24 stundir - 19.08.2008, Page 34

24 stundir - 19.08.2008, Page 34
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Kröfur til barna um sjálfstæði aukast mjög við að byrja í grunn- skóla en að sama skapi aukast kröfurnar til foreldra,“ segir Urð- ur Njarðvík sálfræðingur. Hún segir reyna á foreldra að undirbúa börnin enda sé þetta mikil breyt- ing fyrir þá. Þeir séu vanir því að vera hræddur og finnast eitthvað erfitt en að slíkt eigi að ræða við foreldrana og kennarann svo hægt sé að leysa málið. Þá er mikilvægt að undirbúa barnið undir að fara í íþróttir, kenna því að fara að fara í sturtu og nota salerni sjálfstætt. Eins segir hún að mikilvægt sé að foreldrar gangi með börnunum fyrstu dagana í skólann og að gera ekki þá kröfu til barnsins að það geti gert allt á fyrsta degi. Hún segir óskastöðu ef fólk geti stytt vinnudagana sína fyrstu dagana svo það geti sótt börnin í skólann því mikið andlegt álag fylgi breyt- ingunum. „Jákvætt viðhorf foreldra skiptir mjög miklu máli. Það að barnið finni að foreldrarnir séu ekki stressaðir og að skilaboðin séu þau að þetta verði skemmtilegt fyrir barnið og að það ráði við þetta.“ Jákvætt viðhorf Barnið þarf að finna að foreldrarnir séu ekki stressaðir. Foreldrar þurfa að búa börnin sín undir að byrja í skóla Skólaganga eykur kröfur til foreldra Grunnskólar landsins verða settir á fimmtudag en rúmlega 4000 börn byrja þá í fyrsta bekk. Skólagöngunni fylgja miklar breytingar fyrir börnin en ekki síður fyrir foreldra sem eru vanir ut- anumhaldi leikskólanna. ➤ Regla er mjög mikilvæg fyrirbörn, sérstaklega þegar þau takast á við nýjar aðstæður. ➤ Svefnleysi og óregla á mat-málstímum minnkar getu þeirra til að takast á við and- legt álag. ➤ Fyrstu dagana í skólanum ermjög mikilvægt að foreldr- arnir séu til staðar fyrir börn- in til skrafs og ráðagerða. UNDIRBÚNINGUR passað sé mjög vel upp á börnin í leikskólunum en nú þurfi þau að sjá um fleiri hluti sjálf. Börnin þurfi því meira utanumhald. Urður segir mikilvægt að for- eldrar undirbúi barnið fyrir breyt- ingarnar sem í vændum eru. Þau þurfi að vita að það sé í lagi að Ókláraðar ritgerðir þekktur vandi Það vandamál að fólk ljúki ekki BA- eða BS-ritgerðum þótt það hafi lokið við námið að öðru leyti er jafn gamalt Háskóla Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Nemendaskrá Háskóla Íslands hefur fjöldi þeirra þó aldrei verið tekinn saman en vandinn er vel þekktur. Fólk hugsar með sér að það fresti ritgerðarskrifum og útskrift um eina önn en í millitíðinni tekur það til við önnur spennandi verk- efni og smám saman verður rit- gerðin bæði fjarlægari og erfiðari í hugum fólks. Í Háskóla Íslands er miðað við að grunnnám taki þrjú ár en frest- urinn til að ljúka því er fimm ár. Eftir það fyrnast elstu nám- skeiðin og það að klára ritgerðina verður ekki nóg til að ljúka prófi heldur þarf fólk að sitja aftur fyrstu kúrsana í náminu. Það vex fólki í augum og því hef- ur fjöldi fólks eytt mörgum árum í háskólanám sem það fær ekki metið á vinnumarkaðinum og út- skrifast aldrei. aak 34 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir Opna háskólanum, sem nýlega var hrint af stað við Háskólann í Reykjavík, er ætlað að stuðla að símenntun og þjónustu við at- vinnulífið. Rúmlega 400 námskeið eru á námsskrá Opna háskólans og um 170 kennarar koma að kennslu, bæði fræðimenn HR og kennarar erlendra samstarfsháskóla auk sérfræðinga úr íslensku atvinnu- lífi. Einingar Opna háskólans vinna í dag með mörgum stærstu fyr- irtækjum landsins, útskrifa fjölda nemenda með löggildingar-, starfsréttindi og diplómur, og brúa bil inn í háskólanám með einni elstu frumgreinadeild landsins. Að auki vinnur Opni háskólinn með fjölda virtra há- skóla og fræðasetra. Opinn háskóli við HR Þrátt fyrir að hefðbundinni skólagöngu sé lokið er ekki þar með sagt að fólk hætti að læra. Margir fara reglulega á námskeið til að læra nýja íþrótt, dans, tungumál eða rækta listræna hæfileika. Hjá Mími símenntun er boðið upp á fjölbreytt tungu- málanámskeið en jafnframt nám- skeið fyrir unglinga í hipphopp, textagerð og teiknimynda- sögugerð. Þá er líklegt að heima- nám margra barna yrði auðveld- ara ef fleiri færu á stærðfræði- námskeið fyrir foreldra. aak Námskeið fyrir stóra sem smáa LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Barnið er að læra svo margt nýtt, það þarf að sitja lengi í einu, fær ekki jafn mikinn tíma til að leika sér. menntun Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins, er nýr framsækinn framhaldsskóli sem byggir á traustum grunni Fjöltækni- skóla Íslands og Iðnskólans í Reykjavík. Tækniskólinn býður upp á öflugt og ölbreytt úrval tækni- og iðnmenntunar ásamt námi til stúdentsprófs. Innan skólans eru ellefu skólar, hver með sitt sérsvið, sem saman mynda einn öflugasta framhaldsskóla landsins. Tækniskólinn leggur ríka áherslu á alþjóðleg samskipti í námi og starfi sem veitir nemendur og kennurum aukin tækifæri. www.tskoli.is Nýnemar eru boðnir velkomnir í skólasetningu og kynningu á skólanum miðvikudaginn 20. ágúst að Skólavörðuholti kl 13.30 í matsal nemenda á 3. hæð. Stundartöflur verða afhentar eldri nemum kl 15.00 sama dag. Aðstoð við innritun í kvöldskóla fer fram mánudaginn 18. ágúst og þriðjudaginn 19.ágúst milli klukkan 17:00 – 18.30. Kennarar og skólastjórar hjálpa til við val og samsetningu stundatöflu. Aðstoðin fer fram í matsal Tækniskólans á Skólavörðuholti og er hann staðsettur á þriðju hæð. Við hlökkum til að sjá ykkur starfsfólk Tækniskólans Bjallan glymur

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.