24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir
ugasta sauðfjárræktarland heims.
Reyndar erum við mjög framarlega.
Í dag kemur fjöldi bænda árlega til
dæmis frá Noregi til að kynna sér
sauðfjárrækt á Íslandi sem sýnir að
við erum á réttri leið.
Ísbú flytur í dag inn allt sem við-
kemur örmerkjum og örmerkja-
lestri í búfénaði. „Þar höfum við
unnið að þróunarverkefni und-
anfarin fjögur ár sem nú er að bera
ávöxt. Við höfum í samstarfi við-
tölvudeild Bændasamtaka Íslands,
sláturleyfishafa, nokkur erlend fyr-
irtæki auk bænda víðsvegar um
landið verið að þróa lausnir. Faðir
minn hefur farið tvisvar sinnum til
Nýja-Sjálands vegna þessa verk-
efnis. Ýmsar hindranir hafa verið í
veginum en nú teljum við tímabært
að kynna og bjóða bændum þessar
lausnir. Á Landbúnaðarsýningunni
á Hellu verðum við með örmerkja-
lesara fyrir búfénað af öllum stærð-
um og gerðum, vigtunarbúnað og
fleira. Við höfum einnig flutt inn og
selt til dæmis brynningarskálar fyrir
allan búfénað, mjaltatæki fyrir
sauðfé, ýmsar smávörur fyrir bú-
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
„Sauðfjárbúskapur hefur breyst
mjög hratt á undanförnum tíu ár-
um. Sú þróun mun halda áfram.
Við verðum að vera vakandi, koma
auga á tækifæri framtíðarinnar og
nýta þau,“ segir Ásmundur Daða-
son, sauðfjárbóndi og fram-
kvæmdastjóri Ísbús ehf. Fyrirtækið
flytur inn og selur ýmsar smávörur
tengdar landbúnaði með sérstaka
áherslu á sauðfé. Þannig var, að
ýmsar vörur sem Ásmundur hafði
hug á að nota í sínum búskap, voru
ekki fáanlegar hérlendis auk þess
sem honum þótti skorta þekkingu á
þörfum sauðfjárbænda hjá fyr-
irtækjum sem þjónusta bændur.
Hann hóf því eigin innflutning.
Með lausnir á réttri leið
Ásmundur býr á Lambeyrum í
Laxárdal í Dölum. Þar rekur hann
ásamt eiginkonu sinni, Sunnu
Birnu Helgadóttur, og föður sínum,
Daða Einarssyni, eitt stærsta sauð-
fjárbú landsins. Þau eru með um
það bil 1.250 fjár á vetrarfóðrum og
eru umsvifin í búrekstrinum býsna
mikil. „Markmið íslenskra bænda
hlýtur að vera að Ísland sé eitt öfl-
fénað, áburð, rúlluplast og fleira,“
segir Ásmundur.
500 fjár á dag
Í samvinnu við breskt fyrirtæki
bauð Ísbú á síðasta ári upp á rún-
ingsþjónustu hér á landi. Það gekk
vel og býst Ásmundur við að enn
fleiri nýti sér þessa þjónustu á þessu
og næsta ári. „Hingað til lands
koma sérhæfðir rúningsmenn sem
eru að rýja allan ársins hring víðs-
vegar um heiminn og hafa þetta að
fullri vinnu. Afköstin eru mikil.
