24 stundir


24 stundir - 19.08.2008, Qupperneq 23

24 stundir - 19.08.2008, Qupperneq 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 23 Mjólkursamsalan kynnir nýja afurð sína, Krakkaskyr, á Land- búnaðarsýningunni á Hellu. „Skyrið kom á markað í byrjun júlí og hefur fengið góðar viðtökur neytenda,“ segir Erna Erlends- dóttir og Guðný Steinsdóttir, markaðsstjórar hjá MS. Á sýning- unni mun Mjólkursamsalan einnig leggja áherslu á hinn stóra flokk af ab-vörum sem fyrirtækið fram- leiðir. Meðal annars verða kynntar nýjungar í ab-línunni, á borð við ost í sneiðum og ab-mjólk. Enn- fremur verður Krakkaskyr á boð- stólum og gómsætir desert-ostar kynntir. Krakkaskyr hefur verið í þróun hjá MS í um eitt ár. Mjólk- ursamsalan hefur á undanförnum misserum lagt áherslu á þróun syk- urminni vara sem jafnframt inni- halda engin sætuefni og er Krakka- skyr þróað með það í huga. „Með þessu erum við líka að bregðast við auknum kröfum neyt- enda um sykurskertar vörur og er markhópurinn foreldrar sem hafa áhuga á hollum vörum fyrir börn- in sín. Í raun vorum við að hugsa til sumarsins með því að leggja sér- staka áherslu á útileiki og hreyf- ingu í markaðssetningunni. Slag- orð Krakkaskyrs er: Komdu út að leika og eru gömlu góðu útileik- irnir rifjaðir upp í auglýsingunum. Jafnframt hefur fyrirtækið stutt við ýmis íþróttamót og leikjanámskeið krakka í sumar með því að gefa þar fótbolta og skyr og hefur það mælst vel fyrir,“ útskýra þær og segja kröfur neytenda um syk- urskertar vörur sem innihalda jafnframt engin sætuefni fara vax- andi. „Við létum þó ekki staðar num- ið þar heldur þrefölduðum við einnig ávaxtamagnið og inniheldur Krakkaskyr alls 20 prósent ávexti. Með Krakkaskyri erum við komin með vöru sem foreldrar geta treyst að innihaldi minna af sykri og meira af ávöxtum en aðrar sam- bærilegar vörur. Krakkaskyr fæst ennfremur hreint, án ávaxta og sykurs,“ segir Guðný. „Það er jafnan mikil eftirspurn eftir skyri og skyrdrykkjum og ein helsta sérstaða skyrs er einmitt hið háa prótín- og kalkinnihald sem er mikilvægt fyrir uppbyggingu vöðva og beina. Fjölmargar rann- sóknir hafa verið gerðar sem styðja að mjólkurneysla stuðlar að aukn- um vöðmamassa hjá íþróttafólki og þar gegna mjólkurprótínin lyk- ilhlutverki.“ sigbogi@simnet.is Mikil eftirspurn er eftir skyri og skyrdrykkjum Skyrið hefur sérstöðu 24stundir/G.Rúnar Markaðsstýrur Mjólkursamsölunnar Tónlistar- og knattspyrnukappinn Ingó, Ingólfur Þórarinsson, mun skemmta börnum á öllum aldri á Landbúnaðarsýningunni laug- ardaginn 23. ágúst milli klukkan 17 og 18. Þennan tíma verður hann einn með gítarinn, að spila og syngja. Á kvöldvökunni þennan sama dag hyggst svo fullmönnuð hljómsveit Ingós og Veðurguðanna stíga á svið og spila fyrir brekku- gesti sem eiga án efa eftir að taka vel undir. Ingó skemmtir á laugardaginn Það kostar aðeins 2.000 krónur á Landbúnaðarsýninguna á Hellu og því engin afsökun fyrir því að skella sér ekki á sýninguna. Sýn- ingin hentar öllum í fjölskyldunni og börn sem eru 14 ára og yngri frá frítt inn. Það þarf aðeins að greiða einu sinni fyrir aðgang að sýning- arsvæðinu en hver gestur fær arm- band sem gerir honum kleift að koma og fara af sýningarsvæðinu að vild. Ódýr og fjölskylduvæn Það eru margir sem ætla að leggja land undir fót og skella sér á Land- búnaðarsýninguna og þar á meðal eru húnvetnskir bændur. Þeir ætla sér í hópferð á Hellu, leigja sér rútu og renna suður yfir heiðar og berja sunnlenska kollega sína og Landbúnaðarsýninguna augum. Það er Búnaðarsamband Húna- þings og Stranda sem hefur veg og vanda af skipulagningu sýning- arinnar. Húnvetningar á sýningu Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is F í t o n / S Í A Landbúnaðartrygging VÍS er nauðsynleg öllum bændum sem vilja hafa tryggingamál sín á hreinu. Sérstakir þjónustufulltrúar bænda hafa verið skipaðir fyrir hvern landshluta. Þeir veita bændum alla ráðgjöf varðandi tryggingarverndina. Hafðu tryggingamálin á hreinu. Kynntu þér Landbúnaðartryggingu VÍS. Allar nánari upplýsingar fást á næstu þjónustuskrifstofu VÍS. TRYGGIR: • Allt búfé, hey og kjarnfóður, áhöld og tæki á hefðbundnum búum • Ábyrgðartrygging bænda BÆTIR: • Brunatjón • Óveðurstjón • Tjón á bústofni af völdum raflosts • Tjón á bústofni vegna umferðar • Tjón á fóðri vegna kolunar • Ábyrgðartjón vegna bús og tækja ER BÚIÐ RÉTT TRYGGT?

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.