24 stundir - 19.08.2008, Side 31
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 31
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
„Þetta hefur verið gott grillsumar,“
segir Oddur Árnason, verksmiðju-
stjóri Sláturfélags Suðurlands á
Hvolsvelli. Fyrirtækið kynnir fram-
leiðslu sína á Landbúnaðarsýning-
unni á Hellu um helgina: nýjungar
sem hafa komið á markaðinn und-
anfarið og hafa fengið góðar við-
tökur neytenda. Þar má meðal
annars nefna sérkryddað folalda-
kjöt sem hefur slegið í gegn og ver-
ið einkar vinsælt á grillið.
Með keim villibráðar
Oddur segir að í tímans rás hafi
hrossakjöt almennt verið mjög
vanmetið sem afurð og yfirleitt
ekki nýtt nema sem reykt og saltað.
Þetta megi vafalaust rekja til þess
að mörgum þótti og þykir raunar
enn ekki við hæfi að borða kjöt af
hestum – sem séu um svo margt
nánir mannfólkinu. Eigi að síður
sé folaldakjötið ljúffengt og lystugt
eins og best hafi sannast í sumar
þegar SS kom á markaðinn með
kjötið sérkryddað.
„Við erum að framleiða krydd-
legna vöðva og kótilettur sem unn-
ið er úr læri og hrygg. Síðan notum
við frampartinn í saltkjöt og reyk.
En í sumar höfum við lagt meg-
ináhersluna á kryddaða kjötið sem
mörgum þykir hafa keim villibráð-
arinnar líkt og til dæmis hrein-
dýrakjöt,“ segir Oddur. Þá er eitt af
flaggskipum í vöruflóru SS létt-
reykt og kryddlegið lambalæri með
villiberjablöndu og hefur selst vel í
sumar.
Markaðurinn kallar á nýjungar
Oddur bætir við að hverskonar
vöruþróun sé mikilvægur þáttur í
starfi SS enda kalli markaðurinn
jafnan eftir nýjungum. Kryddlegið
nautakjöt sé eitt af því sem Slát-
urfélagið hafi komið með nýtt á
markaðinn í ár og eins villi-
hvítlaukslambalæri og villikrydd-
aðar tvírifjur úr lambi. Grískar
grísasneiðar, tröllapylsur og grill-
þrenna með þremur pylsuteg-
undum hafi sömuleiðis fengið góð-
ar viðtökur neytenda sem Oddur
segir að sé starfsmönnum SS mikil
hvatning á þeirri braut að bjóða
neytendum upp á fleiri nýjungar
og veisluföng sem vinsælda njóta.
Fremstir í flokki Framleiðsla SS hefur fengið ýmsar viðurkenningar og kjötiðnaðarmenn félagsins þykja góðir.
Oddur Árnason er annar frá vinstri í efri röð.
Ýmsar nýjungar í framleiðslu SS
Sérkryddað folaldakjöt
hefur slegið í gegn
➤ Sérkryddað folaldakjöt slær ígegn.
➤ Hrossakjöt er vanmetin afurð.
➤ Grísasneiðar og grillþrennaeru afar vinsælir réttir.
➤ Margar nýjungar eru vænt-anlegar á markaðinn.
NÝTT HJÁ SS
Sláturfélag Suðurlands er
í stöðugri vöruþróun og
kemur oft með nýjungar
inn á markaðinn. Á Land-
búnaðarsýningunni á
Hellu verða kynningar á
helstu nýjungum. Má þar
nefna sérkryddað
folaldakjöt sem notið
hefur mikilla vinsælda
hjá neytendum.
Ljúffengt Eitt af flaggskipum vöru-
flóru SS er léttreykt og kryddlegið
lambalæri með villiberjablöndu.
Ungmennafélagið Vaka mun
flytja leikþáttinn Gilitrutt á kvöld-
vöku mótsins. Ungmennafélagið
var stofnað í Villingaholtshreppi
hinn 19. júní 1936 og voru stofn-
félagar 40 talsins. Allt frá fyrsta
degi hefur félagið verið brautryðj-
andi í félagslífi sveitarinnar og má
segja að hvert einasta ungmenni
sem þar hefur alist upp hafi notið
góðs af félaginu í leik og starfi. Í
dag eru félagsmenn rúmlega 100
talsins.
Ferðalög og skemmtanir
Íþróttir og menningarlíf eru
viðamiklir þættir í starfinu og eru
starfandi innan félagsins þrjár
nefndir, íþróttanefnd, skemmti-
nefnd og ritnefnd. Félagið stendur
fyrir fjölmörgum skemmtunum,
ferðalögum og samkomum ár
hvert. maria@24stundir.is
UMF Vaka flytur leikþáttinn Gilitrutt
Brautryðjandi í félagslífi
sveitarinnar
Á sýningunni mun fjár- og
hjarðhundadeild Hundarækt-
arfélags Íslands standa fyrir kynn-
ingu á þeim tegundum sem til-
heyra deildinni auk þess sem
border collie verða sýndir á sér-
stakri smalahundasýningu.