Þessir menn rýja 300-350 fjár á
meðal vinnudegi þar. Auk þess höf-
um við verið að prófa ýmsar nýjar
vörur tengdar rúningi og bjóðum
eitt mesta úrval landsins af rúnings-
vörum. Rúningssérfræðingur frá
samstarfsfyrirtæki okkar í Bretlandi
verður á sýningunni til að veita fag-
lega ráðgjöf í þessum efnum. Við
höfum einnig verið að flytja inn og
eða selja brynningarskálar fyrir all-
an búfénað, mjaltatæki fyrir sauðfé,
ýmsar smávörur fyrir búfénað,
áburð, rúlluplast og fleira.“
Með ríka þekkingu
Enda þótt ábúendur á Lamb-
eyrum hafi flutt inn landbún-
aðarvörur um nokkurt skeið er það
fyrst núna á Landbúnaðarsýning-
unni á Hellu sem starfsemin er
kynnt undir merkjum Ísbús. „Við
leggjum ríka áherslu á að bjóða ein-
göngu vörur sem við höfum ríka
þekkingu á. Einnig kappkostum við
að leita ávallt uppi nýjar vörur sem
ekki hafa áður verið seldar hér-
lendis.“
Rekið úr réttunum Ísbú býður upp á ýmsar vörur tengdar sauðfjárrækt, sem Ásmundur segir búgrein í mikilli þróun.
Ísbú kynnir sauðfjártengdar vörur
Örmerki og öflugir
rúningsmenn
➤ Sauðfjárbúskapur hefurþróast hratt á undanförnum
árum.
➤ Með fjölbreyttar búrekstr-arvörur.
➤ Styrkur að vera í Dölunum.
ÍSBÚÁ Lambeyrum í Dölum er
eitt stærsta sauðfjárbú
landsins. Bóndinn þar
starfrækir aukinheldur
fyrirtækið Ísbú sem selur
ýmsar smávörur sem
gagnast fjárbændum vel.
Hjónin Jón Ingi Jónsson og Jó-
hanna Sveinsdóttir á Þórustöðum í
Ölfusi hafa um árabil unnið að
gerð Lifandi búháttasafns sem
mun sýna búskap eins og hann var
í kringum 1930 til 1940. Gestir eiga
þar að geta horfið inn í þennan
tíma og upplifað hann nákvæm-
lega eins og hann var og séð skepn-
urnar í sínu náttúrulega umhverfi,
heyskap eins og þá tíðkaðist og séð
hvernig mjólk og ull voru unnin.
Einnig geta gestir hitt fyrir heim-
ilisfólkið í fötum frá þessum tíma í
sínum daglegu störfum allt árið
um kring.
Hjónin hafa verið fengin til þess
að sjá um sýningu á gömlum bú-
háttum á Landbúnaðarsýningunni
á Hellu. Þar munu þau tjalda til
öllu því sem við kemur búskap frá
því um 1930 til 1945, eins og til
dæmis hestdregnum vinnuvélum,
heybandslest, heyvinnutækjum,
mjólkurvinnslutækjum og fleiru.
Einnig verða til sýnis myndskeið
sem sýna gamla búskaparhætti,
eins og ullarvinnu, túnrækt, kaup-
staðarferðir og heyskap. Þá munu
hjónin einnig kynna hugmynda-
fræðina á bak við Lifandi búhátta-
safn sem vonir standa til að munu
rísa innan fárra ára á Ölfusi, en
eins og er standa yfir viðræður við
sveitarfélagið Ölfus um hentugt
land undir Lifandi búháttasafn.
Lifandi búháttasafn á Landbúnaðarsýningunni
Horft inn í gamlan tíma
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
Síðasta landbúnaðarsýning á vegum
Búnaðarsambandsins var haldin ár-
ið 1978. Búnaðarsamband Suður-
lands endurvekur því gamla hefð
með því að efna til veglegrar land-
búnaðarsýningar. Sýningin er haldin
í tilefni af 100 ára afmæli þess og þá
verður bæjarhátíðinni Töðugjöldum
á Hellu fléttað inn í dagskrá sýning-
arinnar.
Jóhannes Hr. Símonarson sér um
framkvæmd sýningarinnar og er eðli
málsins samkvæmt hlaðinn verk-
efnum svo allt megi ganga upp enda
er sýningin ein sú stærsta sinnar teg-
undar sem haldin hefur verið hér-
lendis.
