24 stundir - 19.08.2008, Síða 42

24 stundir - 19.08.2008, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 24stundir Robert Downey junior sendi DC Comics tóninn í viðtali við mo- viehole.net á dögunum. Þegar talið barst að nýju Batman myndinni, The Dark Knight, fór Robert á flug: „Mér leið eins og bjána þegar ég sá hana, því hún er eins og Ferrari söguþráðarins og handrits. Fyrst skildi ég hana samt ekki, þetta var ekki það sem ég vildi sjá í bíómynd. En svo í lokin, þurftu þeir að gera hann að vonda gæjanum og þá bara, vá, fattaði ég það allt. Þetta var svo djöfullega sniðugt. Maður þarf greinilega að vera með háskóla- próf til að fatta myndina. En veistu hvað? Fari DC Comics fjandans til. Það er allt sem ég hef að segja.“ Næstu myndir Roberts eru Tropic Thunder og Iron Man 2. tsk Robert Downey rífur kjaft Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight, er orðin fjölsóttasta kvikmynd sem Warner Bos hefur dreift á Íslandi, að því er segir í tilkynningu frá Samfilm. Hún sló aðsóknarmet á frumsýn- ingarhelginni en síðasta meti náði hún um helgina, þegar hún velti Harry Potter úr sessi á lista yfir fjölsóttustu Warner Bros myndirnar, því nú hafa rúmlega 60.000 manns barið hana augum. The Dark Knight stærsta myndin Hljómar ekki eins og rispuð plata DJ Lucca er lagin við danslögin. Sander Kleinenberg og DJ Lucca á leið til landsins Tímamótatörn hjá Techno.is Plötusnúðarnir Sander Kleinenberg og DJ Lucca eru væntanleg til lands- ins á vegum Techno.is, en þau eru tveir af vinsæl- ustu plötusnúðum heims. Fjörið fer fram á NASA. lands til dæmis,“ segir Arnviður Snorrason hjá Techno.is. Um Kleinenberg þarf vart að fjölyrða, enda einn alfrægasti plötusnúður heims. Hin snoppufríða Dj Lucca klifrar þó hratt upp met- orðastigann, enda hefur hún unnið með mörgu frægu fólki, t.d. Van Dyk, Sasha og DJ Tiesto. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is 22. ágúst og 6. september mun Techno.is standa fyrir tímamóta- tónleikum í teknótónlist, þegar Sander Kleinenberg annars vegar og hin lostafulla DJ Lucca hins vegar „transa“ upp trylltan teknólýðinn á NASA. Sjaldgæfur heimsviðburður „Það er afar sjaldgæft að Sander troði upp í svona litlum klúbbi og því hægt að tala um algeran heimsviðburð. Hin fun- heita DJ Lucca hefur verið að gera góða hluti einnig, en hún var valin besti plötusnúður Tékk- Doyle, Julian Cotterau og Martin Wheeler, sem sá um tónlist mynd- arinnar, viðstödd hátíðina. Mikil lyftistöng Ljóst er að þessi verðlaun eru mikil lyftistöng fyrir kvikmyndina en hún fer í almenna sýningu í frönskum kvikmyndahúsum á morgun. Í enn víðara samhengi er ljóst að þessi viðurkenning mun skipta sköpum fyrir gengi Skrapp út því gæðastimpill frá tímaritinu Variety hefur löngum geta hjálpað mynd- um frá lítt þekktum þjóðum að vekja athygli á sér. Enda er mark- mið verðlaunanna að styðja sig- urmyndina til alþjóðlegra vin- sælda. viggo@24stundir.is Íslensk-franska kvikmyndin Skrapp út gerði góða hluti á hinni svissnesku Locarno-kvik- myndahátíð en myndin var á laug- ardaginn heiðruð með hinum svo- kölluðu Variety Piazza Grande-verðlaunum. Studd af Variety Þetta mun vera í fyrsta sinn sem þessi tilteknu verðlaun eru veitt á hinni rótgrónu kvikmyndahátíð en hátíðin hefur verið haldin á hverju ári síðan 1946 og nú í 61. skipti. Piazza Grande-verðlaunin eru samstarfsverkefni milli skipuleggj- enda hátíðarinnar og bandaríska kvikmyndaritsins Variety en það eru gagnrýnendur þess blaðs sem velja sigurvegarann. Verðlaunin draga nafn sitt af Piazza Grande- „kvikmyndatorginu“ en þar eru kvikmyndir sýndar undir berum himni og rúmar torgið um 8.500 manns. Einungis þær myndir sem sýnd- ar eru á þessu torgi koma til greina í sambandi við þessi verðlaun en allar stærstu myndir hátíðarinnar eru sýndar þar. Verðlaunin eru veitt þeirri mynd sem dómnefnd þykir hafa mikið listrænt gildi en jafnframt hafa alla burði til að höfða jafnt til almennings sem fag- aðila. Sólveig Anspach, leikstjóri Skrapp út, tók sjálf við verðlaun- um á Piazza Grande á laugardags- kvöldið en ásamt henni voru leik- ararnir Didda Jónsdóttir, Joy Skrapp út til Sviss og vann Piazza Grande Aðalsvið Locarno-kvikmyndahátíðarinnar þar sem 8.500 manns geta notið kvikmynda undir berum himni. Sólveig og föruneyti gera það gott í Locarno FÓLK 24@24stundir.is a Ljóst er að þessi verðlaun eru mikil lyftistöng fyrir kvik- myndina en hún fer í almenna sýningu í frönskum kvik- myndahúsum á morgun. fréttir

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.