Vinna mjög sjálfstætt
„Sýndir verða einn eða tveir
hundar á innanhússvæði og sýnt
bæði hvernig þeir vinna og hvernig
þeim er kennt. Border collie er
langalgengasti fjárhundurinn og
flestir sauðfjárbændur eiga einn
slíkan. Þeir eru mismikið tamdir
en svona hundur kemur í margra
manna stað við smalamennsku og
eru eiginleikar hans að geta unnið
mjög sjálfstætt og hægt er að senda
slíka hunda langar vegalengdir til
að sækja fé og þeir leitast við halda
fénu í hóp,“ segir Guðrún Sigurð-
ardóttir hjá fjár- og hjarð-
hundadeild.
maria@24stundir.is
Border collie sýndir á smalahundasýningu
Í margra manna stað
„Hrútar eru þuklaðir í þeim til-
gangi að vita hvernig þeir hafa
komið undan sumri,“ segir Þórey
Bjarnadóttir, sauðfjárrækt-
arráðunautur hjá Búnaðarsam-
bandi Suðurlands, sem heldur ut-
an um hrútaþukl fyrir vana og
óvana á Landbúnaðarsýningunni í
ár.
„Við verðum með fjóra hrúta
sem koma við sögu í hrútaþuklinu.
Skipt verður í flokk vanra og
óvanra þuklara. Þeir vönu fara fag-
lega að málum og einbeita sér að
atriðum eins og hryggbreidd, læra-
dýpt og öðru slíku meðan hinir
óvönu gera þetta ef til vill meira til
skemmtunar og til þess að kynnast
greininni.“
Þórey segir þuklið ekki skapa
sérstök óþægindi fyrir hrútana.
„Meðan þuklarar athafna sig
þarf einn að halda í hrútinn. Sá er
kallaður íhaldsmaður. Hrútarnir
eru oftast rólegir við þuklið en
sætta sig þó illa við ef kúlurnar eru
athugaðar.“
Forystusauðir og ferhyrnt fé
Á sýningunni verða einnig for-
ystusauðir og ferhyrnt fé. „For-
ystukindurnar þykja mörgum
merkilegar,“ segir Þórey og nefnir
að margar sögur séu til af merki-
legum forystukindum. „Þær eru
mislitar, léttbyggðari og auðþekkt-
ar í hóp vegna vakandi atferlis og
snöggra hreyfinga.“
dista@24stundir.is
Forystusauður Heldur fé til beit-
ar og fer fyrir þegar rekið er af fjalli.
Hvað er hrútaþukl?
Hrútaþukl, forystusauðir og ferhyrnt sauðfé
„Við munum verða með 200
fermetra svæði þar sem verður
kynnt öll framleiðsla sem rúmast
innan garðyrkjunnar og þar er af
nógu að taka,“ segir Bjarni Jóns-
son, framkvæmdastjóri Sambands
garðyrkjubænda, sem verður með
eitt allra stærsta plássið á Land-
búnaðarsýningunni.
Gríðarlegur uppgangur
„Á svæðinu hjá okkur verða
meðal annars Sölufélag garðyrkju-
manna, Þykkvabæjarkartöflur og
svo má ekki gleyma lífrænt rækt-
aða grænmetinu,“ segir Bjarni og
bætir við að plássið sem þau hafi til
umráða endurspegli mikilvægi
garðyrkjubænda innan landbún-
aðarins. „Gróskan hjá garð-
yrkjubændum er gríðarleg. Það
sem gerðist eftir 2002 er það að
það var eitthvað um úreldingu.
Margir sem voru með gömul tæki
úreltust og hættu. Þeir sem eftir
urðu brettu upp ermar og hófu
fjárfestingar sem miðuðu að því að
auka hagræðingu,“ segir Bjarni og
heldur áfram. „Það hefur skilað sér
í stærri fyrirtækjum, hagkvæmni í
rekstri, mikilli framleiðsluaukn-
ingu og ekki síst lægra verði á til
dæmis grænmeti fyrir neytendur.
Afar dýrmætt vörumerki
„Samkvæmt vörumerkjakönnun
sem við létum gera í vetur þá er
vörumerkið íslenskt grænmeti í
topp tíu á íslenskum markaði og
þá eru vörumerki eins og kók og
pepsí með í reikningnum.“
haukurh@24stundir.is
Staða íslensks grænmetis með ólíkindum góð segir Bjarni Jónsson
Mikill uppgangur garðyrkjubænda
Íslenskt grænmeti
Staða þess er með
ólíkindum góð.