„Markmið sýningarinnar er að
kynna fjölbreytni íslensks landbún-
aðar, hátt tæknistig og þá miklu
þekkingu sem er að finna innan
greinarinnar,“ segir Jóhannes. „Við
erum meðal fremstu þjóða hvað
varðar tæknistig í landbúnaði þegar
horft er til stærðar. Þróunin hefur
verið hröð síðustu ár og margar
greinar landbúnaðarins tekið mikl-
um breytingum.“ Spurður um
helstu breytingar segir Jóhannes þær
augljósustu vera að hefðbundnum
búum fari fækkandi en þau sem eftir
eru séu stærri.
„Þá er ákveðin framþróun að
verða í hrossarækt með stórum
hrossabúum, skógrækt og annars
konar landnýtingu en áður hefur
þekkst,“segir Jóhannes.
Skemmtilegt fyrir börnin
Jóhannes segir hátíðina hugsaða
fyrir alla fjölskylduna og vel sé hug-
að að börnum. „Við verðum ekki
með barnagæslu á svæðinu og leggj-
um áherslu á að fjölskyldan sé sam-
an á sýningunni. Á henni verður
margt á dagskrá sem heillar börn,
veiði í tjörninni, leikir fyrir krakk-
ana, hoppukastalar og þá finnst
þeim spennandi að sjá öll dýrin á
sýningunni, minka, refi, býflugur,
endur og ótal fleiri.
Ég trúi að við höfum sett saman
fjölbreytta sýningu sem sé bæði fag-
sýning og góð skemmtun fyrir fjöl-
skyldufólk. Það ættu allir að finna
eitthvað við sitt hæfi, hvort heldur er
fólk úr landbúnaðargeiranum eða
annars staðar frá.“
Töðugjöldin á Hellu
Hin árlegu Töðugjöld á Hellu
verða hluti af dagskrá sýningarinnar.
Töðugjöld á Hellu hafa verið haldin
síðan árið 1994 og jafnan fengið
góða aðsókn. „Þetta er í fyrsta sinn
sem Töðugjöldin verða hluti af öðr-
um atburði,“ segir Gísli Stefánsson,
umsjónarmaður hátíðarinnar. Gísli
segir Töðugjöldin vera eina af elsta
bæjarhátíðum landsins. Hátíðin á
sér tuttugu ára sögu og ber nafn
með rentu því hún er haldin í ágúst-
mánuði eftir slátt. Gísli segir hátíð-
ina upphaflega hafa verið haldna á
Gaddstaðaflötum en undanfarin
fjögur ár hafi hún verið haldin á
Hellu.
„Í ár var okkur boðið að vera með
í samstarfi við Landbúnaðarsýn-
inguna,“ segir Gísli. „Töðugjöldin
verða því fléttuð í dagskrá sýning-
arinnar. Við sjáum um kvöldvökuna
sem verður einkar glæsileg á laug-
ardagskvöld og verðum að auki með
fjölmargar skemmtilegar uppá-
komur og atriði á daginn. Á laug-
ardagskvöldið verður varðeldur,
brekkusöngur og flugeldasýning. Á
sunnudaginn verður svo messa
klukkan 14.00 í brekkunni þar sem
sr. Guðbjörg Arnardóttir predikar.
Nefna má að á kvöldvökum verð-
ur söngur, glens og gaman og meðal
þeirra sem fram koma eru Ingó og
Veðurguðirnir, Hundur í óskilum og
Álftagerðisbræður.“
24stundir/Helgi Bjarnason
Landbúnaðarsýning og bæjarfjör Gísli Stefánsson, umsjónarmaður
Töðugjalda á Hellu, og Jóhannes Hr. Símonarson, framkvæmdastjóri Land-
búnaðarsýningar, eru vongóðir um mikla aðsókn.
Tækninýjungar og nýsköpun í landbúnaði
Gjörbreyttur
landbúnaður
„Með landbúnaðarsýn-
ingu á Gaddstaðaflötum
er endurvakin gömul
hefð,“ segir Jóhannes Hr.
Símonarson sem segist
bjartsýnn á að sýningin
veki athygli á gjör-
breyttum og metn-
aðarfullum landbúnaði á
Íslandi. Bæjarhátíðinni
Töðugjöldum á Hellu er
bætt við dagskrá sýning-
arinnar.