24 stundir - 19.08.2008, Síða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 29
„Við verðum með smálund
þarna og deilum svæði með
Hekluskógum, Suðurlandsskógum
og Landssambandi skógareigenda
og kynnum starfsemi okkar,“ segir
Þorbergur H. Jónsson, skóg-
arvörður Skógræktar ríkisins á
Suðurlandi. „Síðan verður Skóg-
rækt ríkisins með kynningu á
okkar helstu framleiðsluvörum, en
þar ber helst að nefna vörur eins
og arinvið, borð, planka, platta úr
íslenskum við og trjákurl sem er
notað í stíga,“ segir Þorbergur.
Spennandi samstarf
Á Landbúnaðarsýningunni
verður Skógræktin einnig með
kynningu á spennandi verkefni
sem hún er með í gangi þessa dag-
ana.
„Skógræktin er í samstarfi við
fyrirtæki sem heitir Hestalist sem
sérhæfir sig í framleiðslu á spæni
fyrir hesthús og kjúklingabú. Við
seljum þeim grisjunarvið í verk-
smiðjur fyrirtækisins í Mos-
fellsbæ. Þetta er svolítið spenn-
andi fyrir okkur því þarna erum
við allt í einu orðnir framleið-
endur á hráefni í miklu meira
magni en áður,“ segir Þorbergur
og bætir við að samstarfið gangi
vel. „Þeir fá frá okkur grisj-
unarboli í verksmiðjur sínar. Þar
eru þeir spændir niður, þurrkaðir
og settir í pakkningar og síðan er
þetta notað í hesthúsum.“
Vel samkeppnishæfir
Efni af þessu tagi hefur verið
flutt inn til landsins til þessa. „Við
erum í þeirri einkennilegu stöðu
að vera vel samkeppnishæf við
Evrópumarkaðinn í framleiðslu á
þessu efni. Timburverð í Evrópu
hefur aldrei verið hærra og við
gætum í rauninni selt miklu meira
en við gerum,“ segir Þorbergur en
Skógrækt ríkisins fagnar 100 ára
afmæli á þessu ári.
haukurh@24stundir.is
Spennandi tímar hjá Skógrækt ríkisins
Framleiðsla á hráefni
Skógrækt í sókn á Íslandi Skógrækt ríkisins tekur þátt í spennandi samstarfsverk-
efni sem snýr að framleiðslu á hráefni til spænisframleiðslu í hesthús.
Kraftvélar sýna
á Hellu!
www.kraftvelar.is
Kraftvélar taka þátt í landbúnaðarsýningunni sem
fram fer á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana
22. til 24. ágúst. Þar munu sérfræðingar okkar
kynna tæki og tól frá Komatsu, Hinowa, JLG,
Topcon o.fl.
Vonumst til að sjá sem flesta!
Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi Sími 535 3500///