
í ár og skrái sig fyrr og lækki þannig
skráningargjöldin.“
Alls tóku 11.457 hlauparar þátt í
Reykjavíkurmaraþoni Glitnis á síð-
asta ári, en þar af hlupu um sjö
þúsund í götuhlaupi maraþonsins
og liðlega 4.400 börn tóku þátt í
Latabæjarhlaupinu á lóð Háskóla
Íslands. atlii@24stundir.is
Styttist í Reykjavíkurmaraþon Glitnis
Stefnir í metþátttöku
Elías Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs N1, segir að útreikningar Landssambands
kúabænda á álagningu olíufélaganna séu fráleitir.
Samkvæmt útreikningum landssambandsins hefur
álagning olíufélaganna hækkað um 23 prósent á síð-
ustu tólf mánuðum. Þetta segir Elías einfaldlega vera
alrangt. „Það eru þvílíkar staðreyndavillur í þessum
útreikningum að það tekur því varla að svara þessu.
Þar fyrir utan eru menn eingöngu að skoða heims-
markaðsverð á olíu og gengi krónunnar en taka ekkert
tillit til vaxtastigs eða annarra kostnaðarliða.“
Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir
að í útreikningi kúabænda sé ekki tekið tillit til fjár-
magnskostnaðar og því gefi þessi útreikningur ekki
rétta mynd af kostnaðarþróun.
Standa við útreikninga
Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúa-
bænda, segir að þar á bæ standi menn við útreikn-
ingana. „Þetta rímar við útreikninga sem Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda hefur verið að gera sem segir
sitt. Við teljum ekki innistæðu fyrir þessu.“
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra skoraði í
gær á olíufélögin að lækka eldsneytisverð í ljósi lækk-
andi heimsmarkaðsverðs á olíu. Samkeppni á markaði
ætti að leiða til slíkrar lækkunar. freyr@24stundir.is
Forráðamenn olíufélaganna gagnrýna útreikninga kúabænda
Segja útreikningana fráleita
Garðyrkjubændur á Flúðum
hafa áhyggjur af ásókn fólks í
garðana sem þeir eru búnir að upp-
skera úr og ásókn í afskurð af káli
sem þeir hafa fleygt.
„Ég vona bara að afskurðurinn,
sem rotnar fljótt og rottur hafa
kannski farið í, sé ekki notaður til
manneldis,“ segir Reynir Jónsson,
garðyrkjubóndi á Flúðum.
Þorleifur Jóhannesson, sem
einnig er garðyrkjubóndi á Flúð-
um, segir þá sem komið hafa til sín
hafa beðið um leyfi. „Sá sem færði
mér nafnspjaldið sitt var frá kín-
verska sendiráðinu. Þetta er af-
skaplega elskulegt fólk og kurteist
og það hefur komið færandi hendi
og gefið mér hvítvín og eitt og ann-
að. Fólkið spurði hvort það mætti
fara í garðana sem ég var búinn að
uppskera úr og taka afganga og af-
skurð sem fellur til þegar maður
snyrtir kálið í sendingar. Ég gaf
þeim fúslega leyfi til þess. Þau virð-
ast geta nýtt þetta betur en við og
líta á þetta sem sóun á verðmæt-
um.“
Þorleifur segir komum Kínverj-
anna í kálgarðana hafa fjölgað
seinni hluta sumars.
Samkvæmt frásögnum annarra
bænda hefur verið farið í kálgarða
án leyfis. Þorleifur telur að um mis-
skilning hafi verið að ræða. „Þeir
átta sig kannski ekki á því hver á
hvaða garð. Ég fyrir mína parta hef
ekki orðið var við neitt misjafnt.“
Þeir sem létu greipar sópa fyrir
rúmri viku í skólagörðunum við
Dalbæ í Elliðaárdal báðu börnin og
þá öldruðu sem þar eru með garða
ekki um leyfi. „Ég tel að þar hafi
ekki verið börn að verki. Það sem
var valið, einkum spergilkál, sellerí
og hvítkál, var orðið fullþroskað og
skorið á fagmannlegan hátt. Þetta
er rosalega sárt fyrir börnin,“ segir
Kristín Júlíana Erlendsdóttir, um-
sjónarmaður skólagarðanna.
ingibjörg@24stundir.is
Kínverjar duglegir að nýta það sem til fellur í kálgörðum
Hirða afskurðinn af kálinu
Herkúles-flugvél bandarísku
strandgæslunnar lenti í gær á
Reykjavíkurflugvelli en hing-
að er vélin komin til að taka
þátt í björgunaræfingu sem
fram fer í vikunni með Land-
helgisgæslu Íslands.
Samkvæmt fréttatilkynningu
frá Landhelgisgæslunni verð-
ur æfð björgun farþega
skemmtiferðaskips sem lendir
í áföllum á hafinu milli Ís-
lands og Grænlands.
Fyrir um það bil ári voru
stofnuð formleg samtök 18
strandgæslustofnana á svæð-
inu sem kallast North Atlantic
Coast Guard Forum.
Bandaríkin og gæslan
Æfa saman
björgun á hafi
Gylfi Arnbjörnsson fram-
kvæmdastjóri Alþýðu-
sambands
Íslands vill
ekki láta
uppi hvort
hann gefi
kost á sér
sem forseti
sambands-
ins kom-
andi árs-
fundi þess í lok október næst-
komandi. Ingibjörg R. Guð-
mundsdóttir varaforseti ASÍ
sagðist fyrr í sumar vera að
hugsa málið en ekki náðist í
hana nú. fr
Forsetakjör hjá ASÍ
Ekkert fram-
boð komið
Grófinni 13a • 230 Reykjanesbæ • Sími: 534-2900 • jon@arcticwear.is
Opnunartími:
Mánudaga til föstudaga 08:00 til 19:00
Laugardaga 08:00-17:00
Arctic Wear er einnig endursöluaðili Norska vinnufataframleiðandans
15-50% afslátt í ágúst.
Arctic Wear er þekkt vörumerki á Íslandi sem
sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vinnufatnaði,
öryggisfatnaði, útivistarfatnaði og öryggisskóm.
Við erum flutt í Reykjanesbæ og til að halda
upp á ný opnaða heildverslun okkar bjóðum við