24 stundir - 19.08.2008, Side 13

24 stundir - 19.08.2008, Side 13
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 13 Heilmikil spenna er ístjórnmálunum ítengslum við nýjan borg- arstjórnarmeiri- hluta. Alþýða manna er þó ekki spenntari en svo að hún nennir vart að svara skoðanakönnunum um stuðning við flokka. Spennan er í raun alveg bundin við stjórn- málamennina sjálfa og langmest er hún innan Framsóknarflokks- ins eins og ævinlega þegar bitlinga er von. Sjóðheit nöfn í nefnda- kapli borgarinnar eru Björn Ingi Hrafnsson og Lilja Dögg Al- freðsdóttir, ásamt föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni, einum reyndasta veltikarli íslenskra stjórnmála. Þótt spáð og spekúlerað séum bæði Björn IngaHrafnsson og Alfreð í stjórn Orkuveitunnar sjá menn annmarka á því að Björn Ingi setjist þar, því stjórnarseta í Orkuveitu Reykja- víkur samrýmist varla ritstjórastöðu á Markaði Frétta- blaðsins. Þá þykir Alfreð fullmikil afturganga í Reykjavík. En eins og sést hefur í pólitík almennt og í Reykjavík sérstaklega kemur fátt lengur á óvart. Óskar Bergsson, Óskarinn í Reykjavík, þarf að taka fast á til að Reykvíkingum bregði við. Hann mun hins vegar ætla að tryggja sér vaska sveit í nefndir og ráð sem geti meðfram störfum í þágu borgarinnar bjargað flokkn- um frá tortímingu í næstu kosn- ingum. Sjálfstæðismenn óttuðusthneyksli í Reykjavík, segirDV og býður Ólafi F. Magnússyni að hrekja ýmsar kjaftasögur um ósiðsamlega hegðun á knæpum borg- arinnar að und- anförnu. Mein- hornin telja hins vegar að hegðun sjálfstæðismanna hafi verið sam- fellt hneyksli allt frá því borg- arstjórn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar sprakk. Óþarft sé af þeim að hræðast önnur hneyksli en þeir framleiða daglega sjálfir – og það bláedrú! Augljóslega er flokksflótti víða brostinn á og fleiri en Marsibil Sæmund- ardóttir hyggja á vistaskipti. Þá eru nýjar fréttir af F-listanum í borgarstjórn boðaðar strax í dag. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um Strætó bs. Stjórn fyrirtækisins hefur boðað enn frekari niðurskurð á þjónustu til að mæta auknum kostnaði, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs. Ekki þykir mér þessi umræða bera vott um mikinn áhuga á að efla almenningssamgöngur og það er háalvarlegt mál. Í sumar hef ég tekið eftir því að miklu fleiri en áður hjóla nú um götur og gangstéttir höfuðborg- arinnar. Ekki er ólíklegt að slæmt efnahagsástand og hátt bensínverð hafi þar eitthvað að segja. Al- menningur hefur þannig brugðist á sinn hátt við kreppunni en legg- ur um leið sitt af mörkum til um- hverfisins og fær í kaupbæti ókeypis holla hreyfingu. Olía er ekki óþrjótandi auðlind og ekki er ólíklegt að olíuverð haldist hátt. Að sama skapi er ljóst að við get- um ekki haldið sífellt áfram að auka útblástur gróðurhúsaloftteg- unda en stór hluti þeirra á höf- uðborgarsvæðinu kemur frá sam- göngum. Því er mikilvægt að fólk hafi aðra valkosti en einkabílinn. Einkabíllinn var löngum heilög kýr íslenskra hægrimanna en m.a.s. þeir hörðustu í þeirra hópi sjást nú á reiðhjólum og benda á nauðsyn þess að hver og einn leggi sitt af mörkum í þágu um- hverfisins. Almenningssamgöngur geta þar gegnt lykilhlutverki ef vilji er fyrir hendi. Strætósamgöngur víða um heim eru með þægilegustu sam- göngumátum sem hægt er að finna. Hins vegar þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að þær virki sem skyldi. Aðalmálið er ferða- tíðnin: Ferðir strætó