24 stundir - 19.08.2008, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir
Innritun hefst miðvikudaginn
20. ágúst og stendur til 27. ágúst
Nemendur skólans þurfa að staðfesta
umsóknir sínar á skrifstofu skólans
Engjateigi 1 sem er opin virka daga
kl. 12 - 18.
Jafnframt eru nemendur beðnir að
afhenda afrit af stundaskrám sínum.
Nokkur pláss laus í forskóla í Árbæ og
Breiðholti.
I .
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@24stundir.is
Hann var rekinn frá Woolworth-
verslanakeðjunni bresku fyrir tæp-
um fjörutíu árum. Nú fer hann fyr-
ir hópi fjárfesta sem vilja kaupa all-
ar smásöluverslanir keðjunnar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Malcolm Walker kemur að versl-
anakeðju með þessu hætti, því þeg-
ar Baugur var í forsvari kaupenda
að Iceland-verslanakeðjunni í Bret-
landi fyrir rúmum þremur árum,
þá var Walker einmitt ráðinn til að
stýra fyrirtækinu, sem hann hafði
stofnað árið 1970 en verið hrakinn
frá árið 2001.
Frá því var greint í fjölmiðlum
nú um helgina að Baugur hefði lagt
fram tilboð í smásöluhluta Wool-
worth-verslanakeðjunnar, sem rek-
ur yfir 800 verslanir í Bretlandi, og
sem Baugur á um 11% hlut í. Wal-
ker fór fyrir tilboðinu en stjórn
Woolworth hafnaði svo til strax.
Segir í frétt á fréttavef Financial
Times (FT) að fáir gerir ráð fyrir að
málinu sé þar með lokið. Smásölu-
hlutinn hafi gengið illa, því 1,7
milljarða punda sala keðjunnar
hafi ekki skilað nokkrum hagnaði.
Hefur skilað góðum árangri
Marcolm Walker er sextíu og
tveggja ára að aldri, fæddur í
Huddersfield í Vestur-Yorkskíri í
Bretlandi, kvæntur og þriggja
barna faðir. Hann hóf störf hjá
Woolworth-verslanakeðjunni árið
1964. Þaðan var hann rekinn ásamt
félaga sínum, Peter Hinchcliffe, ár-
ið 1970. Yfirmaður þeirra hafði
komist að því að þeir hefðu til hlið-
ar við störf sín hjá keðjunni komið
á fót eigin verslun, fyrstu Iceland-
frystivöruversluninni. Við tók
vinna við að koma þeirri keðju á
laggirnar, sem gekk vel mestöll þau
liðlega þrjátíu ár sem hann starfaði
þar, en samkvæmt frétt í Guardian
skilaði keðjan hagnaði í 29 ár á
þeim tíma sem hann stýrði henni
samfellt frá árinu 1970 til 2001.
Árið 1975 voru Iceland-verslan-
irnar orðnar 15 talsins í Norður-
Wales. Fyrirtækið var svo skráð í
kauphöllinni í London árið 1984
og voru verslanirnar þá orðnar 760
talsins víðs vegar um Bretland.
Erfiðleikar fóru að koma upp í
rekstri Iceland í lok tíunda áratug-
ar síðustu aldar, en fyrirtækið hafði
þá fært sig úr sölu á frosnum
vörum eingöngu yfir í sölu á líf-
rænt ræktuðum matvörum.
Tók starfinu í hefndarhug
Walker hætti hjá Iceland á árinu
2001. Þá hafði hann selt hlutabréf í
fyrirtækinu rétt áður en afkomu-
viðvörun frá því var send út. Var
hann sakaður um að nýta sér inn-
herjaupplýsingar en var síðar
hreinsaður af öllum ákærum.
Einu ári eftir að Baugur keypti
Iceland-keðjuna og Walker tók aft-
ur við, sagði hann í samtali við
Morgunblaðið að hefndarhugur
hefði ráðið talsverðu um að hann
tók við starfinu. Ólíklegt er að slíkt
eigi við nú, því líklegt er að hann
líti á það sem happ að hafa verið
rekinn frá Woolworth árið 1970.
Hann fór aftur
inn í kuldann
Malcolm Walker sneri aftur til Iceland-verslanakeðjunnar Sag-
an gæti endurtekið sig varðandi smásöluverslanir Woolworth
Stjórnandinn Bundnar
eru vonir við að Malcolm
Walker geti snúið rekstr-
inum við hjá Woolworth.
➤ Marcolm Walker, sem er 62ára að aldri, hóf störf hjá Wo-
olworth árið 1964.
➤ Hann var rekinn frá Wool-worth
árið 1970, en þá hafði hann
stofnað Iceland.
➤ Honum var ýtt út úr Icelandárið 2001 en kom aftur inn í
kuldann með Baugi 2005.
STJÓRNANDINN
MARKAÐURINN Í GÆR
! "##
!
" #
$
%
&'()*
& + ,- ./-
0
12
'
'3.
.4
2
*5
/
62
62,,
7 ,
8 2 8
,/
!
"
7,
6
, 9
" & ;<=>?@A<
B>CD;<<
;DA@=@@=>
=C=DC?=A;
DB;=DAD>D
=CBC
+
CB??@=<DB
AB@=AAB;=
?;DA>?<<
C<C=<AC?
>D;BD;?BB
>>?C?>@<
<
==A<=>
CA=B@;
?A;@@@@
+
+
+
+
;;CC<=<<<
+
+
DEC?
=E?;
>@EC<
@E;@
;=ED=
;?E><
;CE==
C>DE<<
>?E?<
AAE;<
BEAC
@EC;
@<E;<
><DE<<
;C><E<<
>?@E<<
;??E<<
+
+
+
+
BA@=E<<
;<E<<
+
DEC@
=E?@
B<E<<
@E>D
;=EC=
;?EB=
;CEC<
C>@E<<
>?E=<
AAE?<
BE@=
@EC=
@;E<<
><@E<<
;CB<E<<
>=;E<<
;?CE<<
>;E@<
+
+
AE=<
B@><E<<
;<E=<
=E<<
./
,
?
=
;<
=?
>@
>
+
DD
B=
@
;;
BC
C
+
>
B
;<
+
+
+
+
;;
+
+
F
, ,
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;=A><<A
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;?A><<A
;AA><<A
;AA><<A
;AA><<A
;DC><<A
;BA><<A
D;>><<C
BD><<A
;AA><<A
;?A><<A
CB><<A
● Úrvalsvísitala Kauphallar OMX
á Íslandi hækkaði um 1,94% í gær
og var lokagildi hennar 4.397,95
stig.
● Mest var hækkun á bréfum
Færeyjabanka, eða um 4,64%, og
þá hækkaði gengi Straums-
Burðaráss um 3,94% og Eikar
banka um 3,75%.
● Gengi bréfa Bakkavarar lækkaði
um 0,34% í gær og var það eina fé-
lagið sem lækkaði í verði í við-
skiptum gærdagsins.
● Heildarvelta í kauphöllinni var
18,3 milljarðar dala og þar af var
velta með hlutabréf 3,4 milljarðar
króna.
● Mestu munaði um 840 milljóna
króna viðskipti með bréf Lands-
bankans, en þá nam velta með bréf
Kaupþings 630 milljónum og
Glitnis 575 milljónum króna.
Peningamálastefnan virkar ekki
og því er ákjósanlegra að taka upp
evru hér á landi til að tryggja verð-
stöðugleika. Þetta sagði Jón
Steinsson, dósent í hagfræði við
Columbia-háskólann í New York, í
fyrirlestri í Háskóla Íslands í gær
um stöðu efnahagsmála. Sagði
hann vandamál sem íslensk
stjórnvöld horfðu fram á vera
tvenns konar; annars vegar að ná niður verðbólguvæntingum og hins
vegar að auka trúverðugleika íslensks fjármálalífs. mbl.is
Evran ákjósanlegri
Hremmingarnar á dönskum hús-
næðismarkaði hafa nú náð yfir til
Svíþjóðar.
Húsnæðisverð í Málmey og svæð-
inu þar í kring hefur lækkað svip-
að og í Kaupmannahöfn, og tals-
vert meira en víðast hvar annars
staðar í Svíþjóð. Þetta kemur
fram í frétt í danska viðskipta-
blaðinu Børsen. Er þar vitnað í
Per Johnler, aðstoðarforstjóra
fasteignafélagsins Fastighets-
byrån í Svíþjóð.
Húsnæðisverð í Danmörku lækk-
aði um 9,3% á fyrsta fjórðungi
þessa árs og var lækkunin svipuð
í Málmey. Síðastliðna tólf mánuði
lækkaði húsnæðisverðið í Svíþjóð
hins vegar að jafnaði um 3% en
um 10% í Málmey. gjg
Vandinn dreifist
til Svíþjóðar
Spá harðri lend-
ingu í Bretlandi
Viðskiptaráð Bretlands spáir
því að allt að 300 þúsund
manns missi vinnuna þar í
landi fram til ársins 2011 og að
atvinnulausir verði þá um tvær
milljónir, samkvæmt Tim-
esOnline. Gangi spáin eftir
verður atvinnuleysið svipað og
þegar Verkamannaflokkurinn
tók við völdum. gjg
Mikilvægt hlutverk lífeyrissjóða
Stærstu lífeyrissjóðir landsins lánuðu sjóðfélögum sínum samtals 14
milljarða króna á fyrstu sjö mánuðum þessa árs til fasteignaviðskipta.
Íbúðalánasjóður lánaði á sama tímabili 33 milljarða.
„Af þessum tölum má glöggt sjá að lánveitingar lífeyrissjóðanna hafa
sem fyrr mikilvægu hlutverki að gegna í viðskiptum með fasteignir
landsmanna á sama tíma og viðskiptabankar og sparisjóðir hafa dregið
verulega úr lánum til fasteignakaupa.“ Svo segir í frétt á heimasíðu
Landssamtaka lífeyrissjóða á netinu (ll.is).
Einnig segir að mikilvægt hlutverk lífeyrissjóðanna hafi gjarnan
gleymst í umræðunni um fasteignamarkaðinn. Bæði séu þeir þýðing-
armikil uppspretta fjármagns til Íbúðalánasjóðs með kaupum íbúða-
bréfa og jafnframt hafi þeir um áratugi verið stórir lánveitendur á fast-
eignamarkaði með lánveitingum til sjóðfélaga. gjg
Ekki hrifinn
Alan Greenspan, fyrrverandi
seðlabankastjóri Bandaríkjanna,
er ekki hrifinn af því hvernig rík-
isstjórn Bush ætlar að leysa hálf-
opinberu íbúðalánasjóðina úr
þeirri snöru sem þeir hafa komið
sér í vegna undirmálslánanna þar
í landi, samkvæmt viðtali við
Wall Street Journal. gjg
FÉ OG FRAMI
frettir24stundir.is a
Var hann sakaður um að nýta
sér innherjaupplýsingar en var
síðar hreinsaður af öllum ákærum.
SALA
JPY 0,7425 0,99%
EUR 120,50 0,98%
GVT 157,25 0,98%
SALA
USD 81,88 1,17%
GBP 152,85 0,71%
DKK 16,156 0,97%