þurfa að vera mun tíðari en þær eru nú til að hann sé þægilegur ferðamáti. Í sumar fóru bílarnir á klukku- stundar fresti og í sumum til- fellum virtust allir bílar sem fóru í sömu átt vera á sama tíma til að tryggja að maður yrði stranda- glópur! Ferðir á fimmtán mínútna fresti á daginn og tuttugu til þrjá- tíu mínútna fresti á kvöldin og um helgar eru algjört lágmark til að Strætó bs. virki sem skyldi. Endurskoða þarf leiðakerfið sem samþykkt var 2005 og meta reynslu strætófarþega í þeim efn- um. Endurskoða þarf gjaldfrjálsu stefnuna – úr því að ákveðið hef- ur verið að gefa vissum hópum frítt í strætó er ekki kominn tími til að gefa frítt á línuna? Ég tel þó að sú aðgerð muni ekki skila eins mikilli farþegafjölgun og tíðari ferðir – í okkar samfélagi telst tími jafnvel dýrmætari en pen- ingar. Þingmenn Vinstri grænna lögðu fram lagafrumvarp nú í vet- ur um breytingar á lögum um virðisaukaskatt og lögum um ol- íugjald og kílómetragjald. Þar leggja þau Álfheiður Ingadóttir og Árni Þór Sigurðsson til að fyr- irtæki sem reki almenningssam- göngur sitji við sama borð og fyr- irtæki sem reka hópferðabifreiðar og fái tvo þriðju hluta virðisauka- skatts endurgreidda af nýjum al- menningsvögnum. Ennfremur að þau fái olíugjald að fullu end- urgreitt. Miklu skiptir að ríkis- valdið aðstoði sveitarfélögin eftir fremsta vegni við rekstur almenn- ingsvagna enda er það þjóðþrifa- mál. Síðan þurfa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að gera það upp við sig hvort þau vilja leggja meira fé í rekstur Strætó bs. sem kostar þrjá milljarða á ári – eða ráðast í fleiri mislæg gatnamót (en mislæg þriggja hæða gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar kosta t.d. á bilinu sex til 12 milljarða) og vinna þannig að framtíðarsýn þar sem fleiri nota vistvænni samgöngumáta og minna landrými fer undir bíla og umferð (en sem stendur fer um helmingur alls landrýmis í Reykjavík undir bíla og umferð!). Með slíkri framtíðarsýn fær al- menningur valkost við einkabílinn sem er betri fyrir umhverfið, hag- kvæmari fyrir samfélagið og ein- staklinginn og sparar okkur land- rými á höfuðborgarsvæðinu. Vonandi hefur stjórn Strætó bs. þetta í huga þegar hún kemur saman núna í lok ágúst til að ræða hugsanlegan niðurskurð á þjónustu. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna Strætó fyrir umhverfið VIÐHORF aKatrín Jakobsdóttir Með slíkri framtíðarsýn fær almenn- ingur valkost við einkabíl- inn sem er betri fyrir umhverfið, hagkvæmari fyrir samfélagið og ein- staklinginn og sparar okkur landrými á höf- uðborgarsvæðinu. – Afslátt eða gott verð? Grennandi meðferð Rétt verð 55.700 kr. Sumartilboð 29.200 kr. CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni. HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift að fara vel inn í hana. HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu. VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi. Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti. FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur í Flabélos tækið. hringið núna í síma 577 7007 Tíðindin úr borgarstjórn eru umræðuefni opins fundar hjá Samfylkingarfélaginu í Reykjavík miðvikudaginn, 20. ágúst, kl. 17 að Hallveigarstíg 1 Gestur fundarins er Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn Fundarstjóri: Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi NÝ STAÐA Í BORGINNI Allir velkomnir Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.